Fréttir

Þing LL 2008 – Fundargerð

15 okt. 2008

Þingsetning

Sveinn Ingiberg Magnússon, formaður LL setti þingið. Hann byrjaði á því að biðja þingfulltrúa og aðra gesti að rísa úr sætum og minnast látinna félaga. Hann sagði að síðastliðið ár sé búið að vera annasamt fyrir stjórn LL þrátt fyrir að kjarasamningsgerð hafi ekki blasað við þessari stjórn. Sagði hann að stjórn LL hafi ákveðið síðasta sumar að bregðast við þeim flótta úr stéttinni sem hafði þá þegar orðið. Að frumkvæði stjórnar LL fóru fram viðræður við stjórnvöld og í framhaldi af því var um 300 milljónum veitt í þetta verkefni og fengu lögreglumenn 30.000 króna álagsgreiðslu út kjarasamningstímabilið og verður það verkefni stjórnar að vinna enn frekar að þessum málum.

Meðal annarra verkefna stjórnar LL voru nýskipan lögreglumála og ræddi hann um að lögregla yrði að fylgja tíðarandanum. Sagði hann m.a. að misjafnlega hafi gengið að koma breytingum í gegn. Sagði hann að vilji lögreglumanna hafi auðveldað allan undirbúning en sagði þó að breytingastjórnuni sjálf hjá einstaka lögregluembættum væri því miður ekki til eftirbreyttni. Sagði hann að við blasti að breytingunum hefði þurft að fylgja viðbótarfjármagn svo að kraftur og nýybreyttni til þróunnar hefði fengið að njóta sín. Þá ræddi hann um starfsumhverfi lögreglumanna og þá sérstaklega ofbeldi gegn lögreglumönnum sem því miður hafi aukist. Nefndi hann hækkun á refsiramma vegna ofbeldis í garð lögreglumanna. Sagði hann að þó væru refsingar vegna þeirra brota afar vægar miðað við refsiramma og að skilaboð yrði að senda út í samfélagið að ofbeldi gegn lögreglumönnum yrði ekki liðið. Þá talaði hann um að við lögreglumönnum blasti allt annar heimur þar sem brotamenn væru tilbúnir að ganga enn lengra og að þjálfun og búnaður lögreglumanna yrði að taka mið af því.

Sveinn Ingiberg ræddi einnig um áfallahjálp og félagastuðning sem verið væri að koma á fyrir lögreglu. Þá sagði hann að efla þyrfti grunn- og framhaldsmenntum lögreglumanna þar sem kröfur almennings um fagmennsku væru miklar. Ræddi hann um að færa framhaldsstig lögreglunáms á háskólastig. Sagði hann frá því að á norðurlöndunum hafi verið tekin ákvörðun um að færa framhaldsmenntun lögreglumanna á háskólastig og að þóunin hlyti að verða sú sama hér á landi. Þá fór hann yfir það sem liggur fyrir þessu þingi s.s. lagabreytingatillögur og að þetta þing leggji línurnar fyrir tilvonandi samninganefnd í komandi kjarasamningsviðræðum. Þá ræddi hann um að nýstjórn hafi verið kjörin og að miklar breytingar séu í vændum þar á bæ þar sem margir nýjir séu í stjórn. Að lokum lýsti hann yfir að 29. þing LL sé sett.

Kjörbréf og nafnakall

Guðmundur Fylkisson og Loftur G Kristjánsson kynntu niðurstöðu kjörbréfanefndar og framkvæmdu nafnakall.

Þingfulltrúar sem svöruðu nafnakalli eru:

Jóhanna Heiður Gestsdóttir

Lögreglufélag Akraness

Óskar Þór Guðmundsson

Lögreglufélag Austurlands

Hjalti Bergmann Axelsson

Lögreglufélag Austurlands

Hermann Karlsson

Lögreglufélag Eyjafjarðar

Valur Magnússon

Lögreglufélag Eyjafjarðar

Höskuldur B Erlingsson

Lögreglufélag Norðvesturlands

Aðalbergur Sveinsson

Lögreglufélag Reykjavíkur (höfuðborgarsvæðið)

Brynhildur Björndsóttir

Lögreglufélag Reykjavíkur (höfuðborgarsvæðið)

Eiríkur Ragnarsson

Lögreglufélag Reykjavíkur (höfuðborgarsvæðið)

Haraldur Sigurðsson

Lögreglufélag Reykjavíkur (höfuðborgarsvæðið)

Jens Gunnarsson

Lögreglufélag Reykjavíkur (höfuðborgarsvæðið)

Karl Hjartarson

Lögreglufélag Reykjavíkur (höfuðborgarsvæðið)

Ragnar Svanur Þórðarson

Lögreglufélag Reykjavíkur (höfuðborgarsvæðið)

Þórir Ingvarsson

Lögreglufélag Reykjavíkur (höfuðborgarsvæðið)

Þórir Steingrímsson

Lögreglufélag Reykjavíkur (höfuðborgarsvæðið)

Þröstur E. Hjörleifsson

Lögreglufélag Reykjavíkur (höfuðborgarsvæðið)

Dagný Steinunn Hjörvarsdóttir

Lögreglufélag Reykjavíkur (höfuðborgarsvæðið)

Guðmundur Fylkisson

Lögreglufélag Reykjavíkur (höfuðborgarsvæðið)

