Fréttir

Nýr stofnanasamningur

17 mar. 2025

Landssamband lögreglumanna og lögreglustjórar hafa undirritað nýjan stofnanasamning en samningurinn sem dagsettur er 14. mars 2025 felur í sér þær meginbreytingar að starfsaldurshækkanir eru innleiddar að nýju.

Markmið samningsins er að stuðla að skilvirkara launamyndunarkerfi sem tekur mið af þörfum og verkefnum embættanna og starfsmanna þeirra með hliðsjón af eðli starfseminnar, skipulagi og áherslum hvers tíma.

Launamyndunarkerfinu er ætlað að stuðla að því að:

  • lögregluembætti séu eftirsóknarverðir vinnustaðir, skipaðir hæfu og framsæknu starfsfólki
  • starfsreynsla sé metin
  • gætt sé jafnræðis við launaákvarðanir
  • launakerfið sé sveigjanlegt og ákvarðanir um launaröðun séu teknar með málefnalegum hætti

Nýjan stofnanasamning má nálgast hér

Til baka