Nýir fulltrúar Suðurnesja í stjórn LL
11 sep. 2024
Stjórn Lögreglufélags Suðurnesja hefur tilkynnt um að Eiríkur Guðni Ásgeirsson taki sæti í stjórn LL frá og með 1. september sl. að telja. Frá sama tíma hættir Óskar Halldór Guðmundsson sem var aðalmaður af félagssvæði Suðurnesja í stjórn LL. Óskar sem einnig gegndi stöðu varaformanns LL var rangnefndur í nýjustu rafrænu útgáfu Lögreglumannsins sem dreift var fyrir nokkrum dögum (ruglingur með annað og þriðja nafn) og er beðist velvirðingar á því. Nýr varaformaður LL frá 1. september sl. er Agnes Ósk Marzellíusardóttir.
Þá hefur stjórn Lögreglufélags Suðurnesja jafnframt tilkynnt um að varamaður Eiríks Guðna í stjórn LL verði Hjörtur Ingi Hjartarson. Kemur Hjörtur Ingi inn sem varamaður í stað Atla Gunnarssonar.
Um leið og þeir Eiríkur og Hjörtur eru boðnir velkomnir eru Óskari og Atla þökkuð góð störf í þágu LL.