Dómar og úrskurðir – félagsleg málefni

FÉLAGSDÓMUR:

Hlutverk Félagsdóms er að dæma í réttarágreiningi aðila vinnumarkaðarins.

Samkvæmt 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur er verkefni Félagsdóms að fjalla um:

  1. mál sem rísa út af kærum um brot á lögum nr. 80/1938 og tjóni sem orðið hefur vegna ólögmætra vinnustöðvana,
  2. mál sem rísa út af kærum um brot á vinnusamningi eða út af ágreiningi um skilning á vinnusamningi eða gildi hans,
  3. önnur mál milli verkamanna og atvinnurekenda, sem aðilar hafa samið um að leggja fyrir dóminn, enda séu að minnsta kosti þrír af dómendum því meðfylgjandi.

Meirihluti mála sem rekin eru fyrir Félagsdómi falla undir annan tölulið lið 44. gr., þ.e. ágreiningur aðila snýst um túlkun á ákvæðum kjarasamninga.

Mál sem höfðuð eru til innheimtu vangoldinna launa eru ekki rekin fyrir Félagsdómi heldur heyra þau undir hina almennu dómstóla.

LL hefur, í gegnum tíðina, þurft að reka ýmis mál fyrir félagsdómi auk a.m.k. einnar formlegrar kvörtunar til Umboðsmanns Alþingis.  Hér að neðan verður hægt að nálgast hlekki inn á þá dóma sem félagsdómur hefur kveðið upp í málum er varða lögreglumenn auk ýmissa annarra hlekkja á úrskurði ýmisskonar er varða réttindamál lögreglumanna.

Vitir þú af máli (hlekk inn á mál) sem ekki er að finna í listunum hér að neðan þá endilega hafðu samband við LL á netfangið ll@logreglumenn.is og komdu viðeigandi upplýsingum á framfæri.

  1. Dómur nr. 6/2009 frá 22. janúar 2009:  LL gegn íslenska ríkinu vegna bakvaktamála hjá LRH
  2. Dómur nr. 17/2004 frá 14. mars 2005:  LL gegn íslenska ríkinu vegna stofnanasamnings

 

KÆRUNEFND JAFNRÉTTISMÁLA:

Kærunefnd jafnréttismála er rekin undir velferðarráðuneytinu.  Upplýsingar um nefndina er hægt að finna á vef velferðarráðuneytisins.

Eyðublað vegna kvörtunar til nefndarinnar er hægt að nálgast hér.

  1. Mál nr. 1/2015 frá 12. júní 2015: A gegn innanríkisráðuneytinu vegna setningar þriggja karlmanna í stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá LRH.
  2. Mál nr. 6/2014 frá 28. apríl 2015:A gegn lögreglustjóranum á „B“ vegna setningar tveggja karlmanna í stöður varðstjóra.
  3. Mál nr. 3/2015 frá 14. apríl 2015: A gegn RLS vegna setningar konu í stöðu lögreglufulltrúa við „B“.
  4. Mál nr. 4/2014 frá 20. október 2014: A gegn ríkislögreglustjóra vegna ráðningar í stöðu lögreglufulltrúa.
  5. Mál nr. 12/2004 frá 28. janúar 2005: B og D gegn dómsmálaráðherra vegna skipunar í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns við embætti sýslumannsins í Kópavogi.
  6. Mál nr. 4/1998 frá 21. ágúst 1998: A gegn dómsmálaráðherra vegna ráðningar í stöðu Ríkislögreglustjóra.

 

UMBOÐSMAÐUR ALÞINGIS:

Hér er hægt að nálgast eyðublöð fyrir kvörtun til Umboðsmanns Alþingis.

Vakin er athygli á því að kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þarf að berast undirrituð af þeim sem ber kvörtunina fram eða þeim sem til þess hefur fengið undirritað umboð sem þá þarf einnig að fylgja kvörtuninni.

