Fréttir

Þing LL 2006 – Fundargerð

13 okt. 2008

Fundargerð

27. Landsþings Landssambands lögreglumanna

Haldið í Munaðarnesi 2. – 3. maí 2006

 

Þriðjudagurinn 2.maí

 

Setning þings

Sveinn Ingiberg Jónsson, formaður LL, setti 27. landsþing LL.

 

Guðmundir Fylkisson, formaður kjörbréfanefndar, stýrði nafnakalli þingfulltrúa og lagði fram kjörbréf (Þingskjal 1). Lögreglufélag Suðurnesja og Lögreglufélag Vesturlands sendu ekki fulltrúa á þingið.

 

Eftirfarandi fulltrúar mættu ekki og taka varamenn sæti þeirra á þingi.

Frá Lögreglufélagi Kópavogs: Jónatan Guðbrandsson. Páll Á Jónsson kom í hans stað.

Frá Lögreglufélagi Norðvesturlands: Gunnar S.I. Sigurðsson. Björn Steinn Sveinsson kom í hans stað.

Frá Lögreglufélagi Reykjavíkur: Eiríkur Hreinn Helgason og Óskar Gunnar Óskarsson. Dóra Kristinsdóttir og Ívar Ísak Guðjónsson komu í þeirra stað.

Frá Lögreglufélagi Þingeyinga, Skarphéðinn Aðalsteinsson. Aðalsteinn Júlíusson kom í hans stað.

 

Aðrir kjörnir fulltrúar sitja þingið.

 

Sem áheyrnarfulltrúar með tillögurétt sátu þingið:

Geir Jón Þórisson frá Félagi yfirlögregluþjóna,

Þórir Steingrímsson frá Félagi íslenskra rannsóknarlögreglumanna og

Magnús Einarsson og Guðlaug Sverrisdóttir frá lífeyrisþegadeild.

 

Athugasemd kom frá Lofti Guðna Kristjánssyni um að í kjörbréfi ættu þingfulltrúar að vera tilnefndir eftir viðkomandi svæðisdeild en ekki lögreglufélögum.

 

Sveinn Ingiberg Magnússon setti fram tillögu um að Óskar Bjartmarz yrði þingforseti. Það samþykkt einróma.

 

Þingorseti tilnefndi eftirfarandi sem starfsmenn þingsins:

Varaforseti: Magnús Einarsson

Ritari: Frímann B Baldursson

Vararitari: Jónas H Ottósson

Ekki komu fram fleiri tilnefningar og voru þeir því sjálfkjörnir.

 

Þingforseti tilnefndi þá Óskar Sigurpálsson, Jón Svanberg Hjartarson og Jónatan Guðnason í nefndanefnd. Engar fleiri tilnefningar bárust og þeir því sjálfkjörnir. Óskar Sigurpálsson var formaður nefndarinnar (Þingskjal 2).

 

Kl. 10:45 gerði þingforseti hlé á störfum þingsins og bað nefndanefnd að hefja störf.

 

 

 

 

 

Óskar Sigurpálsson, formaður nefndanefndar, kynnti niðurstöðu nefndarinnar. Þeir sem fyrstir koma í upptalningu urðu formenn viðkomandi nefndar.

 

Laganefnd:

Hermann Karlsson, Aðalbergur Sveinsson og Sigurður Sigurbjörnsson

Uppstillingarnefnd:

Þórhallur Árnason, Jónas Helgason og Páll Jónsson

Allsherjarnefnd:

Guðmundur Fylkisson, Dóra Kristinsdóttir og Sigurður G. Sverrisson

Fjárhagsnefnd:

Sigurbjörn Jónsson, Aðalsteinn Júlíusson og Jens Gunnarsson

Starfskjaranefnd:

Guðlaugur Einarsson, Jóhannes Sigfússon og Tryggvi Ólafsson

 

Ekki komu fram fleiri tilnefningar í nefndir og voru ofangreindir sjálfkjörnir (Þingskjal 3).

 

Skýrsla stjórnar (þingskjal 4)

Sveinn Ingiberg Magnússon kynnti skýrslu stjórnar og gat um helstu atriði hennar.

 

Nýr framkvæmdastjóri hefur tekið til starfa eftir síðasta þing. Grétar Jónasson lét af störfum og kom Páll Egill Winkel í hans stað. Formannsskipti hafa einnig átt sér stað en Óskar Bjartmarz lét af formennsku og SIM kom í hans stað.

 

Kjarasamningurinn. Stjórn LL fór á fundi með aðildarfélögum til þess að fá einhverjar tillögur frá félagsmönnum varðandi kjarasamningana. Dræm viðbrögð lögreglumanna.

 

Kjarastefna – Formannafundur.  Á formannafundi LL kynntu fulltrúar LL stefnu LL í kjarasamningnum.

 

Kjarasamningurinn samþykktur og tók gildi 01. maí 2005. Í fyrsta skipti er til nýr kjarasamningur hjá starfsstétt áður en sá eldri er runnin úr gildi. Meðaltals hækkun á samningstímanum  er 19,32 %.

Breytinga á launatöflu 1. maí 2006.

 

Stofnanasamningur – samstarfsnefnd.

Sérstök verkefni stjórnar voru m.a. sveiganlegur vinnutími hjá lögreglumönnum á Selfossi þar sem reynt var að koma á “Timecare” kerfi. Sú áætlun rann út í sandinn þar sem  kerfið stóðst ekki væntingar.

 

Kærur á hendur lögreglumönnum. Engar leiðbeinandi reglur varðandi þegar embætti hefur frumkvæði að rannsókn á kæru hendur lögreglumanni sem embættið telur að hafi brotið af sér í starfi. Fundað hefur verið með Ríkissaksóknara og Lögreglustjóranum í Reykjavík. Engin niðurstaða. Dómsmálaráðuneytið vill ekki gefa út leiðbeinandi reglur. Reykjavík með innra eftirlit. Þarf að finna þessum málum farveg.

 

Helstu verkefni stjórnar LL.

Ímyndarvinna LL. Um mitt síðasta ár var ákveðið að hefja markvissa vinnu í að bæta ímynd lögreglumanna og kynna starfsemi LL.  Ákveðið var að taka virkan þátt í umræðu um málefni lögreglunnar. M.a. var farið út í kynningar í fréttaþættinum Kastljós og gafst sú kynning mjög vel. Þá hefur PEW, framkvæmdastjóri, tekið þátt í fréttaflutningi á málefnum lögreglumanna. Fram kom að ímynd lögreglunnar hefur batnað á milli ára og er nú Háskóli Íslands eina stofnunin sem hefur betri ímynd. Ráðuneyti, þingmenn, og önnur stjórnvöld leita í meira mæli til LL varðandi lagabreytinar og önnur mál er varða lögreglu. Þá hafa fjölmiðlar leitað í meira mæli til LL.

 

LL hefur barist á móti því að öðrum aðilum verði heimilað að fara inn á verksvið lögreglu. Í máli SIM kom fram að einkum tveir hópar séu í þessu tilviki mest áberandi, einkarekin öryggisfyrirtæki og vegagerð sem eru að seilast inn á starfssvið lögreglu. SIM sagði frá því að á norðurlöndunum sé tilhneiging að aðrir aðilar stigi inn á verksvið lögreglu.

 

Vinnuhópur skilaði tillögu um að öryggisverðir megi bera varnarúða, handjárn og bensli og mættu nota árásarhunda. Lögregluskólinn ætti að sjá um menntun þeirra. LL mótmælti þessum tillögum harðlega. Ráðuneyti fullvissaði LL um að ekkert yrði gert í málinu.

 

PEW, framkvæmdastjóri, kynnti afstöðu LL varðandi hugmyndir um að aðrir aðilar en lögregla hafi heimildir til að beita valdi og handtöku.

 

Frumvarp til laga um að starfsmenn vegagerðar fái heimildir til að stöðva og sekta ökutæki og ökumenn. Afstaða LL til lagafrumvarpsins er sú að aðrir aðilar en lögregla eigi ekki að hafa heimild til valdbeitingar.

 

Kl. 12:00 gerir þingforseti hlé til kl. 13:00.

 

SIM heldur áfram með skýrslu stjónar.

 

Meðal annars var rætt um:

Skattgreiningu einkennisfatnaðar.

Starfsstigageglugerð – Aðalvarðstjóra í Hafnarfirði

Samstarf við ýmis félagasamtök, NPF, Eurocop. Töluverður árangur er af þessu samstarfi þar sem sameiginleg hagsmunamál eru mörg. Íslenskir lögreglumenn búa við ágæt launakjör m.v. norræna lögreglumenn og er starfsumhverfi svipað.

 

Orlofsmál.

LL er með tilraunir um að niðurgreiða flugmiða hjá Iceland Express. Einnig er í athugun með að fá orlofshús í Danmörk. Samningur við Edduhótelin og Fosshótel er enn í gildi. Fram kom að Munaðarnes sé dýrt í rekstri, bæði rekstur á húsum og hlutfallgreiðslur miðað við tekjur félaga BSRB. Hugmyndir um að losa eitthvað af þeim húsum sem LL er með í Munaðarnesi og fá orlofshús á öðrum stöðum.

 

Starfsumhverfi lögreglumanna.

PEW kynnti efni og niðurstöðu skýrslu um vinnuumhverfi lögreglumanna. Fram kom hjá PEW að almennt þekkingar- og áhugaleysi einkenni afgreiðslu mála sem varða hótanir eða ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. Refsirammi þessara mála ekki nýttur.

Rangar sakargiftir borgara í garð lögreglu. Flest mál eru uppspuni frá rótum.

Lífeyrisaldur lögreglumanna. LL og dómsmálaráðuneyti sammála um að lækka beri eftirlaunaaldur lögreglumanna. Viðbrögð ráðherra eru góð.

 

Umfjöllun um breytingar á umdæmaskipan.

ME, varaþingforseti, leysir þingforseta af . Óskar Bjartmarz kynnti tillögur sem framkvæmdanefnd kom með um breytt skipulag og eflingu löggæslu í landinu. ÓB var framkvæmdanefndinni. Að lokinni þessari kynningu tók ÓB aftur við störfum þingforseta.

 

Hermann Karlsson fór yfir samstarfið við Eurocop en hann er fulltrúi LL í samstarfinu. Helstu baráttumál Eurocop eru m.a. launakjör lögreglumanna í Rúmeníu og starfsumhverfi í Slóveníu og Lettlandi.

 

Skólanefnd LSR.

HK er fulltrúi LL í skólanefnd. Einn fundur hefur verið haldinn í nefndinni á árunum 2003 – 2005. Uppi eru hugmyndir um að leggja niður skólanefndina í núverandi mynd og setja á stofn einhverskonar fagráð.

 

Fræðslu- og starfsþróunarsjóður lögreglumanna.

