Fréttir

Hæstiréttur sjálfum sér líkur

16 jún. 2008

Þann 6. júní gekk dómur í hæstarétti vegna máls þar sem lögreglumaður hafði verið sleginn í andlitið með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði. 

Lögreglumenn höfðu væntingar vegna þessa máls þar sem mönnum fannst á héraðsdómi að loksins ætti að taka það skref sem löggjafinn hefur óskað eftir þ.e.a.s. að herða refsingar við brotum gegn valdstjórninni.

En Hæstiréttur er sjálfum sér líkur og mildar dóminn all verulega og virðist í leiðinni segja að ef þú skilur ekki lögreglumann þá er í lagi að berja hann.

Ég hvet ykkur til að lesa dóminn sem þið getið nálgast á vef hæstaréttar.

Ég held að við þurfum að fara að spyrja okkur að því hvort dómarar séu rétt skipaðir hér á landi.  Væri kannski réttara að velja þá með kosningum eins og þekkist á sumum stöðum.  Það tryggir alla vega að þeir komast ekki upp með það endalaust að dæma í allt aðra átt en almenn viðhorf segja til um.

Það er þjóðfélagið sem við byggjum sem á að segja til um það hvernig refsingar við viljum, ekki fáir útvaldir menn í glerturni. 

Ef framkvæmdavaldið fær ekki frið til starfans og er ekki varið nægjanlega með lögum mun ekki verða friður í þjóðfélaginu.

Lögreglufélag Austurlands fordæmir þennan dóm hæstaréttar.

Til baka