  1. Mál nr. 8898/2016 frá 24. mars 2017: A vegna ráðningar lögreglustjórans á Suðurnesjum á ófaglærðum einstaklingum til starfa í lögreglu o.fl.
  2. Mál nr. 8945/2016 frá 10. október 2016: A vegna ákvörðunar lögreglustjórans X um ráðningu löglærðs fulltrúa – Auglýsingaskylda.
  3. Mál nr. 8699/2015 frá 25. júlí 2016: A vegna ákvörðunar lögreglustjórans X um ráðningu löglærðs fulltrúa – Andmælaréttur – Aðgangur að gögnum og upplýsingum.
  4. Mál nr. 6649/2011 frá 28. júní 2013: A vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um veitingu sumarstarfs hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
  5. Mál nr. 6560/2011 frá 1. mars 2013: A vegna ákvörðunar Sérstaks Saksóknara um veitingu starfa hjá embættinu árin 2010 og 2011.
  6. Mál nr. 6265/2011 frá 11. október 2012: A vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um lausn frá störfum af heilsufarsástæðum.
  7. Mál nr. 6276/2011 frá 18. júní 2012: A vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um skipanir C og D í embætti lögreglumanna við embætti lögreglustjórans á Akureyri.
  8. Mál nr. 6137/2010 frá 18. júní 2012: A vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um setningu í stöðu lögreglumanns í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
  9. Mál nr. 5124/2007 og 5196/2007 frá 10. desember 2008: A og B vegna ákvarðana Ríkislögreglustjóra um skipun í störf innan lögreglu.
  10. Mál nr. 4866/2006 frá 18. nóvember 2008: A vegna flutnings lögreglumanns í stöðu deildarstjóra innheimtudeildar sýslumannsins á Blönduósi.
  11. Mál nr. 4699/2006 frá 28. janúar 2008: A vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um að skipa Y í stöðu lögregluvarðstjóra við embætti sýslumannsins á X.
  12. Mál nr. 4601/2005 frá 31. október 2006: A vegna ákvörðurnar dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að víkja honum að fullu úr starfi aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti Ríkislögreglustjóra.
  13. Mál nr. 4249/2004 frá 6. júní 2005: A vegna setningar 13 lögreglumanna í störf hjá lögreglunni í Reykjavík en A var meðal umsækjenda.
  14. Mál nr. 4291/2004 frá 6. júní 2005: A vegna setningar 10 lögreglumanna í störf hjá lögreglunni í Reykjavík en A var meðal umsækjenda.
  15. Mál nr. 3667/2002 frá 11. maí 2003: A vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um að setja B í starf lögreglufulltrúa við efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra.
  16. Mál nr. 2696/1999 frá 31. júlí 2000: A vegna veitinga á starfi lögreglufulltrúa við fíkniefnastofu við embætti Ríkislögreglustjóra.
  17. Mál nr. 2569/1998 frá 27. júní 2000: A vegna ráðninga til sumarafleysinga hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli.
  18. Mál nr. 2699/1999 frá 2. nóvember 1999: A vegna setningar í stöðu lögreglufulltrúa hjá embætti Ríkislögreglustjóra.
  19. Mál nr. 2666/1999 frá 28. maí 1999: A vegna tilflutnings í starfi rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglustjóranum í Reykjavík.
  20. Mál nr. 2127/1997 frá 31. október 1998: A vegna ákvörðunar dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að víkja honum að fullu úr embætti lögreglumanns.
  21. Mál nr. 2465/1998 frá 3. júní 1998: A vegna ákvörðunar valnefndar Lögregluskóla ríkisins um að hafna honum um skólavist.
  22. Mál nr. 1448/1995 frá 21. júní 1996: A vegna flutnings úr starfi yfirlögregluþjóns við embætti sýslumannsins í X í stöðu varðstjóra við embætti sýslumannsins í Y.
  23. Mál nr. 1310/1994 frá 15. mars 1996: Sex aðilar vegna veitingar stöðu yfirlögregluþjóns við embætti sýslumannsins í Hafnarfirði.
  24. Mál nr. 1320/1994 frá 2. febrúar 1996: Umboðsmaður Alþingis að eigin frumkvæði.  Athugun á framkvæmd Stjórnarráðs Íslands um auglýsingar á lausum stöðum ríkisstarfsmanna.
  25. Mál nr. 1263/1994 frá 22. ágúst 1995: Lögreglumaður A vegna áminningar sýslumannsins í X.
  26. Mál nr. 528/1991 frá 11. mars 1993: LL vegna hæfisskilyrða til ráðningar í störf lögreglumanna.
  27. Mál nr. 707/1992 frá 8. febrúar 1993: Lögreglumaður A í starfsnámi vegna ákvörðunar um að starfssamningur hans hefði ekki verið endurnýjaður.

Til baka