Tilkynning 20. júní 2024 frá kjörstjórn LL
20 jún. 2024
Kjörstjórn Landssambands lögreglumanna (LL) kom saman til fundar miðvikudaginn 19. júní 2024 til að undirbúa, fara yfir og fjalla um kjörskrá vegna kosningar um nýjan kjarasamning Landssambands lögreglumanna og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. íslenska ríkisins. Einnig til að vinna undirbúning og annast framkvæmd atkvæðagreiðslu um samninginn og ákveða fyrirkomulag hennar. Um kjörstjórn gilda ákvæði 26. greinar laga LL. Upplýsingar liggja fyrir um að samningurinn hafi verið kynntur af hálfu LL svo og að kynningarefni hafi verið birt á læstu félagssvæði LL-félaga á vefnum logreglumenn.is, þar sem LL-félagar geta nálgast kynningarefni og samninginn.
Með hliðsjón af 3. grein laga LL hefur kjörstjórn nú í samræmi við 26. grein laga LL staðfest kjörskrá sem gerð er eftir félagatali LL. Þá hefur kjörstjórn einnig ákveðið að rafræn kosning um kjarasamniginn fari fram frá og með föstudeginum 21. júní kl. 12:00 og að kosning standi til þriðjudagsins 25. júní kl. 12:00. Fyrirkomulag atkvæðagreiðslu er með þeim hætti að þeir lögreglumenn sem eru félagar í LL og kosningarétt hafa samkvæmt kjörskrá skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á mínar síður á vef LL logreglumenn.is og greiða þar atkvæði um samninginn.
Kjörstjórn vekur athygli á því að erindi vegna kosningar, vegna kjörskrár, framkvæmdar kosningar og annarra atriða er kosninguna varðar er unnt að senda á formann kjörstjórnar, Magnús Jónasson, á póstnetfangið magnus.jonasson@lrh.is.
Kjörstjórn Landssambands lögreglumanna
Reykjavík 20. júní 2024,
Magnús Jónasson (sign)
Guðrún Rósa Ísberg (sign)
Kjartan Páll Sæmundsson (sign)