Fréttir

Formaður LL flytur erindi á aðalfundi lögreglustjórafélags Íslands

5 sep. 2008

Formaður og framkvæmdastjóri LL, sátu fyrri fundardag, aðalfundar lögreglustjórafélags Íslands, sem haldinn var 3. og 4. september að Hótel Hellissandi á Snæfellsnesi.

Á fundinum flutti formaður LL erindi um starfsanda í lögreglu en þema fyrri hluta dagsins var einmitt um þetta mikilvæga málefni.  Dagskrárliðnum var stjórnað af Gylfa Dalmann Aðalsteinssyni, dósent við Háskóla Íslands.  Þá flutti Gylfi Dalmann einmitt opnunarerindi um starfsanda og mannauðsstjórnun undir þessum lið.

Afar gagnlegar og áhugaverðar umræður spunnust svo um þennan lið í lok erindanna á milli lögreglustjóranna og formanns LL.

Til baka