HK fór yfir starfssemi sjóðsins. Tekjur sjóðsins um 8 millj. á ári eða 0,25% af heildargreiðslum lögreglumanna til LL. Ein úthlutun hefur farið fram og bárust umsóknir frá 5 embættum. Sjóðurinn styrkir lögreglumenn embætta frá embættum austan Selfoss og norðan og vestan Borgarness.

 

Berglind Eyjólfsdóttir kynnti starfsemi NBNP sem eru samtök lögreglukvenna á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum. Fram kom að LL hefur styrkt þetta samstarf og að án þess styrks hefði þátttakan í samstarfinu ekki verið möguleg.

 

 

Kristinn Sigurðsson kynnti starf nefndar um breytingar á einkennisfatnaði lögreglumanna. Nefndin skilaði skýrslu til lögregluembætta þar sem þeim var gefinn kostur á að gera athugasemdir. Endanlegar tillögur liggja fyrir og verður nýr búningur tekinn í notkun 2007.

Hönnuðir fengnir til samstarfs. Fram kom hjá KS að vel hafi tekist til við hönnun nýs einkennisfatnaðar.

 

Kl. 14:10. gerði þingforseti stutt hlé á þingstörfum.

 

Ársreikningur LL fyrir árin 2004 og 2005 (þingskjal 5) og áætlun fyrir 2006 og 2007 (þingskjal 6) var lögð fram.

SIM formaður og fyrrverandi gjaldkeri LL og PEW kynntu ársreikning LL. Raunverulegur halli ársins 2004 var tæpar 4.6 milljónir kr. Aðhaldsaðgerðir vegna halla skiluðu árangri. M.a. var farið yfir alla útgjaldaliði, leitað nýrra tilboða í alla reglubundna útgjaldaliði og fengust innlánsvextir hækkaðir á nokkrum reikningum.

Niðurstaða ársins 2005 var rekstrarhagnaður upp á um 3 milljónir kr. Útistandandi reikningar eru um 250.000 kr.

Gert er ráð fyrir rekstrarhagnaði upp á 1.390 þús. kr fyrir árið 2006 og 3.550 þús. kr fyrir árið 2007. Þá er fyrirhuguð breyting á framkvæmdastjórn sem felur í sér að fækkað verður um einn fulltrúa. Gert er ráð fyrir 4 millj. kr í kostnað vegna breytinga á Grettisgötu 89 næstu 2 árin.

 

 

 

Orlofsheimilasjóður

SIM fór yfir starfsemi orlofsheimilasjóðs. Endurnýjun á eignum. Orlofsheimilasjóður skilaði rekstarafgangi.

 

Líknar- og hjálparsjóður

Geir Jón Þórisson, formaður sjóðsins fór yfir starfssemi sjóðsins. Hjá GJÞ kom fram að sjóðurinn úthlutaði 12 styrkjum á árinu 2005 alls fyrir 2.027.016 kr. og er sjóðurinn vel stæður.

 

Starfsmenntunarsjóður

Óskar Sigurpálsson, formaður sjóðsins, fór yfir starfsemi hans. Úthlutanir voru 129 árið 2004 en 118 árið 2005. Hækkun var á tekjum sjóðsins á milli áranna 2004 og 2005. Rekatrarafgangur var bæði árin og er sjóðurinn vel stæður.

 

Styrktar- og sjúkrasjóður

SIM, formaður sjóðsins. Úthlutanir sjóðsins voru rúmar 3 milljónir árið 2004 og rúm 1 milljón árið 2005. Tekjur eru langt umfram úthlutanir. Sjóðurinn hefur vaxið og dafnað og er vel settur.

 

Skýrsla Trúnaðarmannanefndar LL

Þórir Steingrímsson, formaður nefndarinnar, fór yfir starfssemi nefndarinnar. Skýrslu nefndarinnar var dreift á þinginu og er hún hluti skýrslu stjórnar.

 

Kl. 14:57  var hlé gert á þingi.

 

Umræður um skýrslu stjórnar.

Pétur Björnsson ræddi um ímynd lögreglunnar. Gerði hann að umtalsefni að rtaust skv. könnunum er  ekki það sama og virðing. PB sagði að í Danmörku sé borin meiri virðing fyrir lögreglumönnum og lagði hann til að LL veiti lögreglumönnum viðurkenningar fyrir störf sín og reyni að búa til hetjuljóma í kringum starfið. PB ræddi einnig um Fræðslu- og starfsþróunarstjóð og gerði að tillögu sinni að sjóðurinn styrki ferðir kennara út á land. Sagði hann ódýrara að senda 1 – 2 leiðbeinendur út á land heldur en heilt lögreglulið til Rvk.

 

Geir Jón Þórisson þakkaði stjórninni fyrir góða skýrslu. Þakkaði hann einnig Páli E Winkel, framkvæmdastjóra, fyrir vasklega framgöngu í þágu lögreglu og telur það stærsta þáttinn í því trausti sem borgarar bera til lögreglu. GJÞ gerði einnig að umræðuefni að slæmt sé að flest þau mál er varða ofbeldi gegn lögreglumönnum endi í ruslakörfunni. Fagnaði hann vakningu lögreglumanna gagnvart þessum málum en telur að harðari viðurlög þurfi og skilvirkari viðbrögð yfirstjórna. GJÞ telur að lögreglumenn þurfi að sýna ákveðna virðingu gagnvart eigin starfi til að aðrir geti borið virðingu fyrir þeim.

GJÞ gerði þá að umtalsefni fjármál LL og telur að félagsgjöld séu vel nýtt og LL skili góðu starfi.

 

Gissur Guðmundsson þakkaði fyrir gott samstarf í stjórn LL. Þakkaði hann Páli E Winkel fyrir góð og vaskleg störf í þágu lögreglumanna. GG ræddi um að lögreglumenn þurfi að standa vörð um eigin rétt og að framkvæmdastjóri LL sé góður málsvari lögreglumanna. Gissur lagði til að við upphaf  hvers landsþings LL eigi að minnast látinna samstarfsmanna.

 

Magnús Einarsson ræddi um vikningu lögreglumanna úr starfi á meðan rannsókn mála er varða brot lögreglumanna í starfi stendur yfir. Kvaðst hann ósáttur við afgreiðslu þessara mála. ME þakkaði stjórn LL fyrir góða skýrslu. ME talaði einnig um að sýna þurfi reisn í starfi til að afla sér virðingar.

 

Jón Svanberg Hjartarson gerði að umræðuefni breytingar í framkvæmdastjórn og stjórn LL. Þakkaði PEW og ÓB vel unnin störf. Talaði hann einnig um árásir og hótanir í garð lögreglumanna. Sagði hann að ólíðandi væri hversu illa sé tekið á þessum málum og nefndi tvo dóma er nýlega féllu í sama héraðsdómi með stuttu millibili. Lögreglumenn séu hluti af vandamálinu þegar þeir sjálfir líti á það sem hluta af starfinu að láta hóta sér og fjölskyldu sinni. Lögmenn hafi sagt að þetta sé herkostnaður. Það geti jú gerst að lögreglumenn slasist við störf sín, starfið sé hættulegt, en lögreglumenn megi aldrei líta svo á að það sé eðlilegt að láta hóta sér eða meiða sig.JSH þakkaði framkvæmdastjóra og framkvæmdastjórn viðsnúning í rekstri LL.

 

Dagný Hjörvarsdóttir þakkaði PEW og stjórn fyrir vel unnin störf. Gerði hún að umtalsefni slök kjör þeirra sem vinna eingöngu dagvinnu í lögreglu. DH ræddi um ofbeldi gagnvart lögreglumönnum og hversu litla vernd lögreglumenn hafa. Vill DH að lögreglumenn fái betri öryggisbúnað í starfi.

 

PEW þakkaði góð orð í sinn garð. PEW vildi láta það koma fram að framkvæmdastjóri vinni ekki einn. Framkvæmdastjóri þarf leyfi framkvæmdastjórnar og samstarfsmanna. Ræddi hann um að til að árangur náist þurfi að vera friður um störf LL og að leggja eigi niður innbyrðis deilur lögreglumanna.

 

Þá tók Þórir Steingrímsson til máls og ræddi um öryggismál lögreglumanna og niðurstöðu starfshóps RLS um málefni lögreglumanna. ÞS benti á að öryggisnefnd eigi að vera til staðar á hverri lögreglustöð. Öryggistrúnaðarmenn eigi að vera á hverjum vinnustað. Öryggisnefnd á að fjalla um og tilkynna öll tilvik til vinnueftirlits en vinnueftirlit geri úttekt á hvaða áhætta fylgi hverju starfi.

 

Þórhallur Árnason ítrekaði að lögreglumenn verði að standa vörð um eigið öryggi. Þakkaði hann ÓB fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu lögreglumanna. ÓB þakkað með lófataki.

 

Jón Svanberg Hjartarson tók undir með ÞS um öryggismál lögreglumanna. JSH benti á að tölur yfir brot gegn lögreglumönnum væru til staðar. Þarna sé um brot á 106. gr. almennra hegningarlaga að ræða og hægt sé að nálgast tölur í LÖKE.

 

Aðalsteinn Júlíusson tók undir sögð orð varðandi hótanir og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. Hvatti hann alla lögreglumenn til að skrifa undantekningarlaust skýrslur um þessi brot.

 

Gissur Guðmundsson ræddi um hótanir gagnvart lögreglumönnum. Nefndi hann mál einstaklins sem hótaði lögreglumönnum í tveimur óskildum tilvikum með stuttu millibili. Ítrekaði hann að lögreglumenn geri ávallt skýrslur um meiðsl í starfi.

 

Guðmundur Óli Pálsson þakkaðí fyrir það sem fram hefur komið á þinginu. Talaði hann um ofbeldi og hótanir gagnvart lögreglumönnum.  Taldi að þessi mál séu vanskráð og að yfirmenn standi ekki nægilega vel við bakið á lögreglumönnum í þessum málaflokki.

 

Þórir Steingrímsson ítrekaði að vinnueftirlit gerir úttekt á áhættu og því sé ekki nægjanlegt að gera lögregluskýrslu á ofbeldi gagnvart lögreglumönnum heldur þurfi einnig að skila skýrslu til vinnueftirlits.

 

Guðjón Garðarsson þakkaði ÓB fyrir vel unnin störf. GG gerði að umræðuefni að lögreglumenn þurfi að sýna óánægju sína á réttum vettvangi. Ræddi hann um virðingu og segir að framkoma lögreglumanna sé það sem hafi mest áhrif á hversu mikla virðingu þeir hljóti frá borgurum.

 

Þingforseti lokaði mælendaskrá og bar skýrslu stjórnar og reikninga sjóða undir atkvæði. Hvoru tveggja samþykkt einróma.

 

Þingforseti gerði hlé til að undirbúa mætti sýningu á nýjum fatnaði lögreglumanna.

 

Geir Jón Þórisson skýrði út og stjórnaði sýningu á væntanlegum nýjum fatnaði lögreglumanna við góðar undirtektir þingheims.

 

Tillögur lagðar fyrir þingið.

Lagðar voru fram tillögur sem bárust höfðu, þar á meðal tillögur um lagabreytingar.

