Fréttir

Skoðanakönnun og fundir með svæðisdeildum

8 nóv. 2022

Fyrirhugað er að næstu fundir formanns með stjórnum svæðisdeilda og félögum í LL verði á höfuðborgarsvæðinu í lok nóvember og byrjun desember. Nánari upplýsingar um þá fundi verða sendar út síðar en ætlunin er að formaður fundi með öllum deildum nú í vetur.

Þá hefur verið send út skoðanakönnun til félagsmanna sem framkvæmd er af Vörðu-rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins fyrir LL. Í henni er meðal annars spurt um kjarasamning, stofnanasamning, vinnutímastyttingu og starfsumhverfi. LL hvetur lögreglumenn til að taka þátt og svara könnuninni eigi síðar en 20. nóvember næstkomandi.

Til baka