Ráðningarsamningur
Atvinnurekendum er skylt að gera skriflega ráðningarsamninga við starfsfólk sitt. Laun og önnur starfskjör sem samið er um samkvæmt kjarasamningi eru lágmarkskjör starfsfólks. Samningar milli atvinnurekanda og starfsmanna um lakari kjör en kjarasamningur kveður á um eru því ávallt ógildir. Hér að neðan er fjallað ítarlega um þessa skyldu og þær reglur sem gilda um efni ráðningarsamninga.
Hér er eyðublað fyrir ráðningarsamning
Starfsmenn ríkisins:
Í 42. gr. starfsmannalaga segir að gerður skuli skriflegur ráðningarsamningur milli forstöðumanns stofnunar og starfsmanns þar sem meðal annars komi fram ráðningarkjör. Starfsmaður skal fá upplýsingar um skipunar- eða ráðningarkjör þegar honum er veitt staða hjá ríkinu. Í reglugerð 351/1996 er nánar kveðið á um framkvæmd þessa en reglugerðin gildir um aðra starfsmenn ríkisins en embættismenn.
Í 2. gr. reglugerðarinnar er fjallað um lágmarksákvæði um ráðningarkjör. Þar segir að skriflegur ráðningarsamningur skuli gerður við starfsmann við upphaf ráðningar. Í honum þarf a.m.k. eftirfarandi koma fram:
- Deili á aðilum.
a) Nafn, heimilisfang og kennitala stofnunar.
b) Nafn, heimilisfang og kennitala starfsmanns. - Vinnustaður. Sé ekki um fastan vinnustað að ræða, eða stað þar sem vinnan fer jafnaðarlega fram, skal koma fram að starfsmaður sé ráðinn á mismunandi vinnustöðum og skulu þeir þá tilgreindir sérstaklega.
- Eðli starfs: Starfsheiti skv. kjarasamningi og tegund starfs sem starfsmaður er ráðinn í eða stutt útlistun eða lýsing á starfinu.
- Vinnutímaskipulag, þ.e. dagvinna, vaktavinna eða annað fyrirkomulag og þá hvers konar. Starfshlutfall og dagleg og/eða mánaðarleg vinnuskylda.
- Ráðning, þ.e. hvort ráðning er ótímabundin eða tímabundin.
- Upphafsdagur ráðningar.
- Starfslokadagur ef ráðning er tímabundin.
- Lífeyrissjóður.
- Stéttarfélag.
- Mánaðarlaun, t.d. með tilvísun til launataxta og aðrar greiðslur.
- Greiðslutímabil launa.
- Orlofsréttur.
- Uppsagnarfrestur af hálfu vinnuveitanda og starfsmanns.
- Réttur til launa í barnsburðarleyfi.
- Réttur til launa í veikindum.
Upplýsingar skv. 11.- 15. tl. er heimilt veita með tilvísun til laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða kjarasamninga.
Nánar má lesa um ráðningarsamninga á vef BSRB