Tinna Jóhönnudóttir

Lögreglufélag Suðurlands

Frímann B Baldursson

Lögreglufélag Suðurlands

Jón Halldór Sigurðsson

Lögreglufélag Suðurnesja

Vignir Eilísson

Lögreglufélag Suðurnesja

Hjálmar Hallgrímsson

Lögreglufélag Suðurnesja

Kristján Freyr Geirsson

Lögreglufélag Suðurnesja

Vilhjálmur Árnason

Lögreglufélag Suðurnesja

Gylfi Þór Gíslason

Lögreglufélag Vestfjarða

Tryggvi Kr Ólafsson

Lögreglufélag Vestmannaeyja

Guðmundur Hjörvar Jónsson

Lögreglufélag Vesturlands

Aðalsteinn Júlíusson

Lögreglufélag Þingeyinga

Alls voru þetta 29 atkvæðabærir þingfulltrúar.

Lögreglufélag Reykjavíkur (höfuðborgarsvæðið) sendi einungis 12 fulltrúa en hafa rétt á 13. Dagný Steinunn Hjörleifsdóttir og Guðmundur Fylkisson komu inn sem varamenn. Dagný var ekki fyrsta daginn.

Varamenn fyrir lögreglufélag Suðurnesja voru þeir Loftur G Kristjánsson og Guðjón St. Garðarsson og mættu þeir báðir.

Aðrir þingfulltrúar, ekki atkvæðabærir, voru:

Þorgrímur Guðmundsson

Lífeyrisþegadeild LL

Adolf Steinsson

Lífeyrisþegadeild LL

Geir Jón Þórisson

Félag yfirlögregluþjóna

Arnþrúður María Felixdóttir

FÍR

Hlynur Snorrason

Trúnaðarmenn

Jón Arnar Guðmundsson

Trúnaðarmenn

Sveinn Ingiberg Magnússon

Landssamband lögreglumanna

Berglind Eyjólfsdóttir

Landssamband lögreglumanna

Gissur Guðmundsson

Landssamband lögreglumanna

Jón Svanberg Hjartarson

Landssamband lögreglumanna

Kristinn Sigurðsson

Landssamband lögreglumanna

Óskar Sigurpálsson

Landssamband lögreglumanna

Svanur Kristinsson

Landssamband lögreglumanna

Þórhallur Árnason

Landssamband lögerglumanna

Snorri Magnússon

Komandi stjórn LL

Kristján Örn Kristjánsson

Komandi stjórn LL

Sigurður G. Sverrisson

Komandi stjórn LL

Hrafn Árnason

Komandi stjórn LL

Erna Sigfúsdóttir

Komandi stjórn LL

Ragnar Kristjánsson

Komandi stjórn LL

Ágúst Sigurjónsson

Komandi stjórn LL

Steinar Adolfsson

Skrifstofa LL

Stefanía Vigfúsdóttir

Skrifstofa LL

Ræddu þeir Guðmundur og Loftur framvkæmd á vali þingfulltrúa hjá svæðisdeildum og nefndu sérstaklega formgalla á kjörbréfum. Síðan gerði kjörbréfanefnd athugasemd vegna kjörbréfa hjá þremur svæðisdeildum, Suðurnesum, höfuðborgarsvæðnu og Vesturlandi vegna rangrar fulltrúatölu.

Niðurstaða kjörbréfanefndar verður þingskjal 1.

Kosning starfsmanna þings

Sveinn Ingiberg bar upp tillögu stjórnar LL um að Jónas Magnússon verði þingforseti. Jónas var kjörinn forseti 29. þings LL án mótframboða.

Jónas tekur við stjórn þingsins. Fyrir liggur tillaga um að Magnús Einarsson verði varaþingforseti og er það samþykkt án mótframboða. Þá var Frímann B Baldursson kosinn ritari þings og Guðmundur Fylkisson vararitari, án mótframboða.

Jónas bar upp tillögu stjórnar LL nefndanefnd og var sú tillaga samþykkt án mótframboða. Í nefndanefnd voru sjálfkjörnir þeir Guðmundur Fylkisson, Jón Halldór Siguðrsson og Tryggvi Kr. Ólafsson. (Þingskjal 2)

Hlé er gert þa þingi meðan nefndanefnd er að störfum.

11:15: Þingstörf halda áfram. Jónas gefur Guðmund Fylkisson, formanni nefndanefndar orðið.

Guðmundur gerir grein fyrir tillögum nefndanefndar. Eftirfarandi eru tillögur nefndarinnar:

Fjárhagsnefnd:

o Aðalsteinn Júlíusson

o Aðalbergur Sveinsson

o Vilhjálmur Árnason

Starfskjaranefnd:

o Hjálmar Hallgrímsson

o Þórir Ingvarsson

o Óskar Þór Guðmundsson

o Tinna Jóhönnudóttir

o Gissur Guðmundsson

Alherjarnefnd:

o Þórir Steingrímsson

o Brynhildur Björnsdóttir

o Kristján Örn Kristjánsson

Uppstillinganefnd:

o Snorri Magnússon

o Höskuldur B. Erlingsson

o Geir Jón Þórisson

Laganefnd:

o Hermann Karlsson

o Loftur Kristjánsson

o Erna Sigfúsdóttir

Þingforseti ber nefndartillögur undir atkvæði. Fjárhagsnefnd kjörin án mótatkvæða. Starfskjaranefnd kjörin án mótframboða. Allsherjarnefnd kjörin án mótframboða. Uppstillinganefnd kjörin án mótframboða. Laganefnd kjörin án mótframboða. (Þingskjal 3)

Skýrsla stjórnar og ársreikningar LL

Sveinn Ingiberg Magnússon fór yfir skýrslu stjórnar. Í máli hans kom fram að fjárhagur LL er mjög góður. Allir sjóðir LL skiluðu hagnaði nema orlofssjóður sem skýrist af byggingu orlofshús LL að Geysi í Haukadal. Á síðasta ári var enginn ritstjóri á launum hjá LL og skýrir það að hluta til góða afkomu félagsins sem og að aðhald hefur verið í rekstri. Kjaradeilusjóður BSRB er nú lokaður og hefur LL þurft að byggja upp eigin kjaradeilusjóð.

