TILKYNNING FRÁ KJÖRSTJÓRN LANDSSAMBANDS LÖGREGLUMANNA
13 jan. 2025
Kjörstjórn Landssambands lögreglumanna (LL) kom saman til fundar mánudaginn 13. janúar 2025 kl. 14.05 til að taka við og staðfesta úrslit atkvæðagreiðslu félaga í LL vegna kosningar um kjarasamning LL og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins sem undirritaður var 19. desember 2024.
Kosning um samninginn var rafræn og stóð yfir frá og með fimmtudeginum 9. janúar 2025 klukkan 14.00 til mánudagsins 13. janúar 2025 klukkan 14.00.
Á kjörskrá voru alls 793 og af þeim greiddu atkvæði 707 sem nemur 89,2% þátttöku.
Já = 453 eða samtals 64,07%
Nei = 207 eða samtals 29,28%
Tek ekki afstöðu = 47 eða samtals 6,65%
Samkvæmt framangreindu er kjarasamningur sem undirritaður var 19. desember 2024 samþykktur.
Kjörstjórn staðfestir hér með úrslit atkvæðagreiðslunnar og lýkur þar með störfum vegna kosningarinnar.
Kjörstjórn Landssambands lögreglumanna
Reykjavík 13. janúar 2025,
Magnús Jónasson (sign)
Guðrún Rósa Ísberg (sign)
Kjartan Páll Sæmundsson (sign)