Um LL

Landssamband lögreglumanna (LL) var stofnað 1. desember 1968.

Þann 1. janúar 2021 var fjöldi fullgildra félagsmanna í kringum 700.

Stjórn LL samanstendur af 16 fulltrúum, kosnum til þriggja ára í senn.

Formaður er kjörinn í allsherjarkosningu félagsmanna en aðrir fulltrúar í stjórn eru kjörnir í kosningu á hverju landssvæði fyrir sig.

Innan stjórnar starfar framkvæmdastjórn sem samanstendur af formanni auk þriggja annarra stjórnarmanna (varaformanni, gjaldkera og ritara).  Framkvæmdastjórn ber ábyrgð á daglegum rekstri LL.

Á skrifstofu LL starfa framkvæmdastjóri og skrifstofustjóri.

Til baka