Lögreglumenn fengu sérstaka umbun vegna álags í starfi samkvæmt ákvæðum í kjarasamningi. Hver lögreglumaður fékk 30.000 kr. greiðslu á mánuði út samningstímabilið. Framkvæmdastjóri og stjórn LL fóru í viðræður við stjórnvöld vegna þess vanda sem steðjaði að lögreglunni í landinu vegna erfileika á að halda lögreglumönnum í starfi. Stjórnvöld keyptu þessi rök sem urði til þess að lögreglumenn fengu þessa fjárhæð.

Breyttar greiðslur eru nú frá fæðingaorlofssjóð sem felast í því að horfið var frá tekjutengdum greiðslum. Jafnháar greiðslur eru nú til mæðra og feðra og sækjast jafnt karlar sem konur eftir greiðslur úr fæðingarorlofssjóði.

Fram kom SIM að stjórn LL hóf baráttu gegn því að ofbeldi gegn lögreglumönnum verið tekið föstum tökum. SIM ræddi um dómaframkvæmd í héraði og hæstarétti. Sambærilegar tölur um ofbeldi gegn lögreglumönnum á norðurlöndum sýna að lögreglumenn á Íslandi verða oftar fyrir árásum og ofbeldi í starfi.

SIM ræddi um notkun valdbeitingatækja og hugmyndir LL um að rafbyssur verði teknar upp sem valdbeitingartæki. Ræddi hann um notkun þessara tækja og rannsóknir á þeim. Telur stjórn LL rétt að rafbyssur verði teknar upp fyrir hinn almenna lögreglumann en einskorðist ekki eingöngu við sérsveitamenn.

SIM fór yfir nýskipan lögreglumála og fundarhöld víða um land vegna þessara mála.

SIM fór einnig yfir reglugerð um starfsstig innan lögreglunnar og hvernig framkvæmd hennar er innan lögreglunnar. Nefndi hann að reglugerðin hefur enn ekki komið til framkvæmda hjá lögreglunni á Akureyri þar sem enn stýra varðstjórar vöktunum en þar ættu aðalvarðstjórar að vera.

SIM sagði að LL hafi tekið markvisst þátt í umræðum um störf lögreglunnar og samkvæmt úttekt Fjölmiðlavaktarinnar tók LL 75 sinnum þátt í slíkum umræðum á árinu 2006 og 78 sinnum árið 2007. Það er mikil breyting frá fyrri árum. LL hefur náð að koma fram í öll formum fjölmiðla.

Þá ræddi SIM um ný lög um íslensku friðargæsluna en lögreglumenn geta greitt áfram í LL á því tímabili sem þeir starfa við friðargæslu.

Fram kom hjá SIM að LL hefur komið að umræðum um launakjör lögreglumanna með hunda. Sagði hann að erfitt væri að fá lögreglustjóra til að viðurkenna sérhæfingu þessara lögreglumanna.

Sagði SIM að LL hafi harðlega mótmælt að öryggisgæsla við vopnaleit á Keflavíkurflugvelli yrði einkavædd að hluta. Var unnið í samstarfi við lögreglustórann á Keflavíkurflugvelli í þessu máli.

Stjórn LL tók fyrir ákvæði í kjarasamningi vegna greiðslu á hálftíma fyrir þá sem vinna á Keflavíkurflugvelli og var niðurstaðan sú að þeir halda sínum kjörum.

Þá ræddi SIM um rekstrarvanda lögregluembættisins á Suðurnesjum.

SIM sagði að fjárveitingar til lögreglu síðustu ár virðast ekki duga og var settur á laggirnar vinnuhópur vegna þessa. Hefur þessi hópur tekið til skoðunar aukakostnað sem lagst hefur á embættin, s.s. rekstur bifreiða. um 140 milljónir hafa lagst á embættin síðustu ár vegna þessa og er þá ekki um að ræða aukinn akstur eða ný ökutæki. Þá hefur hópurinn lagt upp með að kostnaður á hvern lögreglumann er vanreiknaður. Fjölgun frá árinu 2002 eru um 100 menn og fylgir því talsverður kostnaður vegna tækjakaupa. Kom fram hjá honum að aukakostnaður í löggæslu væri greiddur af fjárveitingu embættanna og að engin aukafjárveiting kæmi frá ríkinu. Sagði SIM að skilningur vitrist vera á þessu innan dómsmálaráðuneytisins. SIM var fulltrúi LL í þessum vinnuhópi.

SIM fór yfir fjölgun nýnema í Lögregluskóla ríkisins og langtímaáætlun skólans sem gerir ráð fyrir því að 16 menn verði teknir inn fyrir hver áramót sem fari í starfsnám í 9 mánuði og komi svo aftur í seinasta hlutann. Þessi áætlun gildir frá 2008 til 2011. Áætlunin miðar að því að enginn ófaglærður verði í starfi innan lögreglunnar.

