Breytingar á stjórn LL og nýr varaformaður
28 ágú. 2024
Breytingar verða á stjórn LL frá og með septembermánuði n.k. Aðal- og varamaður svæðisbundinnar deildar á Suðurnesjum (Lögreglufélags Suðurnesja) munu nú í haust hverfa til starfa á öðru félagssvæði og í samræmi við það munu nýir fulltrúar Suðurnesja í stjórn LL, einn aðalmaður og einn varamaður, verða kosnir. Í ljósi þessa hefur stjórn LL jafnframt ákveðið að Agnes Ósk Marzellíusardóttir stjórnarmaður og fulltrúi svæðisbundinnar deildar á höfuðborgarsvæðinu (Lögreglufélags Reykjavíkur) taki við sem varaformaður LL af Óskari Halldóri Guðmundssyni sem hættir í stjórn LL 1. september n.k. Auk Agnesar munu Fjölnir Sæmundsson formaður félagsins og Baldur Ólafsson ritari, skipa framkvæmdastjórn LL frá þessum sama tíma.