Lögreglumaðurinn
2. tbl. 2022
Opna1. tbl. 2022
Opna2. tbl. 2021
Opna1. tbl. 2021
Opna1. tbl. 2020
Opna2. tbl. 2017
Opna1. tbl. 2017
Opna2. tbl. 2016
Opna1. tbl. 2016
Opna3. tbl. 2015
Opna2.tbl. 2015
Opna1. tbl. 2015
Opna3. tbl. 2014
Opna1. tbl. 2014
Opna3. tbl. 2013
Opna2. tbl. 2013
Opna1. tbl. 2013
Opna3. tbl. 2012
Opna2. tbl. 2012
Opna1. tbl 2012
Opna3. tbl 2011
Opna2. tbl 2011
Opna1. tbl 2011
Opna2. tbl. 2010
Opna1. tbl 2010
Opna3. tbl. 2009
Opna2. tbl. 2009
Opna1. tbl 2009
Opna3. tbl. 2008
Opna2. tbl. 2008
Opna1. tbl. 2008
Opna3. tbl. 2007
Opna2. tbl. 2007
Opna1. tbl. 2007
Opna3. tbl. 2006
Opna2. tbl. 2006
Opna1. tbl. 2006
Opna3. tbl. 2005
Opna2. tbl. 2005
Opna1. tbl. 2005
Opna3. tbl 2004
Opna2. tbl 2004
Opna1. tbl 2004
OpnaLumar þú á grein eða hugmynd að grein, sem þú telur að gæti átt erindi við lögreglumenn á Íslandi? Ef svo er hafðu þá samband við ritstjóra Landssambands lögreglumanna á netfangið baldur@ordaval.is til að fá hana birta.
Lögreglumaðurinn er félagsblað Landssambands lögreglumanna og fjallar um stéttar- og starfsmálefni lögreglumanna. Blaðið er gefið út þrisvar sinnum á ári og er dreift til allra lögreglumanna á landinu, ráðherra í ríkisstjórn Íslands, alþingismanna auk auglýsenda og styrktaraðila blaðsins. Hvert tölublað er prentað í yfir 2.000 eintökum (upplýsingar vegna ársins 2010).
Landssambönd lögreglumanna á hinum Norðurlöndunum gefa einnig út samskonar blöð og Lögreglumanninn en útgáfa þeirra er mun þéttari (upp í eitt blað í hverjum mánuði), sem helgast af stærð systursamtaka okkar.
-
Blað danska landssambandsins er hægt að nálgast hér.
-
Blað norska landssambandsins er hægt að nálgast hér.
-
Blað sænska landssambandsins er hægt að nálgast hér.
-
Blað finnska landssambandsins er hægt að nálgast hér.
Lögreglumaðurinn kom fyrst út, undir þessu heiti, árið 1981 og hefur nafnið haldist óbreytt til dagsins í dag. Fyrstu þrjú árin kom aðeins út eitt tölublað árlega. Útgáfa blaðsins lá niðri, einhverra hluta vegna, frá árinu 1984 – 1988. Árið 1988, á 20 ára afmæli LL kom út eitt tölublað undir heitinu Landssamband lögreglumanna 20 ára 1968 – 1988: afmælisrit. Á árinu 1989 komu út tvö tölublöð af Lögreglumanninum en frá árinu 1990 hafa verið gefin út þrjú tölublöð árlega af Lögreglumanninum. Á árinu 2010 komu, af ófyrirsjáanlegum ástæðum (skortur á efni til birtingar) einungis út tvö eintök af Lögreglumanninum Í tilefni lögregludagsins, árið 2003, var einnig gefið út aukablað þ.a. tölublöðin voru fjögur það árið. Frá árinu 2004 hefur einnig verið, auk prentaða eintaks blaðsins, hægt að nálgast það á rafrænu formi á heimasíðu LL.
Fertugsafmælis LL, árið 2008, var minnst sérstaklega með afmælisáminningu við merki landssambandsins á þeim þremur tölublöðum er komu út það ár auk ljósmyndar, af fyrstu stjórn LL, á forsíðu síðasta tölublaðs afmælisársins.
Að meginstofni til hefur efni blaðsins byggst upp, í gegnum tíðina, af greinaskrifum lögreglumanna. Öllum þeim fjölmörgu höfundum efnis í blaðinu eru færðar miklar þakkir fyrir sitt framlag, til þekkingardreifingar, með skrifum þeirra í Lögreglumanninn.
Því miður hefur ekki verið til efnisskrá yfir þær greinar sem ritaðar hafa verið í Lögreglumanninn en í september 2010 kom út BA ritgerð Huldu Guðrúnar Bjarnadóttur í bókasafns- og upplýsingafræðum við félagsvísindadeild Háskóla Íslands þar sem hægt er að finna lyklaðar bókfræðifærslur allra eintaka Lögreglumannsins á árunum 1981 – 1992. Ritgerð þessi er ómetanlegt áhald, fyrir Landssamband lögreglumanna, í þeim tilgangi að halda utan um efni blaðsins og eru Huldu Guðrúnu færðar miklar þakkir fyrir að velja sér þetta viðfangsefni til BA ritgerðar sinnar en við vinnslu ritgerðarinnar naut hún, að sjálfsögðu, ómetanlegrar og óeigingjarnar aðstoðar Stefaníu Vigfúsdóttur, skrifstofustjóra LL.
Hægt er að nálgast ritgerð Huldu Guðrúnar hér.