Þá ræddi SIM um breytingar á Vinnudeilusjóði en LL fær ekki lengur greiðslur úr þeim sjóði. Ákveðið var á stjórnarfundi LL í febrúar 2007 var því ákveðið að stofna sjóð sem hefur verið nefndur Kjaradeilusjóður.

SIM ræddi orlofshúsamál LL. rætt var um á síðasta þingi um breytingar á samsetningu orlofshúsa og þá sérstaklega orlofshús í Munaðarnesi. Þá nefndi hann sérstaklega að Fell og orlofshúsið að Geysi í Haukadal væru mjög umsetin. Vonaði hann að sem flestir félagsmenn fengju tækifæri til þess að komast í húsið að Geysi.

SIM fór yfir launakjör lögreglumanna á norðurlöndum og kom fram hjá honum að lögreglumenn á Norðurlöndum standa fremur en þeir íslensku.

Þá fór SIM yfir samstarf LL við hin ýmsu félagasamtök s.s. BSRB og ýmis erlendu félagasamtök.

SIM fór yfir störf nefndar um nýskipan lögreglu. SIM var fulltrúi LL í nefndinni.

Þá ræddi hann um störf valnefndar Lögregluskóla ríkisins og stjórnunarnám í Lögregluskólanum. Það nám er komið í salt. Hann kom einnig inn á stofnun nefndar um alhliða löggæsluskóla, lögreglu, tollvarða og fangavarða. Sú nefnd er á vegum dómsmálaráðuneytisins. Í nefndinni á sæti fulltrúi nýs skóla á Suðurnesjum, Keili. LL telur að menntun lögreglumanna eigi ekki heima í þessum hugmyndum.

Starfsemi ýmissa sjóða verður sérstaklega rætt um síðar nema að SIM vill vara yfir störf í Styrktar- og sjúkrasjóði þar sem hann á sæti. Sá sjóður er afar vel stæður og heldur áfram að vaxa þrátt fyrir að umsóknum fjölgi. Þessi sjóður skapar lögreglumönnum 80% af launum í 6 mánuði eftir að lögboðnum veikindarétti lýkur. Sjóðurinn stendur í ríflega 50 milljónum.

Félagsmiðstöðin á Grettisgötu var stokkuð upp og var farið út í endurbætur og byggt var ofan á húsið 4. hæðin. Kostnaður fór 80% fram úr áætlun. LL á 6,10% í húsinu.

Blað LL, Lögreglumaðurinn hefur færst yfir á skrifstofu LL. Enginn ritstjóri er á launum núna. Tekjuafgangur af blaðinu er í sögulegu hámarki.

Þingforseti þakkar SIM vel fyrir. Þar sem þingið er komið aðeins á eftir áætlun gerir þingforseti hlé á þingi til kl. 13:00 og býður mönnum til hádegisverðar.

—-Hádegishlé—

Að loknu matarhléi var farið yfir störf nefnda innan LL.

Fræðslu- og starfsþróunarsjóður

Hermann Karlsson fór yfir starfsemi Fræðslu- og starfsþróunarsjóð sem var til í síðustu kjarasamningum. Sjóðurinn hefur greitt út 7.1 milljón í styrki fyrir 111 lögreglumenn.

NBNP

Berglind Eyjólfsdóttir kynnti starf NBNP, samtök lögreglukvenna á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Í máli hennar kom fram að sl. haust varð breyting á framkvæmdastjórn NBNP en þá tóku Danir við af Svíum. Þá sagði h´n að stefnubreyting hafi orðið innan NBNP þar sem áhersluatriði þeirra verða áreiti innan lögreglunnar og lögreglukonur í stjórnunarstöðum.

Orlofsnefnd

Berglind fór einnig yfir starfsemi orlofsnefndar og sagði m.a. að orlofshúsið að Geysi í Haukadal væri gríðarlega vinsælt. Þá nefndi hún einnig að flugmiðarnir hjá Iceland Express væru mjög vinsælir.


Starfsmenntunarsjóður

Óskar Sigurpálsson sagði að lítil starfsemi hafi verið hjá sjóðnum þar sem fáar umsóknir hafi borist. Sagði hann að líkleg skýring væri vinnuálag á lögreglumenn, að þeir hefðu ekki tíma til að mennta sig. Sjóðurinn stendur vel.

Trúnaðarmannanefnd

Þórir Steingrímsson fór yfir störf trúnaðarmannanefndar LL. Sagði hann að trúnaðarmanna nefnd hafi ekki starfað sem skyldi þar sem hann sjálfur hafi lent í veikindum. Sagði hann að nefndin hafi verið leiðbeinandi fyrir þá sem leitað hafa til nefndarinnar varðandi trúnaðarmenn á starfssvæðum svæðisdeilda. Ræddi Þórir m.a. að nauðsynlegt sé að koma á trúnaðarmannakerfi innan lögreglunnar og að það þyrfti að vera öflugt.

