Fréttir

Opið fyrir umsóknir um orlofshús í sumar

27 mar. 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um orlofshús fyrir sumarið 2023. Sótt er um á orlofsvefnum. Orlofseignir félagsins eru á Flúðum, á Akureyri, í Reykjavík, við Geysi, á Eiðum og tvær eignir eru í Munaðarnesi.

Hægt er að sækja um frá 25. mars til 10. apríl 2023.

Opnað verður fyrir dagsleigu á Eiðum þann 1. maí. Þá gildir reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“ og ekki þarf að taka heila viku.

Til baka