Fréttir

Nýr kjarasamningur undirritaður

13 jún. 2024

Samninganefnd ríkisins og Landssambands lögreglumanna hafa í dag 13. júní undirritað nýjan kjarasamning en gildistími hans er til fjögurra ára, frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Kjarasamningurinn er gerður í kjölfar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í mars 2024.

Nú hefst vinna við að útbúa kynningarefni um kjarasamninginn og er fyrirhugað að halda kynningarfundi í fyrri hluta næstu viku, en nánara fyrirkomulag og tímasetningar verða tilkynntar LL-félögum sérstaklega.

Til baka