Nefnd ríkislögreglustjóra um einkennisfatnað og tækjabúnað

Kristinn Sigurðsson kynnti störf nefndarinnar. Hjá Kristni kom fram að nefndin hafi fengið það starf að fara yfir einkennisfatnað og tækjabúnað lögreglumanna. Fór hann yfir starfsemi nefndarinnar og hvernig staðið var að undirbúningi útboðs nýs lögreglubúnings. Sagði hann að í kjölfar þessa útboðs var samið við tvo aðila, Hexa og Sjóklæðagerðina hf., 66°N. Nokkur vandræði urðu við afhendingu á fatnaði og á endanum stóðst í raun ekkert nema máltökur. Fór hann yfir úthlutun embætta og sagði hann að öll embætti nema lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi úthlutað samkvæmt meðaltalsreglu og var mikil óánægja hjá LL vegna þessa. Kristinn hætti störfum í nefndinni á tímabilinu eða í mars 2008 og tók Óskar Sigurpálsson við af honum.

Óskar Sigurpálsson kom og skýrði frá því að ekkert af því sem lofað var varðandi afhendingu á lögreglufatnaði frá Hexa. Ræddi hann um vandræði vegna framleiðslu og afhendingu á jökkum og skyrtum og hvernig ríkislögreglustjóri myndi leysa fatavandamálið í sumar.

Líknarsjóður LL

Geir Jón Þórisson, formaður líknarsjóðsins, gerði grein fyrir störfum sjóðsins. Kom fram hjá honum að alls voru veittar kr. 1.150.000 – úr sjóðnum . Merkja- og jólakortasala sjóðsins hefur ekki skilað því sem vonir stóðu til en innkoma vegna þeirra var kr. 1.674.864 -. Þrátt fyrir þetta stendur sjóðurinn vel. Sagði Geir Jón að það væri sérstaklega gott að koma til fólks á sorgarstundu sem fulltrúi lögreglunnar í landinu og veita þeim styrk þeim til hjálpar. Þakkað Geir Jón öllum þeim sem styrktu sjóðinn.

Þingforseti þakkaði fulltrúum nefnda og bauð Hermanni Karlssyni orðið til þess að fara yfir ársreikninga LL.


Ársreikningar LL

Hermann Karlsson fór yfir ársreikning félagssjóðs. Hjá honum kom fram að hagnaður er af rekstri áranna 2006 og 2007. Rekstrartekjur ársins 2006 voru kr. 40.946. 917- en kr. 43.036.772- árið 2007. Rekstargjöld voru árið 2006 voru kr. 34.884.069- og kr. 39.049.167- árið 2007. Af þessu má sjá að tekjur umfram gjöld eru kr. 6.063.848- árið 2006 og kr. 3.934.931- og er staða félagssjóðs mjög góð.

Orlofsheimilasjóður

Vegna nýbyggingar á orlofshúsi að Geysi í Haukadal er smávægilegur halli á orlofsheimilasjóð upp á kr. 237.022. Rekstrarkostnaður er þó innan marka.

Líknar- og hjálparsjóður

Sjóðurinn er að fá framlag á hverju ári upp á 780.000 kr. Merkja- og kortasala skiluðu 373.000 kr. Árið 2006 ern 218.884 kr. Árið 2007. Styrkir til sjóðsins voru alls 28.500 kr. Fyrir bæði árin. Sjóðurinn á nú 281.027 kr.

Kjaradeilusjóður

Kjaradeilusjóður er nýr sjóður og hefur bara verið starfræktur árið 2007. Félagsgjöld í sjóðinn voru árið 2007 kr. 1.052.005. Staða sjóðsins er nú 1.064.323 kr.

Starfsmenntunarsjóður

Styrkveitingar úr sjóðnum voru árið 2006 kr. 7.606.927 en kr. 6.169.446 árið 2007.Staða sjóðsins er góð eða tæpar 10.000.000 kr.

Styrktar- og sjúkrasjóður

Sjóðurinn er afar vel stæður en staða tæpar 60.00.000 kr. eru í sjóði.

Fræðslu- og starfsþróunarsjóður

Tæpar 10.000.000 kr. koma inn í sjóðinn á ári. Á síðasta ári voru styrkir um 4.000.000 kr. Eigið fé sjóðsins í lok 2007 er rúmar 21.000.000 kr.

Fjárhagsáætlun 2008 – 2009

Hermann Karlsson fór yfir fjárhagsáætlun næstu tveggja ára. Gert er ráð fyrir tekjum upp á kr. 44.170.000 hvort ár og er gert ráð fyrir hagnaði upp á kr. 2.204.000- árið 2008 og kr. 3.704.000- árið 2009. Mismunurinn á milli þessara ára er vegna landsþings 2008 og formannaráðstefnu 2009.

Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga

Geir Jón Þórisson tók til máls og þakkaði fráfarandi stjórn góða vinnu og þá sérstaklega hvað stjórnin skilar góðu búi hvað varðar fjármál LL.

Enginn annar kvaddi sér hljóðs og voru ársreikningar bornir undir atkvæði. Ársreikningarnir samþykktir án mótatkvæða.

Lagabreytingatillögur

Hermann Karlsson ber upp lagabreytingatillögur fyrir hönd stjórnar. Sagði hann að þessar tillögur væru unnar í kjölfarið á kosningu á stjórn LL sem fram fór í vetur. Um er að ræða eftirfarandi breytingatillögur :

Breyting á 5. gr. laga LL

1. mgr. fellur á brott og í hennar stað kemur ný málsgrein:

„Lögreglumenn verða aðilar að LL í samræmi við 3. gr. við það að hefja störf i lögreglu.“

Núverandi lög gera ráð fyrir að menn sæki um í LL skriflega þegar þeir byrja í lögreglu. Þetta hefur verið til vandræða og er mun auðveldara að menn verði sjálfkrafa félagar í LL en þurfi að segja sig úr félaginu kjósi þeir að gera slíkt.