 

Hermann Karlsson las upp tillögu frá stjórn LL um breytingu á 4. mgr. 21. gr. laga LL.

 

Breytingartillagan er svohljóðandi:

“Stjórnin skiptir með sér verkum og kýs í hlutverk varaformanns, ritara og gjaldkera. Heimilt er að sami aðili sinni tveimur hlutverkum, Framkvæmdastjórn skipa formaður og tveir stjórnarmenn sem kosnir eru af stjórninni.” (Þingskjal 11).

 

HK las upp tillögu  frá stjórn LL um bráðabirgðaákvæði við 31. gr. laga LL.

 

Tillagan er svohljóðandi:

“Heimilt er að breyta lögum LL á aukaþingi á tímabilinu 2006 – 2007. 13. gr. laga LL gildir um boðun aukaþings og kynningu þingmála.” (Þingskjal 12)

 

HK las upp tillögu sína um breytingu á þingsköpum LL með tilliti til breytinga á lögum LL frá síðasta þingi. Í tillögunni bendir hann á að í núgildandi þingsköpum séu m.a. tilvísanir í lög LL sem ekki eru réttar. Nefnir hann helst greinar 15, 17 og 21. (Þingskjal 13).

 

Tillagan er svohljóðandi:

“Hér með legg ég til að laganefnd verði falið að yfirfara þingsköp LL með tilliti til breytingu á lögum LL frá síðasta þingi.”

 

Jóhannes Sigfússon flutti tillögur sínar um breytingar á lögum LL. (Þingskjal 14).

 

Tillögurnar eru svohljóðandi:

1: “Samninganefnd lögreglumanna beiti sér fyrir því í næstu kjarasamningum að greitt sé vaktarálaf ofan á aukavinnu.”

 

2: “Samninganefnd lögreglumanna beiti sér fyrir því að í næstu kjarasamningum að fyrir hvert ár sem lögreglumaður hefur unnið í vaktavinnu á sólahringsvöktum, styttist lífeyrisaldur hans um 1 mánuð.”

 

Umræður um tillögur

Benedikt Lund fjallði um tillögur JS og sagði margreynt að fá vaktaálag á aukavinnu. BL vakti athygli á slökum kjörum rannsóknarlögreglumanna í dagvinnu og beindi því að starfskjaranefnd að vinna að breyttum kjörum dagvinnumanna.

 

Geir Jón Þórisson kvað tillögu JS vera góðar. Gerði hann að umræðuefni rannsóknardeildir og telur að menn, sem hafa unnið í ákveðinn tíma í vaktavinnu og öðlast hafa mikla reynslu, sé gefinn kostur á vinnu í rannsóknardeildum á dagvinnu en haldi vaktaálagi.

 

Óskar Sigurpálsson spurði hvað það sé í vinnuumhverfi lögreglumanna sem geri það að verkum að rannsóknarlögregumenn þufi að vinna í dagvinnu. Telur hann fulla þörf á að rannsóknarlögreglumenn vinni í einhverskonar vaktavinnu.

 

Heiðar Bjarndal Jónsson gerði athugasemd við að engir peningar séu ætlaðir til launabaráttu. Sagði hann að stökk lögreglumanna við að hætta í vaktavinnu og fara yfir í dagvinnu sé stórt stökk niðurávið.

 

Þórhallur Árnason sagði að það geti reynst hættulegt að draga menn í dilka eftir því á hvaða tíma sólarhrings þeir vinna.

 

Guðmundur Fylkisson hvatti menn til að hætta að draga hvorn annan niður. Sagði hann að menn ættu ekki að reyna fá betri kjör á kostnað annarra heldur einbeitu sér að bættum kjörum fyrir heildina.

 

JS sagði tillögur sínar settar fram til að bæta kjör vegna þeirra fórna í lífaldri sem lögreglumenn færa.

 

Gissur Guðmundsson kvað að þær skipulagsbreytingar sem framundan eru séu tækifæri til að flýta starfslokum þeirra sem stutt eiga eftir í starfi og það vilja. GG ræddi um álag í starfi sem rannsóknarlögreglumaður. Vill hann að menn eigi möguleika á því að geta fært sig til í starfi og nýta þá hæfileika sem þeir hafa. Beindi hann því til starfskjaranefndar að hún vinni að lækkun starfsaldurs og lífeyrisaldurs enn frekar.

 

Páll Jónsson tók undir orð GG og lagði áherslu á lífeyrismál. Sagði hann að lögreglumenn verði aldrei launaháir og að leggja þurfi áherslu á að menn geti hætt fyrr.

 

Guðmundur Óli Pálsson tók undir tillögur JS. Sagðist hann vilja áhættuþóknun á hvern unnin klukkutíma. Menn séu bitnir af mönnum og hundum.

 

Benedikt Lund lagði áherslu á að lögreglumenn vinni sem ein heild en skiptist ekki í yfirmenn og undirmenn. Sagði BL að stress í starfi sé hættulegt og yfirmenn séu til jafns á við aðra lögreglumenn hvað það varðar.

 

Magnús Einarsson tók við störfum  þingforseta.

 

Óskar Bjartmarz ræddi um tillögur JS og sagði að það væri grundvallaratriði að menn komi með sínar tillögur til þings, hversu góðar eða betri þær eru. ÓB áréttaði að lögreglumenn væru ein heild hvort sem þeir eru yfir- eða undirmenn. Áréttaði hann að menn ættu að styðja við betri kjör annarra og reynai síðan að ná bættum kjörum fyrir sig.  ÓB óskaði eftir að fjárhagsnefnd tæki til skoðunar að LL beri kostnað vegna þinggjalda.

 

ME afhenti ÓB aftur forsetastörfin.

 

Dagný Hjörvarsdóttir ræddi launakjör sín sem lögreglumaður í vaktavinnu og nefndi sem dæmi að vinir hennar, sem vinni ekki vaktarvinnu, hafi hærri laun en hún þó svo þeir vinni ekki um helgar eða á næturnar. Vill hún að lögreglumenn eigi að fá góð grunnlaun og plús fyrir nætur- og helgarvaktir.

 

Páll Jónsson gerði að umræðuefni verkfallsrétt og afsal hans. Vill hann breytingar þar á.

 

Benedikt Lund tók undir orð ÓB um að LL greiði kostnað þingfulltrúa en ekki svæðisdeildir.

 

Hermann Karlsson ræddi um fram komnar hugmyndir um að LL greiði kostnað fulltrúa á þingi. Telur hann að fjárhagasnefnd íhugi að þetta taki ekki gildi á yfirstandandi þingi heldur fyrir aukaþing í haust.

 

Óskar Sigurpálsson taldi að greiða þyrfti atkvæði um þingkostnað á yfirstandandi þingi, áður en nefndarstörf hófust.

 

Þórir Steingrímsson ræddi um einstaklingsaðild að stéttarfélögum. Benti hann á að menn þurfi ekki að vera í svæðisdeildum. Svæðisdeildum sé uppálagt, í umboði LL, að gefa út kjörbréf til handa þingfulltrúum. ÞS lítur svo á að það hafi verið yfirsjón við lagabreytingar að ekki hafi verið gert ráð fyrir þingkostnaði.

 

Pétur Björnsson sagði sjálfsagt að svæðisdeildir greiði kostnað við yfirstandandi þing. PB ræddi einnig um vaktaálag á aukavinnu og sagði það fáránlegt að menn sem eru á aukavakt á álagstíma séu einungis með nokkrum krónum hærri laun á hvern tíma en þeir sem standa skylduvakt.

 

Benedikt Lund sagði að hann hafi ekki átt við að LL greiði kostnað við þetta þing. Vildi hann ítreka að fjárhagsnefnd taki til skoðunar að LL greiði kostnað á komandi þingum.

 

Guðjón Garðarsson sagði að þinggjöld séu ástæða þess að enginn fulltrúi hafi komið af Suðurnesjunum á yfirstandandi þing. Þá sagði hann að við allt það hrós sem framkvæmdastjórn hafi fengið á þessu þingi hafi gleymst að hrósa Stefaníu Vigfúsdóttur, starfsmanni LL. Þingheimur stóð upp og gaf Stefaníu mikið lófatak.

 

Sveinn Ingiberg benti á að kostnaður vegna þingsins sé verulegur og ef kostnaður svæðisdeilda sé lagður þar ofaná þá þurfi að athuga með ferðakostnað.

 

Guðjón Garðarsson gerði að tillögu sinni að hugsast geti að hluti af félagsgjöldum til svæðisdeilda fari í þingkostnað.

 

Jón Svanberg Hjartarson sagðist hlynntur því að skipting kostnaðar vegna núverandi þings yrði óbreytt. Setti hann fram tillögu um að þinggjaldið falli síðar á LL. Þá vill hann að þing LL verði haldið á fleiri stöðum til þess að jafna ferðakostnað. Þá telur hann að lögregla og aðrar stofnanir sem sinna neyðarþjónustu eigi ekki að hafa verkfallsrétt.

 

Gissur Guðmundsson kvað að svæðisdeildir þurfi nú þegar að standa straum af miklum kostnaðir. Nefndi hann t.d. litlar svæðisdeildir sem eru mis fjársterkar þurfa m.a. að greiða afnotagjöld sjónvarpsstöðva. Sagði hann að verkfallsréttur lögreglu eigi ekki við, frekar en fyrir aðra neyðarþjónustu.

 

Guðmundur Fylkisson tók til máls og bar upp tillögu þess efnis að allsherjarnefnd verði falið að fjalla um samstarf lögreglu og tollayfirvalda annars vegar og lögreglu og slökkviliðs hins vegar varðandi sameiginleg hagsmunamál.

 

Sveinn Ingiberg greindi frá því að slökkviliðsmenn hafi hug á því að komast í húsnæðið við Grettisgötu 89 og einnig að þeir hafi áhuga á samstarfi.

 

Guðmundur Óli Pálsson sagði að LL eigi að borga þingkostnað og að hækka eigi félagsgjöld lögreglumanna til að mæta kostnaði.

 

Þingforseti lokaði mælendaskrá og vísaði málum í nefndir.

 

Fjárhagsáætlun og tillögu um greiðslu þingkostnaðs var vísað til fjárhagsnefndar. (Þingskjal 6)

Lagabreytingum var vísað til laganefndar.(Þingskjöl 11 og 12)

Breytingu á þingsköpum var vísað til allsherjarnefndar. (Þingskjal 13)

Tillögum Jóhannesar Sigfússonar var vísað í starfskjaranefnd. (Þingskjal 14)

 

Þingforseti beindi tilmælum til nefnda að þær tækju þegar til starfa.

 

Kl. 17:46 var hlé gert á þingstörfum til kl. 09:00 að morgni 3. maí.

 

 

Miðvikudagurinn 3. maí.

 

 

Þingforseti hóf þingstörf og tilkynnir að Eiríkur Hreinn Helgason hafi mætt á þing LL og tekið sæti Ívars Ísaks Guðjónssonar sem verður varafulltrúi. Þá bað hann nefndir um að skila nefndarálitum.

