SALEK

Heildarsamtök aðila á vinnumarkaði (ASÍ, BSRB, BHM, KÍ, Samband sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Samtök atvinnulífsins (SA)) hafa haft með sér, allt frá árinu 2013, formlegt SAmstarf um Launaupplýsingar og Efnahagsforsendur Kjarasamninga, svokallað SALEK samstarf en SALEK skammstöfun fyrir feitletruðu stafina hér á undan.

Heildarsamtökin hafa staðið fyrir útgáfu skýrslna um efnahagsumhverfi og launaþróun ásamt því að hlutast til um skoðun, ásamt skýrslugerð, á samningsumhverfi á hinum Norðurlöndunum og hingaðkomu norsks sérfræðings í þessum efnum, Dr. Steinar Holden, til ráðgjafar vegna mögulegs framtíðarsamningalíkans fyrir íslenskar aðstæður.

Frekari upplýsingar um samstarf þetta, ásamt þeim skýrslum sem minnst er á hér að ofan má finna á vef Ríkissáttasemjara sem og vef ASÍ.

Til baka