Fréttir

Í fangelsi fyrir árás á lögreglumann

3 sep. 2008

Í frétt á mbl.is í dag segir frá því að héraðsdómur Reykjavíkur hafi í dag dæmt karlmann, sem réðist á lögreglumann við Kirkjusand í Reykjavík í vor, í 6 mánaða fangelsi þar af fjóra mánuði skilorðsbundna.

Árásin átti sér staði í kjölfar mótmælaaðgerða vörubifreiðastjóra við Rauðavatn.

Verið er að skoða dómaframkvæmd vegna árása á lögreglumenn og munu niðurstöður þeirrar skoðunar verða birtar á heimasíðu LL innan skamms.

Fréttina á mbl.is má lesa hér.

Til baka