Fréttir

Enn um ofbeldi gegn lögreglumönnum

9 sep. 2008

Á bls. 9, í Morgunblaðinu í dag, þriðjudaginn 9. september er ítarleg fréttaskýring á ofbeldi gegn lögreglumönnum við skyldustörf. 

Í fréttaskýringunni eru m.a. birtar tölur frá Ríkislögreglustjóranum sem sýna að ofbeldi gegn lögreglu hefur verið að aukast og einnig að það hafi aukist frá því að viðbótin við 106. gr. almennra hegningarlaga kom til framkvæmda á liðnu ári.  Það er því hægt – þó kannski sé það eilítið of snemmt á þessum tímapunkti – að segja að þessi aukna refsiheimild og réttarvernd, sem felst í viðbótinni við 106. gr. hafi ekki verið að skila sér í varnaðaráhrifum dómaframkvæmda eins og vonir stóðu til.

Það er einnig kristaltært, og sést við lestur greinarinnar, að dómsmálaráðherra hefur verið að gera mjög góða hluti til eflingar réttarverndar lögreglumanna og að vilji ráðuneytisins stendur enn til þess sama.

 

Til baka