 

Fyrir hönd allsherjarnefndar gerði Guðmundur Fylkisson grein fyrir áliti nefndarinnar um breytingu á þingsköpum. Álit nefndarinnar er svo hljóðandi:

 

15. grein er svohljóðandi í dag.

15. grein

Atkvæðagreiðsla fer fram með handauppréttingu. Nafnakall skal viðhafa, ef þess er óskað.

Allsherjaratkvæðagreiðsla samkvæmt 19. gr. laga LL skal fara fram með nafnakalli, og hefir þá hver fulltrúi þá atkvæðatölu, sem fram kemur, þegar félagtölu félags hans er deilt með tölu kjörinna fulltrúa frá því félagi.

Við leggjum til að henni verði breytt þannig að hún hljóði þannig:

 

15. grein

Atkvæðagreiðsla fer fram með handauppréttingu. Nafnakall skal viðhafa, ef þess er óskað.

Allsherjaratkvæðagreiðsla samkvæmt 16. gr. laga LL skal fara fram með nafnakalli, og hefir þá hver fulltrúi þá atkvæðatölu, sem fram kemur, þegar félagatölu svæðisdeildar hans er deilt með tölu kjörinna fulltrúa frá þeirri svæðisdeild.

 

17.grein er svohljóðandi í dag

                                                           17. grein

Á hverju þingi er skylt að kjósa eftirtaldar nefndir:

1. Fjárhagsnefnd, skipaða 3 mönnum.

2. Starfskjaranefnd, skipaða 3 mönnum.

3. Allsherjarnefnd, skipaða 3 mönnum.

4. Uppstillingarnefnd, skipaða 3 mönnum, er geri tillögur um kjör stjórnar og skoðunarmanna.

Tillögur nefndanefndar og uppstillingarnefndar svipta ekki einstaka fundarmenn tillögurétti um menn og nefndir eða stjórn.

Kosning nefnda er bundin við tilnefningu og fer fram skriflega, nema eigi séu fleiri tilnefndir en kjósa á, en þá eru nefndarmenn sjálfkjörnir.

Við leggjum til að henni verði breytt í eftirfarandi

 

                                                           17. grein

Á hverju þingi er skylt að kjósa eftirtaldar nefndir:

1. Fjárhagsnefnd, skipaða 3 mönnum.

2. Starfskjaranefnd, skipaða 3 mönnum.

3. Allsherjarnefnd, skipaða 3 mönnum.

4. Uppstillingarnefnd, skipaða 3 mönnum, er geri tillögur um kjör nefnda sem kosnar eru á þingi og skoðunarmanna.

Tillögur nefndanefndar og uppstillingarnefndar svipta ekki einstaka fundarmenn tillögurétti um menn og nefndir.  Tókum hér út

Kosning nefnda er bundin við tilnefningu og fer fram skriflega, nema eigi séu fleiri tilnefndir en kjósa á, en þá eru nefndarmenn sjálfkjörnir.

 

21 grein er svohljóðandi

 

21. grein

Kosning stjórnar fer fram samkvæmt 23. gr. laga LL.

 

Við leggjum til að þessi grein verði felld út.

 

 

Grein 22 er svohljóðandi

 

V. kafli
Breyting þingskapa

22. grein

Þingsköpum þessum má breyta á reglulegu þingi LL með 2/3 greiddra atkvæða.

 

Hún fær númerið 21.

 

Þannig samþykkt á stofnfundi LL og með breytingum sem gerðar voru á XX. þingi LL sem haldið var á Löngumýri í Skagafirði dagana 7.-9. maí 1996 og XXVII þingi LL sem haldið var í Munaðarnesi dagana 2-4 maí 2006.”(Þingskjal 13a)

Þingforseti gaf orðið laust um þingskjal 13a.

 

Þórir Steingrímsson gerði athugasemd við orðalagið “félagatölu svæðisdeildar” og vildi að því verði breytt í “félagatölu svæðis”.

 

Þingforseti gerði hlé til að allsherjarnefnd geti fundað um tillögu ÞS.

 

ÞS dró tillögu sína til baka.

 

Þingforseti bar þingskjal 13a undir atkvæði og var það samþykkt samhljóða.

 

Fyrir hönd allsherjarnefndar gerði Guðmundur Fylkisson grein fyrir áliti nefndarinnar um Fræðslu- og starfsþróunarsjóð. Álit nefndarinnar er svo hljóðandi:

 

Allsherjarnefnd tók til umfjöllunar atriði sem kom fram á fundi nefndarinnar og varðar fræðslu og starfsþróunarsjóð lögreglunnar.

 

 

Allsherjarnefnd leggur til að þingið samþykki eftirfarandi tillögu

 

 

   XXVII LL haldið í Munaðarnesi 2-4 maí 2006 hvetur stjórn LL til að beita sér fyrir breytingu áðurnefndra reglna sem kveða í dag á um að styrkhæft framhaldsnám skuli stundað í Lögregluskóla ríkisins.  Opnað verði fyrir þann möguleika að veita styrki fyrir nám sem færi fram í heimabyggð skv. skilgreiningu reglnanna þar sem hægt væri að mennta fleiri  lögreglumenn með komu kennara frá Lögregluskóla ríkisins til viðkomandi embætta.” (Þingskjal 15)

 

 

Fyrir hönd allsherjarnefndar gerði Guðmundur Fylkisson grein fyrir áliti nefndarinnar um félagslegt samstarf Landssambands lögreglumanna, Tollvarðafélags Íslands og Landssambands sjúkra og slökkviliðsmanna. Álit nefndarinnar er svo hljóðandi:

 

“Allsherjarnefnd tók til umfjöllunar atriði sem kom fram á fundi nefndarinnar og varðar félagslegt samstarf Landssambands lögreglumanna, Tollvarðafélags Íslands og Landssambands sjúkra og slökkviliðsmanna.

 

Allsherjarnefnd leggur til að þingið samþykki eftirfarandi tillögu

 

XXVII þing LL haldið í Munaðarnesi 2-4 maí 2006 hvetur stjórn LL til að leita samstarfs við Tollvarðafélag Íslands og Landssambands sjúkra og slökkviliðsmanna á stéttarfélagslegum grunni.  Kannað verði hvort þessi félög eigi samleið í kjarabaráttu og eða réttindatengdum atriðum.” (Þingskjal 16)

 

 

Gissur Guðmundsson taldi rétt að Langhelgisgæslan yrði talin með í félagslegu samstarfi þeirra sem taldir voru upp í þingskjali 16.

 

Hermann Karlsson ræddi um þingskjal 15 og sagði að reglur væru byggðar á ákvæðum kjarasamnings. HK sagði að ákvæði kjarasamnings geri það ómögulegt að senda kennara út á land á vegum sjóðsins.

 

Pétur Björnsson sagði að tillögunni væri beint til stjórnar um að vinna að breytingum á reglum Fræðslu- og starfsþróunarsjóðs.

 

Eiríkur Hreinn Helgason taldi að leyfa ætti sjóðnum að dafna en sagði þessa breytingu þó góðra gjalda verða og að Lögregluskólinn hefði oft farið með námsskeið út á land.

 

Þingforseti bar þingskjal 15 undir atkvæði og var það samþykkt samhljóða.

 

Þingforseti var þingskjal 16 undir atkvæði og var það samþykkt samhljóða.

 

Guðlaugur Einarsson kynnti nefndarálit starfskjaranefndar varðandi tillögur Jóhannesar Sigfússonar (Þingskjal 14). Álit nefndarinnar er svo hljóðandi:

 

“Tillaga nr. 1.

 

Samninganefnd lögreglumanna beiti sér fyrir því í næstu kjarasamningum að greitt sé vaktaálag ofan á aukavinnu.

 

Nefndin er sammála því að það sé engin eðlismunur á því að vinna skylduvakt eða aukavinnu og ætti því að vera eðlilegt greitt sé vaktaálag á aukavinnu sem unnin er á nætur og um helgar.

 

Tillaga nr. 2

 

Samninganefnd lögreglumanna beiti sér fyrir því í næstu kjarasamningum að fyrir hvert ár sem lögreglumaður hefur unnið vaktavinnu lengist lífeyrisaldur hans um 1 mánuð.

 

Nefndin er sammála tillögunni en leggur áherslu á að enn sé unnið að lækkun lífeyrisaldurs lögreglumanna og þær staðreyndir sem liggja fyrir um lífaldur lögreglumanna sé notað sem röksemd í þeirri baráttu.” (Þingskjal 14a)

 

Guðmundur Fylkisson kvaðst ekki sammála breytingum sem gerðar voru á lið 2 í þingskjali 14 og sagðist hafa vilja sjá tillöguna óbreytta.

 

Pétur Björnsson  kvaðst setja spurningarmerki við lið 2 í tillögunni. Taldi hann að það geti komið í veg fyrir lækkun starfsaldurs fyrir aðra en þá sem vinna vaktavinnu.

 

Gissur Guðmundsson sagðist sammála tillögum starfskjaranefndar og að einnig mætti taka inn í tillögurnar styttingu á vinnuskyldu eftir langa starfsæfi.

 

Sveinn Ingiberg fagnaði allri umræðu um kjaramál lögreglumanna. Sagði hann að umræðan um vaktaálag ofan á aukavinnu væri klassískt umræðuefni fram að þessu. Þá sagði hann að reynt hafi verið að ná  lífeyrisaldri niður í 60 ár. Kvað hann þetta ekki hafa gengið eftir. Sagði hann álag í starfi vera helstu röksemd en ekki vaktavinnu. SIM taldi það vera betri rökstuðning að leggja áherslu á vinnuálag á lögreglumenn. Sagði hann frá starfskjörum lögreglumanna í Danmörku og að það væru hugmyndir sem mætti reyna og tilgreindi hann sérstaklega frítökurétt. SIM sagði að raunhæfur lokapunktur í baráttunni um lækkun lífeyrisaldurs væri 63 ár og að það ætti að berjast fyrir því fyrir alla lögreglumenn.

 

Dagný Hjörvarsdóttir sagði að hún vildi halda inni orðalagi upphaflegu tillögu JS, þingskjal 14. Að halda ætti inni orðinu sólarhringsvöktum en sleppa orðinu vaktavinnu. Þá vildi hún að áfram yrði haldið með baráttuna um lækkun á lífeyrisaldri.

 

SIM sagði að í lögreglu á Íslandi væri meiri ásókn í vaktavinnu en dagvinnu, öfugt við lögreglu á hinum norðurlöndunum.

 

Magnús Einarsson tók við störfum þingforseta.

 

Óskar Sigurpáls sagði það hafa verið baráttumál að fá vaktaálag á aukavinnu en því hafi verið hafnað. BSRB sæi um að semja um álög á vinnu. Taldi hann að betri leið að reyna að fá hækkun á aukavinnu um helgar.

