Fréttir

Starf skrifstofustjóra LL

11 jún. 2025

Landssamband lögreglumanna sem er stéttarfélag íslenskra lögreglumanna auglýsir laust til umsóknar starf skrifstofustjóra félagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð: Almenn skrifstofuvinna, m.a. móttaka, úrvinnsla erinda og þjónusta við félagsmenn. Vinna með færslu reikninga, launavinnslu og bókhald og umsjón með sjóðum félagsins. Umsýsla með orlofskostum félagsmanna, þ á m. orlofseignum félagsins. Vinna með nefndum og sjóðstjórnum og þátttaka í útgáfustarfi félagsins. Önnur verkefni sem skrifstofustjóra eru falin.

Menntunar- og hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfi. Reynsla og þekking af meðferð reikninga og bókhaldi. Þekking og reynsla af umhverfi kjara- og stofnanasamninga er kostur. Þekking á starfsumhverfi lögreglumanna er kostur. Góð þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagshæfni. Hæfni til að geta unnið undir álagi, sjálfstæði í vinnubrögðum og launsamiðuð hugsun. Góð tölvukunnátta, excel, word o.fl. Reynsla af dk-hugbúnaðarkerfi og Frímanni er kostur.

Skrifstofustjóri heyrir undir framkvæmdastjóra og starfar náið með honum, formanni og öðrum stjórnum félagsins að verkefnum og hagsmunamálum lögreglumanna. Um er að ræða fjölbreytt starf í góðu starfsumhverfi. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. íslenska ríkisins.

Umsókn má senda Landssambandi lögreglumanna, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, merkt starf skrifstofustjóra, eða með tölvupósti á holmsteinn@bsrb.is. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem nánari grein er gerð fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um, en öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.   Um er að ræða fullt starf og er umsóknarfrestur til og með 23. júní n.k.

Upplýsingar um félagið, hlutverk og helstu verkefni þess má nálgast á heimasíðunni www.logreglumenn.is. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu félagsins í síma 525 8360 en jafnframt er unnt að senda fyrirspurnir á netfangið holmsteinn@bsrb.is.

Til baka