Fundur formanns LL og framkvæmdastjóra á Austurlandi
30 sep. 2022
Formaður LL og framkvæmdastjóri áttu fund með stjórn og félagsmönnum Lögreglufélags Austurlands á Egilsstöðum fimmtudaginn 29. september sl. Til umræðu voru málefni kjarasamnings, stofnanasamnings, starfsumhverfismál, málefni svæðisins og ýmis önnur málefni LL. Fundurinn, sem er sá fyrsti í fundaröð formanns, var mjög vel sóttur og gagnlegur. Kynningar, umræður, fyrirspurnir og skoðanaskipti á fundi sem þessum eru mjög mikilvæg. Næsti fundur formanns er fyrirhugaður á Akureyri 5. október n.k. og þar næsti á Ísafirði 13. október. LL þakkar stjórn svæðisdeildar á Austurlandi, fundarmönnum og stjórnendum fyrir mjög góðar móttökur og mætingu.