 

Magnús Einarsson kvað alla umræðu um kjaramál góða þar sem hún væri gott veganesti fyrir samninganefnd lögreglumanna. Að þeim orðum loknum afhenti hann ÓB þingforsetastörfin.

 

Þingforseti bar lið 1 í þingskjali14a undir atkvæði og var hann samþykktur samhljóða.

 

Þingforseti bar lið 2 í þingskjali14a undir atkvæði og var hann samþykktur samhljóða.

 

Gert var hlé á stöfum þings.

 

Guðlaugur Einarsson fór yfir önnur nefndarálit starfskjaranefndar. Álit nefndarinnar eru eftirfarandi:

 

Fríbanki til styttingu eftirlauna:

 

Nefndin leggur til að stofnaður verði svokallaður fríbanki til styttingar eftirlauna þ.a. að það orlof sem lögreglumenn ekki nýta geti verið lagt inn í bankann og er síðan tekið út við starfslok þannig að viðkomandi geti hætt störfum fyrr.” (Þingskjal 17)

 

 

“Kjör rannsóknarlögreglumanna:

 

Nefndin leggur til að gerð verði könnun á því meðal lögreglumanna hvað veldur fækkun umsókna að rannsóknardeildum innan lögreglu en undanfarin ár hefur verið erfitt að fá reynda lögreglumenn til að sinna rannsóknum í rannsóknardeildum.

Það kom fram hjá þeim sem heimsóttu nefndina að hluti skýringa á því hvað fáir sækjast eftir að starfa sem rannsóknarlögreglumenn sé aukið vinnuálag og það fæli lögreglumenn frá.  Hvort lausnin sé að greiða álag eða fjölga í rannsóknardeildunum voru menn ekki alveg sammála um. Þá sé spurning hvort þeir sem sinna rannsóknum fái starfsstigið lögreglufulltrúi/aðalvarðstjóri, eins og tíðkast hjá RLS.” (Þingskjal 18)

 

 

“Ósýnilegir samningar:

 

Nefndin tók fyrir “ósýnilega” samninga milli einstakra lögreglumanna og embætta og telur að öll laun og kjör eigi að vera sýnileg og skrifleg.” (Þingskjal 19)

 

Þingforseti opnaði umræður um þingskjal 17.

 

Óskar Sigurpáls kvaðst sammála tillögum starfskjaranefndar.

 

Benedikt Lund kvaðst ósammála tillögu um stofnun fríbanka. Sagði hann að orlof sé dýrmætt í vinnu með miklu álagi. Þetta sé hvatning til manna að sleppa fríum. Kvað hann að frekar ætti að nýta frítökurétt til styttingar starfsaldurs frekar en orlof.

 

Gissur Guðmundsson sagðist styðja BL og sagði það eiga vera valfrjáls að nýta bakvaktarfrí, helgidagafrí og annað í fríbanka síðustu starfsárin.

 

Guðjón Garðarsson kvaðst sammála BL og sagði það vera ótækt að leggja fríin inn í fríbanka. Sagði hann að menn ættu frekar að nota fríin sín því það væri öllum hollt.

 

Jóhannes Sigurjónsson kvað anmarkar vera á tillögu starfskjaranefndar. Sagði hann hugmyndina vera að leggja vetrarfrí og annan frítökurétt inn í fríbanka og að hægt væri að leggja inn og taka út úr bankanum. Sagði hann að í samráði við starfskjaranefnd yrði þingskjal 17 dregið til baka.

 

Þingforseti lokaði frekari umræðum um þingskjal 17 og opnaði umræður um þingskjal 18.

 

Dagný Hjörvarsdóttir segir að í stað rannsóknarlögreglumanna mætti standa lögreglumenn. Sagði hún það vera vandamál hversu lág laun eru í dagvinnu og að ungir lögreglumenn, nýbyrjaðir í starfi, færu í stöður rannsóknarlögreglumanna og lögreglumanna í sérsveit RLS, ferkar en þeir sem væru með meiri starfsreynslu.

 

Þórir Steingrímsson lagði áherslu á menntum lögreglumanna og greind þeirra. Einnig talaði hann um vandamál sem skapast hefur hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík þar sem vandamál er að manna stöður rannsóknarlögreglumanna vegna kjara, vinnuálags og ábyrgðar. Þá talaði hann um að erfitt væri að byggja upp sérþekkingu starfsmanna vegna starfsmannaveltu. Þá las hann upp eftirfarandi ályktun FÍR:

 

“Þegar dómsmálaráðherra Björn Bjarnason ákvað með erindisbréfi 3. nóvember 2003 til verkefnisnefndar að beita sér fyrir breytingum á umdæmisskipan við löggæslu og innra starfi lögreglunnar, sagði hann að markmiðið væri m.a., “að löggæsla og ákæruvald eigi í fullu tré við þá, sem gerast brotlegir við lögin, og standi þeim helst feti framar.”  Taldi hann þörfina á sérmenntuðu fólki til rannsókna á nýjum tegundum brota vera sífellt meiri.

 

Eins og lögreglumenn vita, þá er sá hluti lögreglunnar sem vinnur hvað mest í nánd við ákæruvaldið að dómsstigi í alvarlegum brotum, er rannsóknarlögreglan.

 

Þá lagði ráðherra áherslu á að löggæsla byggðist á tveimur megin stoðum, almennri löggæslu og rannsóknum.  Á milli þessara stoða verða að vera greiðar leiðir, þó að starfsaðferðir séu að ýmsu leyti ólíkar.  Komu fram hugmyndir um, að rannsóknardeildir eða rannsóknarlögregla verði skilgreind í lögum og að nauðsynlegt væri að taka afstöðu til þeirra.  Jafnframt var verkefnisstjórninni falið að meta reynsluna af lögreglulögunum og því skipulagi og verkaskiptingu sem þá kom til sögunnar, hafa til hliðsjónar þá vinnu við gerð reiknilíkans fyrir rekstur sýslumanns embætta sem unnin hefur verið undanfarin ár, taka afstöðu til sjónarmiða sem fram hafa komið að undanförnu um ákæruvaldið svo og skilgreiningu

á rannsóknarlögreglu í lögum o.fl.  Þessar hugmyndir voru m.a. lagðar fram af stjórn FÍR.

 

Er vikið sérstaklega að vaxandi umfangi efnahagsbrota og beitingu rafrænna aðferða við framkvæmd þeirra brota og undirstrikað að þörf fyrir sérmenntað fólk til rannsókna á nýjum tegundum afbrota verði sífellt meiri. Þá var undirstrikað í skipunarbréfinu að menntun, búnaður og tæki lögreglu verði að vera í samræmi við markmið og kröfur á hverjum tíma og þjálfun sveita lögreglumanna ætti að taka mið af verkefnum og áhættu, sem þeir verði oft að taka í mikilvægum störfum sínum.

 

Í skýrslu vinuhóps ríkislögreglustjóra, sem fylgir skýrslu stjórnar LL er liggur hér frammi sem hugaði að úrbótum á starfsumhverfi lögreglu kemur fram að “Nauðsynlegt er að í rannsóknir mála veljist hæfir einstaklingar sem valda verkefnum sínum og eru námskeið þau sem Lögregluskóli ríkisins heldur fyrir rannsóknarlögreglumenn veiðleitni í þá átt að sakpa fagmennsku og hæfni við rannsóknir.”

 

En í  skýrslu verkefnisstjórnar um nýskipan lögreglumála er kom út 31.01.2005 kom fram í lið 4.5.5, “að mati verkefnisstjórnarinnar hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á nauðsyn þess að skilgreina sérstaklega í lögum rannsóknardeildir eða rannsóknarlögreglu umfram það sem þegar er gert í dag.”  Samkvæmt þessari niðurstöðu nefndarinnar, er ekki hægt að lesa annað úr henni að það sé til staðar skilgreining á sérstöðu rannsóknarlögreglunnar, en það er baras eftir að meta hana að verðleikum.

 

Stjórn Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna, FÍR, lýsir áhyggjum sínum yfir stöðu mála í rannsóknardeildum lögreglunnar um land allt, þá sérstakega í Reykjavík.

 

Rannsóknarlögreglumenn búa við gífurlegt vinnuálag og telja að kjör þeirra séu langt frá því að vera í samræmi við þá ábyrgð sem þeir þurfa að bera í sérhæfðu starfi. Birtist þetta ástand þetta í dræmri ásókn í auglýstar stöður í rannsóknardeildum.  Fyrir u.þ.b. áratug voru u..b. 25-30 lögreglumenn um hverja auglýsta stöðu rannsóknarlögreglumanns. Í dag mega stjórnendur þakka fyrir hverja sem þeir fá.  Og þegar menn eru komnir til starfa þá leita þeir annað eftir stuttan tíma.   Hjá sumum embættum er mikil starfsmannavelta og sú sérþekking sem verið er að reyna að koma á með nýja frumvarpinu tapast.  Margir rannsóknaarlögreglumenn telja sig betur setta í vaktavinnu og hafa margir þeirra sem byrjað hafa í rannsóknardeildum snúið til fyrri starfa þegar þeim hefur orðið ljóst að kjör hafa ekki samræmst vinnuálagi og ábyrgð.  Verkefni rannsóknarlögreglumanna hverfa ekki á braut þegar vinnudegi er lokið og aldrei er komið að hreinu borði í upphafi hvers vinnudags.  Óneitanlega fylgja starfinu heilabrot og hugleiðingar um úrlausnir einstakra verkefna og gefur auga leið að slíkt hættir ekki þótt heim sé komið.  Stjórn FÍR þykir sýnt að breytinga er þörf ef ekki á að koma til atgervisflótta úr rannsóknardeildum sem óhjákvæmilega getur leitt til tapaðs mannauðs og fagþekkingar.”

 

 

Gissur Guðmundsson tók undir orð ÞS. Gerði hann að umræðuefni viðbótarlaunaflokkana. Sagði Gissur að þekking og reynsla væru einskis metin í dag.

 

Eiríkur Hreinn Helgason sagði að með starfsstigsreglugerð sem áætlað er að taki gildi á næsta ári þurfi menn að hafa lokið sérstöku námskeið til að hljóta skipun sem varðstjóri/rannsóknarlögreglumaður.

 

Benedikt Lund segist ekki sammála að rannsóknarlögreglumenn verði gerðir að lögreglufulltrúum, það hafi veltuáhrif í önnur starfsstig. Gerði BL að umtalsefni að aðhaldsgerðir lögreglustjóra í Reykjavík hefði aukið vinnuálag í rannsóknardeildum og starfsaðstaða væri óviðunandi. Sagði BL að bætt starfsaðstaða geti breytt miklu til bætingar. Fagnaði hann tillögu um að gerð verði könnun meðal lögeglumanna. Þá taldi BL að vinnuálag og starfsaðstöðu vera helstu skýringar á afhveru menn fást ekki í rannsóknardeild.

 

Aðalsteinn lagði eftirfarandi til:

Að vinna hér við rannsóknir

virðist vera áþján.

