Fréttir

Hjúkrunarfræðingar semja.

10 júl. 2008

Hjúkrunarfræðingar hafa náð samningum við ríkið og þar með er afstýrt yfirvinnubanni, sem annars hefði átt að hefjast kl. 16:00 í dag.

Á bls. 2. í Morgunblaðinu í dag, 10. júlí, kemur fram að samninganefnd hjúkrunarfræðinga sé sátt við það samkomulag sem náðist í kjaraviðræðunum.  Þar er m.a. haft eftir Elsu Friðfinnsdóttur, formanni FÍH, að það meginmarkmið hafi náðst að menntun og dagvinna hjúkrunarfræðinga yrði metin að verðleikum þ.a. að vægi yfirvinnu minnkaði.  Þá segir hún, í viðtali við Morgunblaðið “Við náðum verulegri hækkun á dagvinnulaunum, semjum um grunninn 20.300 kr. á töflum en náðum síðan til viðbótar verulegri prósentuhækkun á töfluna.” 

Að öðru leyti taka samningarnir til lækkunar yfirvinnuprósentu, breytinga á vaktskrá og breytinga á réttindum hjúkrunarfræðinga 55 ára og eldri.

Til baka