Fréttir

Andlátstilkynning

30 maí. 2025

Stefanía Vigfúsdóttir fyrrverandi skrifstofustjóri hjá Landssambandi lögreglumanna er látin en hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 23. maí síðast liðinn. Landssamband lögreglumanna sendir aðstandendum Stefaníu hlýjar samúðarkveðjur en Stefanía var frábær starfsmaður hjá félaginu og gegndi stöðu skrifstofustjóra LL um langt árabil.

Útför Stefaníu fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 2. júní n.k. klukkan 13.

Til baka