Breyting á 6. gr. laga LL

Við 2. mgr. skal bætt:

… sem og til stjórnar, óháð aðild að svæðisdeild.

Þannig verði greinin svohljóðandi:

„Fullgildir félagar hafa kosningarétt og kjörgengi til trúnaðarstarfa innan LL, þ.m.t. að taka þátt í kosningu fulltrúa síns svæðis á þing LL sem og til stjórnar, óháð aðild að svæðisdeild .“

Þetta er í samræmi við breytingar á lögum LL frá því 2004. Menn eiga ekki að þurfa að vera í svæðisdeild til að taka þátt í kosningu á þing LL eða til stjórnar LL.

Breyting á 8. gr. laga LL

Við 2. mgr. skal bætt:

“Að standa fyrir kosningu fulltrúa svæðisins og varamanns/varamanna í stjórn LL.”

Breyting á 21. gr. laga LL

2. mgr. falli brott og í hennar stað komi ný málsgrein er hljóði svo:

“Formaður LL skal kosin í allsherjar póstkosningu meðal félagsmanna LL sama ár og þing er haldið og skal kosningu vera lokið þremur vikur fyrir þing. Þeir sem gefa kost á sér í kjör formanns skulu láta kjörstjórn LL vita fyrir lok janúar sama ár og kosið er. Formaður og ný stjórn taka við að afloknu þingi.”

3. mgr. falli brott og í hennar stað komi ný málsgrein er hljóði svo:

“Kjörgengir í stjórn eru þeir sem eru fullgildir félagar í LL. Stjórnina skipa 15 menn þ.e. formaður og 14 stjórnarmenn. Varamenn koma til starfa í forföllum aðalmanna.”

Breytingin er gerð til að öllum gefist kostur á að bjóða sig fram til formanns og kosið sé um formanninn á sem lýðræðislegastan hátt.

Breyting á 25. gr. laga LL

Í 1. mgr. falli brott 2. málsliður.

25. grein

Fundir stjórnar og framkvæmdastjórnar

Stjórnarfundi skal halda a.m.k. fjórum sinnum á ári og oftar ef þurfa þykir. Á einn þessara funda skal boða stjórn og varastjórn og fara þá viðstaddir með jafnan atkvæðisrétt. Ennfremur ef þrír stjórnarmenn æskja þess og skulu þeir þá geta um fundarefni. Boða skal stjórnarfund með minnst einnar viku fyrirvara. Þó má boða stjórnarfund með styttri fyrirvara ef nauðsyn krefur.

Breyting í samræmi við breytingu á 21. gr. laganna.

Breyting á 26. gr. laga LL

Heiti greinarinnar verði fellt brott og í stað þess komi heitið „Stjórnarkjör“

1. mgr. falli brott og í hennar stað komi ný málsgrein er hljóði svo:

“Svæðisdeildir skulu sjá um kosningu manna í stjórn LL og skal það gert sama ár og þing er haldið. Stjórn svæðisdeilda skal fyrir 20. janúar auglýsa eftir þeim sem vilja gefa kost á sér í stjórn LL frá viðkomandi félagssvæði og kjósa skal um þá sem gefa kost á sér. Fyrir 1. mars. skal allsherjarkosningu lokið í hverri svæðisdeild og skulu þeir sem hlutu kosningu vera fullgildir í stjórn LL næstu 2 árin. “


2. mgr. falli brott og í hennar stað komi ný málsgrein er hljóði svo:

Stjórn LL verði skipuð fulltrúum félagssvæða samkvæmt eftirfarandi (hlutfalls)skiptingu:

Höfuðborgarsvæðið

7 menn

Reykjanes

2 menn

Suðurland

1 maður

Austurland

1 maður

Norðausturland

1 maður

Norðvesturland

1 maður

Vestfirðir

1 maður

Vesturland

1 maður

3. mgr. falli brott.

Breytingin er gerð til þess að hvert félagssvæði um sig ráði því alfarið hver eða hverjir fari í stjórn sem þeirra fulltrúar. Þar sem formaður er valinn sérstaklega og það gerist eftir að fulltrúar félagssvæða eru valdir er ljóst að orða þarf ákvæði sem kallar á að formaður teljist sjálfkrafa fulltrúi svæða sem eiga einn fulltrúa en jafnframt þarf að mæla fyrir um hvernig höfuðborgarsvæðið og Reykjanes skuli haga vali þess fulltrúa (aðalmanns) sem fer út.

Breyting á 28. gr. laga LL

Greinin falli brott.

Ef fallist er á framangreindar breytingar þá er greinin óþörf.

Eftirfarandi greinar taki mið af þessu með breyttri númeraröð.

Ofangreindar lagabreytingatillögur verða þingskjal nr. 6

Breyting á 19. gr. laga LL

Við 1. málslið bætist:

“…eða tiltekna hámarksfjárhæð.”

Rétt þykir að opna á heimild fyrir landssambandsþing, að fengnum tillögum fjárhagsnefndar, til að setja þak á iðgjöld félagsmanna.

Breytingartillaga á 19. gr. verður þingskjal nr. 7.