Ég vil að samþykkt verði hér

þingskjal nr. 18.

 

Ekki frekari voru umræður um þingskjal 18 og bar þingforseti það undir atkvæðagreiðslu og var það samþykkt samhljóða. Opnaði þingforseti þá fyrir umræður um þingskjal 19.

 

Enginn umræða fór um þingskjal 19 og var það borið undir atkvæði. Þingskjalið samþykkt samhljóða.

 

Guðlaugur Einarsson kom með nýja tillögu um fríbanka. Tillagan er svohljóðandi:

 

“Fríbanki til lækkunar á eftirlaunaaldri.

 

Nefndin leggur til að stjórn LL kanni kosti þess og möguleika að stofnaður verði svokallaður fríbanki, þar sem lögreglumenn geti lagt inn ónýtt bakvaktaálag, frítökurétt og vetrarfrí. Þetta frí mætti taka út við starfslok eða eftir atvikum við önnur sérstök tækifæri. Lagt er til að aflað verði upplýsinga um reynslu lögregluliða í nágranalöndum þar sem þetta fyrirkomulag hefur verið prófað.” (Þingskjal 20)

 

Gissur Guðmundsson lagði til að orðinu bakvaktaálag í tillögunni yrði breytt í vaktaálag.

 

Starfskjaranefnd samþykkir það. Þá hljóðar þingskjal 20 svo:

 

“Fríbanki til lækkunar á eftirlaunaaldri.

 

Nefndin leggur til að stjórn LL kanni kosti þess og möguleika að stofnaður verði svokallaður fríbanki, þar sem lögreglumenn geti lagt inn ónýtt vaktaálag, frítökurétt og vetrarfrí. Þetta frí mætti taka út við starfslok eða eftir atvikum við önnur sérstök tækifæri. Lagt er til að aflað verði upplýsinga um reynslu lögregluliða í nágranalöndum þar sem þetta fyrirkomulag hefur verið prófað.”

 

 

Engin umræða fór fram um þingskjal 20 og var það borið undir atkvæði. Þingskjalið samþykkt samhljóða.

 

Hermann Karlsson formaður laganefndar flutti tillögur nefndarinnar um þingskjöl 11 og 12.

 

Þingskjal 11a lagt fram og er það svo hljóðandi:

 

“Stjórnin skiptir með sér verkum og kýs í hlutverk varaformanns, ritara og gjaldkera. Heimilt er að sami aðili sinni tveimur hlutverkum. Framkvæmdastjórn skipa formaður og tveir stjórnarmenn sem kosnir eru af stjórninni.” (Þingskjal 11a)

 

Engin umræða fór fram um þingskjal 11a og var það borið undir atkvæði. Skjalið samþykkt samhljóða.

 

Þingskjal 12a lagt fram og er það svo hljóðandi:

 

“Heimilt er að breyta lögum LL á aukaþingi á tímabilinu 2006-2007. Um boðun aukaþings og kynningu þingmála gildir 13.gr. laga LL.” (Þingskjal 12a)

 

Engin umræða fór fram um þingskjal 12a og var það borið undir atkvæði. Skjalið samþykkt samhljóða.

 

Hlé gert á störfum þingsins.

 

Þingforseti setur þing eftir fundarhlé.

 

Þingforseti leggur til breytingu á dagskrá. Breytingin er sú að umræður um fjárhagsáætlun sé tekin fyrir hádegi í stað eftir hádegi eins og dagskrá gerði ráð fyrir. Það samþykkt.

 

Jens Gunnarsson kynnti nefndarálit fjárhagsnefndar. Álit nefndarinnar er eftirfarandi:

 

Fjárlaganefnd gerir eftirfarandi breytingartillögur á fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárin 2006 og 2007.

 

1. Lagt er til að liðurinn “ Kostnaður vegna kjaramála” fyrir árið 2007 verði 200 þúsund kr. í stað 0 kr.

2. Liðurinn Lögreglumessa/kór verði hækkað úr 300 þús.kr. í 350 þús.kr.

3. Liðurinn Lögreglukonur verði hækkað úr 300 þús kr. í 350 þús kr.

4. Gjaldaliðurinn “Hlutdeild blaða í launakostnaði” er færður á 0 og fluttur í tekjuliðinn “Tekjur af félagsblaði”.

 

 

Fjárhagsnefnd hefur fjallað um þá breytingartillögu að kostnaður við þing LL falli á Landssambandið.  Ekki var talin ástæða til að breyta þessu fyrirkomulagi. 

Rætt var um að til að mæta þeim kostnaði væri sú ein leið fær að hækka félagsgjöld.  Talið var að slíkt fengi engan hljómgrunn hjá félagsmönnum og því var ákveðið að fella ekki frekari kostnað á LL vegna þessa og gerir fjárhagsnefnd þá tillögu að fyrirkomulag kostnaðar aðildarfélaga við þing LL verði óbreytt.

 

Fjárhagsnefnd hefur fregnað að við tilkomu ráðningu núverandi framkvæmdastjóra, hafi starfssvið stjórnar LL breyst að einhverju leyti.  Fjárhagsnefnd leggur því til við stjórn LL að hún fjalli um og skoði, með tilliti teknu til breytts starfssviðs, hvort fært sé að hagræða þar enn frekar, jafnvel að auki við þá fækkun stjórnarmanna sem þegar er ákveðin.  Fjárhagsnefnd telur að helstu færi þar séu fólgin í endurskoðun tímafjölda sem liggur að baki hvers launahlutar stjórnarmanna.

Lagt er til við stjórn LL að hún þá, með öðrum orðum endurskoði sjálfa sig, ef svo mætti að orði komast varðandi sín launakjör.” (Þingskjal 6a)

 

 

Benedikt Lund þakkaði fyrir hönd Lögreglukórsins það fjárframlag sem fjárhagsnefnd leggur til í 2. lið álitsins.

 

Dagný Hjörvarsdóttir fagnaði tillögum um aukið framlag til lögreglukvenna.

 

Guðjón Garðarsson lagði til að framlag til Lögreglukórsins verði hækkað í 450.000 kr. Sagðist hann á móti því að gjöld félaga verði hækkuð. Kvaðst GG bera fullt traust til framkvæmdastjórnar um að frekari hagræðing náist. Minntist hann á mikilvægi landsbyggðar í umfjöllun LL.

 

Þingforseti gerði athugasemdir við orðalag álits fjárhagsnefndar og lagði til nokkrar orðabreytinar. Bað hann nefndina um að koma með nýja ályktun með breytingunum. Efnislega er ekki verið að breyta ályktuninni. Þá bað þingforseti Guðjón Garðarsson um að skila skriflegri tillögu um aukið fjárframlag til Lögreglukórsins svo hún yrði marktæk.

 

Guðmundur Fylkisson kvaðst ekki vera sáttur við hlut kvenna á þinginu. Telur GF þingfulltrúa lögreglukvenna of fáa og að þær sýni félagsmálum LL ekki nægan áhuga til að réttlæta aukið fjárframlag til annarra samskipta. Lagði hann fram eftirfarandi tillögu:

 

“Ég legg til að liðurinn lögreglukonur verði felldur út.” (Þingskjal 6c)

 

Guðjón Garðarsson skilaði inn skriflegri tillögu um aukið fjárframlag til kórsins. Tillagan er svohljóðandi:

 

“2. liðurinn Lögreglumessa/kór verði hækkað úr 300 þús í 450 þús kr.” (Þingskjal 6d)

 

Gissur Guðmundsson minnti á að gera þyrfti vel við starfsfólk LL í launum til að LL héldist á góðum starfskröftum. Kvaðst hann vera á móti tillögu Guðjóns um aukið fjárframlag til kórsins. Taldi hann tillögur fjarhagsnefndar góðar.

 

Sveinn Ingiberg Magnússon sagði að laun á skrifstofu LL væru vanáætluð fyrir árið 2007. Sagði hann að áætlanir fylgdu launaþróun. Sagði SIM að kostnaður vegna þings gæti orðið LL þungur í skauti. Taldi hann að þrátt fyrir það væri hagsmunum LL best borgið með því að LL tæki á sig þennan kostnað. Vildi SIM fá niðurstöðu í málið.

 

Dagný Hjörvarsdóttir kvaðst gjarnan vilja borga hærra félagsgjald til að halda megi í þann framkvæmdastjóra sem er nú hjá LL og að aukið fjárframlag til kvenna hjálpi til að virkja konur til frekari félagsstarfa.

 

Berglind Eyjólfsdóttir benti á að konur væru 10 % þingfulltrúa sem er hlutfall kvenna í lögreglunni. Sagði hún konur starfa vel að félagsmálum og benti á starfsemi Kríanna.

 

Páll Egill Winkel varaði við því að menn færu á eyðslufyllerí og fór yfir einstaka kostnaðarliði í reksti LL.  Sagðist hann hafa áhyggjur af tillögum um aukin framlög.

 

Jónatan Guðnason kvaðst vera sammála þeirri skoðun að LL taki á sig kostnað vegna þinga LL. Lagði JG fram eftirfarandi ályktun:

 

“Að tekið verði til greina nýja stöðu Landssambands lögreglumanna og að LL sjái alfarið um kostnað þingfulltrúa á þingi LL.

 

Vegna nýrrar stöðu LL sem stéttarfélag að svæðisdeildir eigi ekki að sjá um þennan kostnað auk þess sem ekki skapast vandamál fyrir þá lögeglumenn sem standa utan svæðisdeilda, starfa á starfssvæðinu og eru félagsmenn í LL“ (Þingskjal 21)

 

Þingforseti vísaði þessari ályktun í liðinn önnur mál.

 

Guðjón Garðarsson sagði að lögreglukórinn væri mikilvægur í að styrkja jákvæða umfjöllun um lögreglu.

 

Aðalsteinn Júlíusson tók undir orð PEW um að menn fari ekki á eyðslufyllerí. Rökstuddi hann tillögur fjárhagsnefndar um hækkun á útgjöldum til Lögreglukórsins, lögreglukvenna og lífeyrisdeildar. Lagði hann til að tillaga fjárhagsnefndar yrði látin standa óbreytt.

 

Jens Gunnarsson kom með nýja ályktun frá fjárhagsnefnd. Ályktuni er nú svohljóðandi:

 

Fjáhagsnefnd gerir eftirfarandi breytingartillögur á fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárin 2006 og 2007.

 

1. Lagt er til að liðurinn “ Kostnaður vegna kjaramála” fyrir árið 2007 verði 200 þúsund kr. í stað 0 kr.

2. Liðurinn Lögreglumessa/kór verði hækkað úr 300 þús.kr. í 350 þús.kr.

3. Liðurinn Lögreglukonur verði hækkað úr 300 þús kr. í 350 þús kr.

4. Gjaldaliðurinn “Hlutdeild blaða í launakostnaði” er færður á 0 og fluttur í tekjuliðinn “Tekjur af félagsblaði”.

 

 

Fjárhagsnefnd hefur fjallað um þá breytingartillögu að kostnaður við þing LL falli á Landssambandið.  Ekki var talin ástæða til að breyta þessu fyrirkomulagi. 

