Fréttir

Málefni útlendingaeftirlits hjá lögreglu

8 sep. 2008

Á bls. 12. í Fréttablaðinu, þriðjudaginn 2. september s.l. er umfjöllun um málefni útlendingaeftirlits hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Í fréttinni kemur skýrt fram óánægja lögreglumanna með það hvernig staðið hefur verið að þessum málum í kjölfar sameiningar embættanna þriggja á höfuðborgarsvæðinu. 

Þar er vitnað í formann LL, sem kannast við það að almennrar óánægju gæti innan lögreglunnar með þróunina í málefnum útlendinga. 

Þá er einnig vitnað í orð Geir Jóns Þórissonar og Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóna, sem báðir segja þessi mál í góðum farvegi.

Hægt er að lesa fréttina hér.

Til baka