Þórir Steingrímsson kynnti lagabreytingatillögur frá honum sjálfum ásamt Snorra Magnússyni og Ingólfi Bruun. Þeir gera eftirfarandi breytingatillögur á lögum LL:

Breyting á 5.gr. [Öll greinin]

“Aðild að félaginu.

Allir er starfa við lögreglustörf í samræmi við 3.gr. og LL semur fyrir skv. lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna eða samkomulagi við viðkomandi launagreiðanda eiga rétt á að vera félagsmenn LL.”

Eldri grein falli út.

Þessari breytingu er ætlað auðvelda alla framkvæmd, en samkvæmt núverandi ákvæði er erfitt að framkvæma eftirlitsþáttinn. Réttindi félagsmanna eru óbreytt.

Breyting á 1. mgr. 18.gr.

Trúnaðarmannaráð

“Stjórn LL hlutist til um að trúnaðarmaður sé kjörinn á hverjum vinnustað þar sem félagsmenn þess starfa, sbr. lög nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Stjórnir svæðisdeilda skulu halda fundi og námskeið með trúnaðarmönnum svo oft sem þurfa þykir. Val eða kosning skal þegar tilkynnt til skrifstofu LL. Fari slíkt val eða kosning ekki fram fyrr en 1. október getur stjórn LL valið trúnaðarmann án tilnefningar og tilkynnt það félagsmönnum á viðkomandi vinnustað.”

Sagði Þórir að þarna væri verið að skerpa á móðurhlutverki LL varðandi trúnaðarmenn og trúnaðarmannaráð.

Breyting á 3. mgr. 21. gr.

Stjórn LL

“Kjörgengir í stjórn eru þeir sem eru fullgildir félagar í LL. Stjórnina skipa 5 menn og 5 til vara. Formaður, 4 meðstjórnendur og 5 varastjórnendur. Koma þeir til starfa í forföllum aðalmanna.

Stjórnin skiptir með sér verkum og kýs í hlutverk varaformanns, ritara og gjaldkera. Heimilt er að sami aðili sinni tveimur hlutverkum. Framkvæmdastjórn skipa formaður og tveir stjórnarmenn sem kosnir eru af stjórnarmönnum.”

Sagði Þórir að þarna væri verið að gera megin breytingar á stjórn LL þar sem ekki væri þörf á 15 stjórnarmönnum. Í raun verið að fækka í aðalstjórn úr 10 niður í 5.

Breyting á 26. gr. [Öll greinin]

Uppstillingarnefnd

“Þing LL skal kjósa 5 menn í uppstillingarnefnd. Nefndin skal fyrir janúarlok, það ár sem þing er haldið, auglýsa meðal félagsmanna eftir framboðum til trúnaðarstarfa fyrir LL. Framboðsfrestur skal vera til 1. mars. Berist ekki nægilegur fjöldi framboða skal uppstillingarnefnd leita eftir því, við félagsmenn að þeir bjóði sig fram til starfa fyrir LL. Berist fleiri framboð en fjöldi stjórnarmanna segir til um skal kosið á milli þeirra einstaklinga, sem boðið hafa sig fram sbr. 28 gr.

Nefndin leggur einnig fram tillögur um frambjóðendur til annarra starfa á vegum LL er kosnir eru á þingi eða í almennri atkvæðagreiðslu og skal hafa samráð við félagasamtök lögreglumanna og leitast við að uppstillingin í heild sinni endurspegli uppbyggingu lögreglunnar í landinu.”

Hvorki “listakosning” né “kvótaskipting” verði í stjórnarkjöri. Nefndinni er ætlað að vinna að tillögu um einstaklinga og að hún endurspegli uppbyggingu lögreglunnar í landinu.

Breyting á 28. gr. [Öll greinin]

Framkvæmd stjórnarkjörs

“Kjör stjórnar fer fram með almennri atkvæðagreiðslu í póstkosningu eða með rafrænum hætti. Kjörstjórn skal senda félagsmönnum kjörgögn, kosning skal standa yfir í a.m.k. 15 daga.

Kjörstjórn skal í samráði við stjórn LL og ákveða hverju sinni hvort atkvæðagreiðsla skuli fara fram í póstkosningu eða með rafrænum hætti.”

Þarna er gerður reginmunur á framboði og tillögu uppstillingarnefndar, fjölda stjórnarmanna og einnig er verið að “nútímavæða” aðferð við atkvæðagreiðslu.

Breyting á 2. mgr. 29. gr.

Samþykkt kjarasamninga.

“Allsherjaratkvæðagreiðsla, póstkosning eða netkosning skal fara fram um kjarasamning svo fljótt sem verða má eftir undirritun samninganefndar.”

Þarna er verið að opna á netkosningu um kjarasamninga.

Lagabreytingatillögur þeirra Snorra Magnússonar, Ingólfs Bruun og Þóris Steingrímssonar verða þingskjal nr. 8.

Guðjón Garðarsson tók til máls og tók undir þær tillögur sem Þórir Steingrímsson bar upp og sagði að það væri gott mál að fella niður þær girðingar sem væru nú vegna stjórnarkjörs.

Engar frekari tillögur bárust og vildi enginn taka frekar til máls og var mælendaskrá þessa liðar lokað.

—-Kaffihlé—-

Umræður um lagabreytingatillögur

Óskar Sigurpáls kom upp og varpaði spurningu til þingsins um hvað eigi að gera ef menn vilja ekki vera í svæðisdeild.