Rætt var um að til að mæta þeim kostnaði væri sú ein leið fær að hækka félagsgjöld.  Talið var að slíkt fengi engan hljómgrunn hjá félagsmönnum og því var ákveðið að fella ekki frekari kostnað á LL vegna þessa og gerir fjárhagsnefnd þá tillögu að fyrirkomulag kostnaðar svæðisdeilda við þing LL verði óbreytt.

 

Fjárhagsnefnd hefur fregnað að við tilkomu ráðningu núverandi framkvæmdastjóra, hafi starfssvið stjórnar LL breyst að einhverju leyti.  Fjárhagsnefnd leggur því til við stjórn LL að hún fjalli um og skoði, með tilliti teknu til breytts starfssviðs, hvort fært sé að hagræða þar enn frekar, jafnvel að auki við þá fækkun framkvæmdastjórnarmanna sem þegar er ákveðin.  Fjárhagsnefnd telur að helstu færi þar séu fólgin í endurskoðun tímafjölda sem liggur að baki hvers launahlutar framkvæmdastjórnarmanna.

Lagt er til við stjórn LL að regluleg endurskoðun fari fram á launakjörum framkvæmdastjórnarmanna, með tilliti teknu til hugsanlegs breytts starfssviðs.” (Þingskjal 6b)

 

Hádegishlé er gert á störfum þings.

 

Guðjón Garðarsson dró tillögu sína til baka. (Þingskjal 6d)

 

Eiríkur Hreinn Helgason ræddi um launakostnað framkvæmdastjórnar. Velti hann upp þeirri hugmynd að sækja á þessi mið með sparnað í huga.

 

Berglind Eyjólfsdóttir gerði lið 3 í tillögu fjárhagsnefndar að umræðuefni. Vildi hún koma á framfæri að þeir fjármunir sem lögreglukonum væri úthlutað færu í að styrkja samstarf við erlendar lögreglukonur á norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.

 

Þórir Steingrímsson taldi að styrkja ætti lögreglukonur og lögreglukór. Vildi hann þó árétta að í félagsgjöldum væri samningsréttargjald og taldi hann að hagsmunir lögreglumanna sem stéttar ættu að vera í forgangi hjá LL. Skrautfjaðrir á borð við kórinn ættu að koma þar á eftir. Þá beindi hann spurningu til stjórnar um hvar væri gert ráð fyrir uppbyggingu trúnaðarmannakerfisins í fjárhagsáætlun LL. Taldi hann að samningsréttargjaldið ætti fyrst og fremst að renna til uppbyggingar innra starfs, þ.e. trúnaðarmannakerfisins.

 

Benedikt Lund sagði að framlag til lögreglukórsins hafi fyrst og fremst verið styrkur til að halda messu og sjá um kaffiveitingar. Kvað hann m.a. að eiginkonur kórfélaga hafi bakað kökur sem veittar hafi verið í lögreglumessum. Sagði hann að fjárframlag til lögreglukvenna hafi verið til að styrkja þing lögreglukvenna á norðurlöndunum. Taldi hann erfitt að taka út eitt hagsmunafélag og styrkja það umfram önnur.

 

Sveinn Ingiberg Magnússon svaraði fyrirspurn ÞS og sagði að kostnaður við trúnaðamannakerfið væri óverulegur en sá kostnaður sé undir liðnum “Annar fundar- og ferðarkostnaður”. Taldi hann að svæðisdeildirnar 7 væru sterkari málsvari lögreglumanna á starfssvæðum og gættu hagmuna þeirra betur heldur en einn trúnaðarmaður. Sagði hann að trúnaðarmannakerfið væri enn í uppbyggingu og að ekki væri gert ráð fyrir sérstökum útgjaldalið vegna þeirra.

 

Aðalsteinn Júlíusson vildi árétta að með tillögu fjárhagsnefndar væri ekki á neinn hátt verið að gera lítið úr starfi framkvæmdastjórnar. Þá taldi hann að ekki ætti að hrófla við tillögum um fjárveitinar til lögeglukvenna.

 

Ekki voru frekari umræður um þingskjal 6b og lokaði þingforseti mælendaskrá.

 

Þingforseti bar þingskjal 6c undir atkvæði. Tillagan var felld með 17 atkvæðum gegn 7.

 

Þingforseti bar þingskjal 6b undir atkvæði. Tillagan var samþykkt með 25 atkvæðum gegn 7 atkvæðum á móti.

 

Þingforseti opnaði þá næsta lið á dagskrá sem er önnur mál.

 

Bar hann undir atkvæði þingskjal 21, ályktun Jónatans Guðnasonar. Ályktunin samþykkt með 19 atkvæðum gegn 5.

 

Fram var lögð tillaga um ályktun á þinginu. Tillagan er lögð fram af Guðmundi Fylkissyni, Þóri Steingrímssyni, Jónasi Helgasyni og Gissuri Guðmundssyni.

 

Ályktunin er svohljóðandi:

 

“XXVII þing LL í Munaðarnesi 2-4 maí 2006 lýsir yfir áhyggjum vegna þeirra stöðu sem skapast hefur í rannsóknardeildum í landinu og þá sérstaklega í Reykjavík.” (Þingskjal 22)

 

Aðalbergur Sveinsson segir orðalag þessarra ályktunar vera óljóst þar sem einungis er talað um þá stöðu sem skapast hefur en hvernig staðan er.

 

Þingforseti bar þingskjal 22 undir atkvæði og var ályktunin samþykkt með 28 atkvæðum gegn 1.

 

Óskar Sigurpálsson, Karl Jóhann Sigurðsson og Guðmundur Fylkisson lögðu til eftirfarandi ályktun:

 

“XXVII þing LL haldið í Munaðarnesi 2-4 maí 2006 felur stjórn LL að fara í vinnu er lýtur að úrsögn LL úr BSRB.” (Þingskjal 23)

 

Þingforseti bar þingskjal 23 undir atkvæði og var ályktunin samþykkt með 19 atkvæðum gegn 14.

 

Svein Ingiberg Magnússon lagði til eftirfarandi ályktun:

 

“Ályktun frá XXVII. þingi Landssambands lögreglumanna.

 

Þing Landssambands lögrelgumanna lýsir yfir þungum áhyggjum vegna slæms vinnuumhverfis lögreglumanna á Íslandi. Nauðsynlegt er að bæta lagaumhverfi fyrir lögreglumenn með það að markmiði m.a. að refsingar fyrir ofbeldi gagnvart lögeglumönnum verði færðar í eðlilegt horf og verði í samræmi við refsingar vegna annarra alvarlegra brota. Þing Landssambands lögreglumanna fagnar því að dómsmálaráðuneytið hefur tekið undir sjónarmið LL um að brýnt sé að bæta vinnuumhverfi lögreglumanna.

 

Vinnuumhverfi lögeglumanna er erfitt, álag, andlegt sem líkamlegt er mikið og brýnt að bregðast við þegar í stað.” (Þingskjal 24)

 

Jón Svanberg Hjartarson kvaðst styðja þessa ályktun og að það væri ekki líðandi að lögreglumenn líti svo á að ofbeldi gagnvart lögreglumönnum sé hluti af starfinu. Viðhorfsbreytingar væri þörf.

 

Þingforseti bar þingskjal 24 undir atkvæði og var ályktunin samþykkt samhljóða.

 

Arnar Guðmundsson, skólastjóri LSR, ávarpaði þingið. Í ávarpinu ræddi hann m.a. um menntun lögreglumanna og eflingu hennar og fagmennsku í starfi. Fagnaði hann sérstaklega menntun yfirmanna í lögreglu og taldi að lögreglan gæti mótað framtíð sína sjálf með frumkvæði. Þá ræddi hann um styttingu á grunnnámi í lögregluskólanum til að fylla þörfina á menntuðum lögreglumönnum og kom inn á að sú aðgerð hafi ekki dugað til. Enn sé skortur á menntuðum lögreglumönnum. Í máli hans kom fram að á síðustu 5 árum hafi 250 lögreglumenn verið brautskráðir frá LSR og að líklega myndu 34 bætast við í desember næstkomandi.

Sagði Arnar að stefnt væri að aukinni menntun lögreglumanna á öðrum norðurlöndum og spurði hvort þetta væri ekki til eftirbreytni eða hvort færa ætti menntun lögreglumanna á háskólastig. Sagði hann að kalla þyrfti eftir skýrri menntastefnu stjórnvalda en sú stefna er ekki til.

Arnar reyfaði einnig hugmyndir um breytingu á grunnnámi í LSR. Þá aðallega í þá veru að lengja námið. Sagði hann að LSR bjóði upp á tiltölulega stutt en hnitmiðað grunnnám og fjölbreytt framhaldsnám. Fram kom að LSR leggi áherslu á að lögreglumenn sem útskrifast úr LSR séu hæfir starfsmenn. Þá kom einnig fram að almenn ánægja væri meðal lögreglumanna með framhaldsnám í LSR.

 

Þingforseti þakkaði AG gott ávarp og opnaði fyrir fyrirspurnir til hans.

 

Aðalsteinn Júlíusson þakkaði AG gott ávarp og kastaði fram eftirfarandi vísu:

 

Fagmennskan er fyrst og best,

fagmennskan hún rokkar.

Fagmennskan hjá flestum sést,

fagmennskan er okkar.

 

Eiríkur Hreinn Helgason kvað það áhyggjuefni að við skulum ekki vera komin lengra í stefnuþróun og starfsmenntun ef hægt er að nota ófaglært starfsfólk í lögreglustörfum. Eiríkur lagði til eftirfarandi ályktun:

 

“Ályktun frá XXVII. þingi Landssambands lögreglumanna

 

Þing Landssambands lögreglumanna lýsir þungum áhyggjum yfir þeirri staðreynd að ófaglærðum skuli heimilt að vinna löggæslustörf. Þingið hvetur yfirvöld löggæslumála til að huga að breytingum á lagaumhverfi til að útiloka það að ófaglært fólk vinni slík störf sem óumdeilt krefjast fagþekkingar. Um leið hvetur þingið yfirvöld til að huga að úrræðum, meðal annars skipulagsbreytinum, til að leysa knýjandi mannaflaþörf með faglegum hætti.” (Þingskjal 25)

 

Magnús Einarsson kom með fyrirspurn til Arnars Guðmundssonar um hvort ekki megi gera einhverskonar starfssamning við nema sem tekinn er inn í lögregluskólann til einhvers tíma svo koma megi í veg fyrir að nýútskrifaðir lögreglumenn hverfi úr starfinu strax eftir nám.

 

Í svari AG kom fram að hægt væri að semja um hvað sem er. Sagði hann að athuga mætti hvort setja ætti slíka bindingu í lög. Sagði hann einnig að honum finnist alvarlegt ef lögreglumenn sem eru hættir störfum séu ráðgjafar sakborninga í sakamálum varðandi vinnubrögð lögreglu.

