Fræðslumyndband um rafvarnarvopn
22 ágú. 2024
Ríkislögreglustjóri hefur á Facebook birt kynningarmyndband um noktun og virkni á rafvarnarvopnum sem tekin verða í notkun á næstunni. Embættið leggur nú lokahönd á undirbúning svo lögregla geti tekið þessi tæki til notkunar. Á fimmta hundrað lögreglumenn hafa hlotið þjálfun og öðlast réttindi til að bera rafvarnarvopn.
Í myndbandinu fer Birna Blöndal Sveinisdóttir lögreglufulltrúi yfir virkni þessa tækis og útskýrir hvernig lögreglumenn munu nota það við störf sín í krefjandi aðstæðum sem upp geta komið. Fram kemur meðal annars að búkmyndavél tekur sjálfkrafa upp myndskeið um leið og vopnið er tekið úr slíðri – til að auka eftirlit með notkun þess.
Óhætt er að hvetja fólk til að kynna sér myndbandið.