Tilkynning frá kjörstjórn Landssambands lögreglumanna
13 apr. 2023
Atkvæðagreiðslu félagsmanna í Landssambandi lögreglumanna (LL) um samkomulag fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og Landssambands lögreglumanna hins vegar, um breytingar og framlengingu á kjarasamningum aðila, dags. 31. mars 2023, lauk klukkan 16 í dag fimmtudaginn 13. apríl 2023.
Á kjörskrá voru alls 840 félagsmenn í LL. Atkvæði greiddu 542 eða sem nemur tæplega 65% þátttöku. Alls sögðu 464 já og samþykktu samkomulagið (85,61%), en 72 sögðu nei og höfnuðu því (13,28%). Auðir seðlar voru 6 (1,11%).
Samkvæmt þessu tilkynnir kjörstjórn LL um að framangreint samkomulag telst því vera samþykkt af félagsmönnum Landssambands lögreglumanna.