 

Geir Jón Þórisson hrósaði AG fyrir gott ávarp og sagðist geta staðfest að útskrifaðir lögeglumenn úr LSR séu góðir starfsmenn. Sagði hann að til skamms tíma hafi Lögreglan í Reykjavík ekki þurft að ráða ófaglært starfsfólk í störf lögreglumanna en nú sé þar breyting á. Ekki væri hægt að fylla tómar stöður með faglærðum lögreglumönnum. Sagði hann að starfsmannavelta sé hröð og að eftirlaunaaldur hafi verið lækkaður. Sagði hann að einnig hafi áætlanir um þörf á lögreglumönnum ekki hafa staðist. Þá spurði hann hvort ekki þyrfti að endurskoða inntökupróf í LSR og starfskjör almennt.

 

Pétur Björnsson benti á að það að færa LSR á háskólastig gefi sóknarfæri varðandi rannsóknir og þróun í faginu.

 

AG svarar GJÞ og sagði að inntökupróf væru síst of þung miðað við starfsumhverfi. Sagði hann að fara þyrfti varlega í það að slaka á inntökuskilyrðum og að það þyrfti að horfa upp á LL að streitast á móti að ófaglært fólk sé ráðið sem lögrelgumenn. Það sé ekki boðlegt á neinn hátt. Þá svaraði hann PB að þó það stæði í lögum að LSR ætti að vinna í þróunarvinnu varðandi rannsóknir í lögeglufræðum þá væri sú vinna hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Kvað hann að einhverra hluta vegna hafi ráðuneytið kostið að þessi vinna fari fram þar.

 

Guðmundur Fylkisson sagði að nemar í starfsnámi eigi ekki að vera fullgildir starfsmenn. Nefndi hann dæmi um muninn á því að vera í starfsnámi í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar.

 

AG kvað að því miður væri starfsnám lögreglunema ekki nægilega gott.

 

Jón Svanberg Hjartarson sagði að grunnnámið væri mjög erfitt fyrir fjölskyldufólk sem kæmi utan af landi og kom með fyrirspurn til AG um hvort ekki væri hægt að styrkja menn, e.t.v. koma upp heimavist.

 

Í svari AG kom fram að hjá LSR hafi verið bent á lausnir hvað þetta varðar. Verið væri að auka við húsnæði skólans. Sagði hann að á öðrum norðurlöndum væru heimavistir við skólana. Sagði AG að þá hafi einnig verið rætt um möguleika á fjarnámi.

 

Sveinn Ingiberg Magnússon benti á að rannsóknir á sviði lögreglufræða sé á höndum félagsfræðinga sem hafi mjög takmarkaða þekkingu á eðli lögreglu og starfsumhverfi þeirra. Sagði hann að fólk fari einnig of fljótt í sérhæfð hliðarstörf og skili sér ekki á götuna. Þá sagði SIM einnig að námið í LSR þurfi endurskoðunar við.

 

Gissur Guðmundsson tók undir með SIM. Taldi hann inntökuna í eins góðum farvegi og hægt væri. Taldi hann að nemar þurfi að skila sér á götuna, sama hversu mikla menntun sem þeir kunni að hafa.

 

AG sagði að námskeið fyrir afleysingamenn væri vonandi að líða undir lok.

 

Þingforseti þakkaði AG og þingheim fyrir góðar umræður og bar Þingskjal 25 undir atkvæði. Ályktunin var samþykkt samhljóða.

 

Þingforseti las upp ályktun Sveins Ingibergs Magnússonar og Hermanns Karlssonnar. Ályktunin er svohljóðandi:

 

“Ályktun frá XXVII. þingi Landssambands lögreglumanna.

 

Þing Landssambands lögreglumanna fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á umdæmaskipan lögreglu. Þingið hvetur stjórnvöld til að haga breytingum þannig að tryggt verði að allir lögreglumenn haldi áunnum réttindum sínum auk annarra réttinda til framtíðar.” (Þingskjal 26)

 

Loftur Guðni Kristjánsson lagði fram breytingatillögu á þingskjali 26 sem verður bætt inn í ályktunina, þar sem kveðið væri á um fjárskort embættanna, þ.e. að tryggt væri að embættin fengju fjárveitingar til þeirra starfa sem þeim er ætlað.

 

Jóhannes Sigfússon kvaðst vilja fá nánari skýringar á því hvað felist í orðalaginu “að allir lögreglumenn haldi áunnum réttindum sínum auk annarra réttinda til framtíðar.”

 

Sveinn Ingiberg Magnússon segir að í þessum orðum felist að menn haldi öllum áunnum réttindum þó þeir flytjist á milli embætta og er þá m.a. átt við starfsstig.

 

Kaffihlé var nú gert á störfum þings.

 

Þingforseti les upp ályktun á þingskjali 26a en ályktun á þingskjali 26 er dregin til baka.

Ályktunin með breytingum er því svo hljóðandi:

 

“Ályktun frá XXVII. þingi Landssambands lögreglumanna.

 

Þing Landssambands lögreglumanna fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á umdæmaskipan lögreglu. Þingið hvetur stjórnvöld til að haga breytingum þannig að tryggt verði að allir lögreglumenn haldi áunnum réttindum sínum auk annarra réttinda til framtíðar. Jafnframt að tryggt verði fé vegna kostnaðar sem hlotist getur af breytingunum” (Þingskjal 26a)

 

Þingforseti opnar fyrir umræður um þingskjal 26a.

 

Jón Svanberg Hjartarson lagði fram fyrirspurn til SIM og HK um hvort menn haldi starfsstigum sínum í þeim embættum sem verða til við breytingu á umdæmaskipan þrátt fyrir að starfsstigareglugerð geri ekki ráð fyrir, t.d. aðalvarðstjórum, þar sem tilskilinn fjöldi lögreglumanna er ekki nægur.

 

SIM svaraði fyrirspurn JSH og sagði vilja hjá dómsmálaráðuneyti að væntanlegar breytingar raski ekki högum lögreglumanna og þeim kjörum sem þeir hafa.

 

Þórir Steingrímsson minnti á með hvaða hætti hlutirnir voru framkvæmdir þegar RLR var lagt niður og rannsóknarlögreglumenn voru fluttir til annarra embætta. Sagði ÞS að því miður hafi kjör sumra orðið lakari við tilfærsluna.

 

Guðmundur Óli kvaðst styðja þessa tillögu. Þá lét han í ljós að honum fyndist breytingin á umdæmaskipan ekki ganga nógu langt. Sagði hann að sýslumenn ættu t.d. ekki að lögreglustjórar.

 

Ekki fóru frekari umræður fóru fram um Þingskjal 26a. Þingforseti bar ályktunina undir atkvæði og var hún samþykkt samhljóða.

 

Geir Jón Þórisson sagðist ánægður með hversu vel þingið hefur farið fram. Ítrekaði hann að yfirlögregluþjónar séu hluti af stéttinni og samherjar í baráttu fyrir hagsmunamálum lögreglu.

 

Ekki voru frekari mál undir liðnum önnur mál.

 

Þingforseti las upp bréf kjörstjórnar LL um lista uppstillingarnefndar varðandi framboð til stjórnar LL tímabilið 2006 – 2008. (Þingskjal 27)

 

Í stjórn verða:

 

1. Formaður:

Sveinn Ingiberg Magnússon

RLS

 

 

 

2. Aðrir í stjórn:

Berglind Eyjólfsdóttir

Reykjavík

 

Gissur Guðmundsson

Hafnarfjörður

 

Guðjón Garðarsson

Keflav.flugv.

 

Hermann Karlsson

Akureyri

 

Jón Svanberg Hjartarson

Ísafjörður

 

Kristinn Sigurðsson

Reykjavík

 

Óskar Sigurpálsson

Reykjavík

 

Svanur Kristinsson

Selfoss

 

 

 

3. Varastjórn:

Benedikt Lund

Reykjavík

 

Guðmundur Fylkisson

RLS

 

Loftur Kristjánsson

Keflavík

 

Matthías Hólm Guðmundsson

Sauðárkrókur

 

Þórhallur Árnason

Eskifjörður

 

Þórir Björgvinsson

Akranes

 

Engar aðrar tilnefningar bárust og teljast ofangreindir sjálfkjörnir.

 

Þórhallur Árnason las upp tilnefningar uppstillinganefndar í eftirfarandi nefndir (Þingskjal 28):

 

Skoðunarmenn reikninga:

            Kristján Kristjánsson og Hilmar Th. Björnsson

 

Í stjórn STALL:

Eiríkur Tómasson, Óskar Sigurpálsson, Jónatan Guðnason, Hrafn Árnason, Guðjón Garðarsson og Inga Birna Erlingsdóttir.

 

Líknar- og hjálparsjóður LL:

            Geir Jón Þórisson, Gissur Guðmundsson og Óskar Sigurpálsson.

 

Styrktar- og sjúkrasjóður:

            Kristján Ingi Kristjánsson, Sveinn Ingiberg Magnússon og Jón Þórir Leifsson.

 

Orðunefnd:

Friðrik G. Gunnarsson, Óskar Bjartmarz, Guðmundur Fylkisson, Jóhann M. Hafliðason, Skúli Björnsson og til vara Skúli Jónsson og Þorgrímur Óli Sigurðsson.

 

Engar aðrar tilnefningar bárust og eru ofangreindir ,skv. þingskjali 28, sjálfkjörnir.

 

 

Þingforseti kvað hefðbundna dagsrká þings tæmda og gaf Sveini Ingiberg Magnússyni, nýkjörnum formanni, orðið.

 

Sveinn Ingiberg Magnússon þakkaði þingfulltrúum gott og hreinskiptið þing. Sagði hann að þingið hafi veitt nýkjörinni stjórn gott veganesti. Þakkaði hann fráfarandi stjórn samstarfið og þá sérstaklega Óskari Bjartmarz fyrir óeigingjarnt starf í þágu lögreglumanna. Þakkaði hann einnig starfsmönnum þingsins fyrir vel unnin störf. Sérstakar þakkir fengu Stefanía Vigfúsdóttir og Páll Egill Winkel fyrir sín störf.

 

Óskar Bjartmarz, þingforseti, sagði í lokaræðu sinni að yfirstandandi þing væri með þeim bestu þingum sem hann hafi setið. Taldi hann að sú vinna sem lagt var í fyrir tveimur árum hafi lagt grunnin að enn betra LL. Sagði hann að það að ráða PEW til starfa hafi verið gæfuspor fyirr LL.

Gerði ÓB það að umræðuefni að starf í félagsmálum væri síður en svo til trafala til frama í lögreglu. Að starfa í félagsmálum væri mönnum hvatning í starfi sem lögreglumenn. Að þessum orðum loknum sleit hann 27. þingi LL.

 

Þingslit kl. 16:20

 

 

Munaðarnes, 03. maí 2006

 

 

 

Frímann B Baldursson

 

 

Jónas H Ottósson

Til baka