Fréttir

Tilkynning frá kjörstjórn LL 25. júní 2024

25 jún. 2024

Kjörstjórn Landssambands lögreglumanna (LL) kom saman til fundar þriðjudaginn 25. júní 2024 kl. 12.05 til að taka við og staðfesta úrslit atkvæðagreiðslu félaga í LL vegna kosningar um kjarasamning LL og íslenska ríkisins sem undirritaður var 13. júní 2024.

Á kjörskrá voru alls 809 og af þeim greiddu atkvæði alls 670 sem nemur 82,8% þátttöku.

Já sögðu 207 eða sem nemur 30,9 % þeirra sem atkvæði greiddu.
Nei sögðu 455 eða sem nemur 67,91 % þeirra sem atkvæði greiddu.
Auðir seðlar voru 8 eða 1,19%.

Samkvæmt framangreindu er kjarasamningur sem undirritaður var 13. júní 2024 felldur.

Kjörstjórn staðfestir hér með úrslit atkvæðagreiðslunnar og lýkur þar með störfum vegna kosningarinnar.

Kjörstjórn Landssambands lögreglumanna

Reykjavík 25. júní 2024,

Magnús Jónasson (sign)

Guðrún Rósa Ísberg (sign)

Kjartan Páll Sæmundsson (sign)

Til baka