Sumarúthlutun – fyrstur kemur, fyrstur fær
20 mar. 2025
Sumarúthlutun orlofshúsa er á næsta leiti. Vikuna 24. – 31. mars verður opnað fyrir þá félagsmenn sem hafa 150 punkta eða fleiri.
Vikuna 1.- 7. apríl verður opnað fyrir bókanir þeirra sem hafa á bilinu 100 til 149 punkta.
Eftir það verður opnað fyrir alla nema lífeyrisþega.
Sú breyting hefur verið gerð að nú geta félagsmenn valið sér tíma og stað eftir eigin óskum. Hvorki er lengur þörf á að bóka heila viku né að hefja dvölina á föstudegi. Lágmarksdvöl eru tvær nætur. Hver félagi getur aðeins bókað eina dvöl yfir sumartímann.
Við bókun dragast fimm punktar frá punktastöðu félagsmanns fyrir hvern dag sem bókað er. Ganga þarf frá greiðslu við bókun.
Verð:
- Öll húsin nema Hyrnuland kosta 8 þúsund fyrstu tvær næturnar en 4 þúsund hverja nótt eftir það.
- Í Hyrnulandi kosta fyrstu tvær næturnar 12 þúsund hvor, en 4 þúsund eftir það.
Athugið að þessar reglur gilda ekki um Hátún í Reykjavík.
Félagið minnir á að stranglega bannað er að bóka hús fyrir þriðja aðila.