Fréttir

Þrjár ákærur vegna líkamsárása á lögreglumenn við skyldustörf.

3 sep. 2008

Í frétt á bls. 2. í Fréttablaðinu í dag, miðvikudaginn 3. september, kemur fram að ríkissaksóknari hafi gefið út þrjár ákærur vegna grófra líkamsárása á lögreglumenn við skyldustörf.

Ákæra var gefin út á hendur rúmlega þrítugum Hafnfirðingi fyrir að sparka í sköflung lögreglumanns sem við það hlaut nokkra áverka.

Sami Hafnfirðingur var einnig ákærður fyrir að sparka í klof annars lögreglumanns

Þá var þriðji Hafnfirðingurinn, á fimmtugsaldri, ákærður fyrir að hafa rifið í hár lögreglukonu, stungið fingrum upp í munn hennar, klórað hana í tannholdið og slegið hana með krepptum hnefa í vinstri kjálka.  Við þetta hlaut lögreglukonan opið sár á vör go í munnholi, sem sauma þurfti með nokkrum sporum auk eymsla hægra megin í kjálka og kjálkalið.

Fréttina í Fréttablaðinu má lesa hér.

Til baka