Fréttir

Samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi

31 mar. 2023

Rétt í þessu var undirritað samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og Landssambands lögreglumanna hins vegar. Gildandi kjarasamningur og fylgiskjöl hans framlengjast frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Samkomulagið felur í sér nýja launatöflu, hækkun á orlofs- og persónuuppbót, breytingar á vaktahvata, breytingar á álasgreiðslum, ásamt því sem kveðið er á um verkáætlun aðila í framhaldinu. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum LL nánar í næstu viku og verður hann kynntur með rafrænum hætti á Teams. Boðið verður upp á fyrsta kynningarfundinn mánudaginn 3. apríl kl. 10. Annar fundur verður haldinn þriðjudaginn 4. apríl kl. 10. Þriðji og síðasti fundurinn verður þriðjudaginn 11. apríl kl. 10.

Fundarboð mun berast lögreglumönnum með tölvupósti og félagsmenn geta valið sér fundartíma eftir því hvað hentar. Þá verða gögn sett inn á mínar síður síðar í dag þar sem félagsmenn geta nálgast samninginn og kynningarefni á skráarsvæði, með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Í næstu viku verður svo opnað fyrir atkvæðagreiðslu um samninginn og verður það tilkynnt sérstaklega. Atkvæðagreiðsla mun standa yfir til kl. 16 fimmtudaginn 13. apríl.

Til baka