Fréttir

Opnunartími skrifstofu og lokun vegna sumarorlofs 2024

12 júl. 2024

Nú þegar sumarorlofstími er byrjaður hægist á starfsemi LL. Sumarlokun skrifstofu er frá og með mánudeginum 15. júlí til og með föstudeginum 2. ágúst. Skrifstofan opnar aftur eftir verslunarmannahelgina þriðjudaginn 6. ágúst.

Bent er á að unnt er að nálgast helstu þjónustu, senda umsóknir um styrki, bóka orlofshús, kaupa ferðaávísun, veiði- og útilegukort, gjafabréf o.s.frv. á heimasíðu félagsins www.logreglumenn.is, á mínum síðum og á orlofsvef og skrá LL-félagar sig inn með rafrænum skilríkjum.

Einnig hægt að senda erindi með tölvupósti á ll@bsrb.is eða ll@logreglumenn.is en fylgst verður með erindum sem eru áríðandi, þola ekki bið og brugðist við eftir atvikum.

Landssamband lögreglumanna óskar félagsmönnum gleðilegs sumars.

Til baka