Fréttir

Lögreglumaðurinn er kominn út

4 nóv. 2025

Lögreglumaðurinn er kominn út og ætti að hafa borist – eða mun berast – á allra næstu dögum. Í blaðinu kennir að venju ýmissa grasa. Forsíðuna að þessu sinni prýðir Grímur Grímsson, alþingismaður og lögreglumaður til áratuga. Hann rekur í viðtali í blaðinu feril sinn, sem óhætt er að segja að sé viðburðaríkur.

Í blaðinu eru einnig átakanleg viðtöl við lögreglumenn sem hafa þurft að glíma við eltihrella starfs síns vegna. Einn eltihrellirinn situr í dag inni fyrir morð. Viðmælendur blaðsins eru sammála um að lögregluembættin hafi brugðist sér í þessum málum. Við ræðum einnig við sálfræðing og skoðum þessi mál frá ýmsum hliðum.

Í Lögreglumanninum eru sérsveitinni gerð góð skil en verkefni sveitarinnar hafa margfaldast á síðustu árum. Í blaðinu er einnig að finna viðtal við Þórhall Árnason, aðalvarðstjóra fyrir austan, sem er mikill rokkari. Fastir liðir eru á sínum stað. Efnisyfirlitið má sjá hér fyrir neðan.

Blaðið má lesa rafrænt hér á síðunni.

 

Efnisyfirlit

  • Pistill formanns ……………………………………………………….. 3

  • Málefni skrifstofu LL og nýr skrifstofustjóri ……………….. 4

  • Góð nýting orlofsiegna ……………………………………………. 6

  • Umfjöllun um samfelagslögregslu ……………………………. 8–10

  • Grein um réttindamál lögreglumanna ……………………. 12–14

    • Eftir Hölmstein Gauta Sigurðsson

  • Úttekt um of­sóknir elithe­rella …………………………………. 16–26

    • Rætt við Lilju Rún Kristjánsdóttur, Anítu Rut Harðardóttur o.fl.

  • Rokkari í frístundum ………………………………………………… 28–30

    • Viðtal við Þórhall Árnas­on aðalvarðstjóra

  • Viðtal við Grím Grímsson alþingismann ………………….. 32–36

  • Lögreglan á tímamótum …………………………………………. 38–41

    • Grein eftir Ólaf Órn Bragason um menntamál

  • Úttekt um starfsemi sérsveitarinnar ………………………. 42–47

    • Rætt við Ólaf Steini Jónsson

  • Drónar sem fyrsta viðbragð …………………………………….. 48

  • Lagafrumvarp um endurheimt þýfis ………………………… 49

  • Færeyjar On Patrol …………………………………………………. 50–52

    • Erlíngur Örn Árnason, fulltrúi IPA, fór til Færeyja

  • Veiting heiðursmerkja ……………………………………………. 54

  • Ferð eldri félaga um Snæfellsnes …………………………… 56–57

  • Krossgáta (nýjung) ………………………………………………… 58

  • Umfjöllun um íþróttir I.L.S. …………………………………….. 59–62

Til baka