Fréttir

„Fjárskortur setur árangurinn í uppnám“

1 sep. 2008

Vegna fréttar, sem birtist á bls. 2 í Fréttablaðinu, fimmtudaginn 28. ágúst s.l, þar sem m.a. var rætt við Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra á Selfossi og Stefán Eiríksson lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, vegna upplýsinga um að uppsagnir væru yfirvofandi í lögreglu vegna bágrar fjárhagsstöðu embættanna hafði formaður LL samband við blaðamann Fréttablaðsins.  Frétt, með viðtali við formann LL birtist í blaðinu föstudaginn 29 ágúst s.l. á bls. 11. 

Samskonar frétt mátti sjá á baksíðu Skessuhorns, sem gefið er út í Borgarnesi, miðvikudaginn 20 ágúst, vegna lögreglustjóraembættisins á Vesturlandi en Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður í Borgarnesi, segir í viðtali við fréttamann Skessuhorns að hann þurfi, að öllu óbreyttu, líklega að fækka lögreglumönnum og einnig að fækka bílum til að ná endum saman í rekstri embættisins.

Til fróðleiks má svo geta þess hér að í viðauka C – mannaflaþörf – við skýrslu um mat á breytingum á nýskipan lögreglu, bls. 67 – 68, sem gefin var út af dómsmálaráðuneytinu, segir um mannaflaþörf LRH að búast megi við því m.v. fjárveitingar fyrir árið 2008 að stöðum fækki um 14 og heildarfjöldi lögreglumanna við embættið verði því 315 en þeir voru, við stofnun þess 339.  Skýrsluna má lesa á vef dóms- og kirkjumálaráðuneytisins hér.

Fréttina í Fréttablaðinu frá föstudeginum má lesa hér.   

Fréttina í Fréttablaðinu frá fimmtudeginum má lesa hér.

Til baka