Fréttir

Stofnun ársins 2008

17 maí. 2008

Í nýkynntri könnun SFR, yfir stofnanir ársins, kemur fram að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er í 91 sæti – af 100 – yfir stofnanir ársins 2008. Í könnuninni árið 2007 var embættið í 86 sæti. Það hefur því fallið um fimm sæti á milli ára.

Einungis eitt embætti lögreglustjóra/sýslumanns er neðar á listanum en það er sýslumaðurinn á Akureyri, í 95 sæti.

Fyrir sameiningu embættanna þriggja, á höfuðborgarsvæðinu, var staðan þannig að lögreglustjórinn í Reykjavík var í 67 sæti, sýslumaðurinn í Kópavogi var í 34 sæti og sýslumaðurinn í Hafnarfirði var í 62 sæti (könnun ársins 2006). Fallið er því gríðarlegt, ef miðað er við besta árangur embættanna fyrir sameinginu, eða samtals um 57 sæti.

Það embætti lögreglustjóra/sýslumanns, sem hæst kemst í könnuninni er embætti lögreglustjórans á Hvolsvelli en það embætti er í 7 sæti í könnuninni.

Það lykilembætti lögreglustjóra sem hæst kemst er embættið á Vestfjörðum í 38 sæti.

Sýslumaður Snæfellinga er hástökkvari ársins en embættið bætti sig um heil 68 sæti á milli ára – er nú í 28 sæti – sem hlýtur að teljast stórkostlegur árangur!

Hægt er að lesa nánar um könnunina – og einnig sjá eldri kannanir fyrir þá sem vilja skoða stöðu síns embættis – á heimasíðu SFR www.sfr.is

 

Til baka