Jón Halldór Sigurðsson tók undir með Óskari og nefndi að ef menn vilji vera í svæðisdeild þá sé það aukakostnaður fyrir lögreglumenn sem þá greiði gjald til LL og svæðisdeildar. Vill hann því gera breytingu á 19. gr. laga LL þannig að hver lögreglumaður greiði eitt gjald og LL greiði síðan svæðisdeildum. Bar hann því upp eftirfarandi breytingatillögu hans og Guðjóns St. Garðarssonar á 19. gr. laga LL:

Breyting á 19. gr. laga LL

Við greinina bætist svohljóðandi málsgrein:

“LL greiði til deilda sem nemur 1/6 af félagsgjaldi á hvern félagsmann sem starfar á viðkomandi félagssvæði. Verði gjaldið eyrnamerkt sem, samningsréttargjald og skal notast til að standa að kostnaði m.a. vegna  samningafunda,ferðakostnað, og fl. er snýr að samningamálum fyrir félagsmenn heima í héraði. “

Breytingatillaga Jóns Halldórs og Guðjóns verður þingskjal 7a.

Geir Jón Þórisson kom upp og lýsti þeirri skoðun sinni að landsbyggðin virtist sofa á verðinum. Varaði hann við því að menn rifu upp allar girðingar og sagði að svæðisdeildirnar ættu að velja sitt hæfasta fólk. Varðandi 19. gr. laga sagði GJÞ að greinin hafi komið til umræðu á fundi félags yfirlögregluþjóna og sagði hann að vel kæmi til greina að LL greiddi ákveðna upphæð til svæðisdeilda. Þá kom hann því á framfæri að það virtist vera að þegar lögreglumenn yrðu yfirlögregluþjónar þá ættu þeir ekki heima innan LL. Sagði hann að yfirlögregluþjónar vilji taka þátt í félagsstöfum lögreglumanna en ekki vera andstæðingar lögreglumanna. Ræddi hann um stöðu Félags yfirlögregluþjóna og FÍR á sínum tíma. Ítrekaði GJÞ að hann varaði menn við því að rífa upp allar girðingar.

Guðjón Garðarsson tók til máls og sagði að svæðisdeildirnar þyrftu að fá að dafna og tók undir með Óskari Sigurpálssyni um að tryggja þyrfti tilvist svæðisdeilda. Þá kvaðst hann ekki sjá eftir krónu af því sem hann hefur greitt í gjöld til LL. Þá sagi

Óskar Þór Guðmundsson kom fram og lýsti þeirri skoðun sinni að lagabreytingatillaga frá SM, IB og ÞS hugnist honum ekki. Sagði hann að tryggja þyrfti að landsbyggðin hefði fulltrúa í stjórn LL. Sagði Óskar að honum litist betur á tillögu fráfarandi stjórnar og að hann styddi hana.

Þórir Steingrímsson kom upp og sagði að á þinginu 2004 hafi einstaklingsaðild að LL hafi verið samþykkt og samhliða því hafi lögreglumönnum verið gefið frjálst val um það hvort þeir séu með aðild að svæðisdeildum. Sagði Þórir að svæðisdeildirnar yrðu að vera til þar sem þær séu tengiliður félagsmanna við LL. Nefndi hann svæðisdeildirnar hefðu ákveðin hlutverk s.s. að standa fyrir kosningu þingfulltrúa á þing LL. Varðandi tillögu hans og fl. varðandi kjör til stjórnar LL sagði hann að hver og einn ætti að geta kosið þann sem hann treysti best til starfans.

Gissur Guðmundsson lysti við lagabreytingatillögur stjórnar LL. Þá ítrekaði hann að menn kæmu með tillögur til kjaranefndar. Þá vildi hann heyra meira um viðhorf kvenna til félagsstarfa. Kvaðst Gissur ætla berjast fyrir lagabreytingatillögu stjórnar LL og vera tilbúinn að keyra menn á kjörstað. Tók Gissur undir með Geir Jóni að allir lögreglumenn verði góðir félagar.

Snorri Magnússon ítrekaði að sú tillaga sem hann stendur að er ekki tillaga næstu stjórnar heldur tillaga þriggja einstaklinga. Nefndi hann að gríðarlegt átak hafi verið í kringum þá vinnu að koma á öðrum lista vegna kjörs til stjórnar LL í vetur. Sagði hann að tillaga þeirra ætti að auðvelda kjör til stjórnar. Þá tón hann undir orð Geirs Jóns að því miður væru enn múrar á milli lögreglumanna og ítrekaði að það sem skipti máli að menn væru lögreglumenn og ætti ekki að skipta máli hvaða forskeyti væri þar fyrir framan.

Hermann Karlsson að sú umræða sem hefur farið fram varðandi lagabreytingatillögur sem komnar eru fram væri nauðsynlegt innlegg fyrir laganefnd. Þá vakti Hermann athygli á því að honum þætti áhugavert að Snorri Magnússon sé opinn fyrir báðum tillögunum en sé ekki einskorðaður við sína tillögu. Ræddi hann um að Þórir Steingrímsson væri í einu orði að tala um að svæðisdeildirnar verði að vera til þar sem þær hafi ákveðnu hlutverki að gegna en í hinu að trúnaðarmannaráði verði að tryggja fjármagn svo þær geti starfað. Þá lagði Hermann áherslu á að nauðsynlegt sé að tryggja að allir hópar lögreglumanna hafi sinn fulltrúa í stjórn LL og varhugavert sé að rífa niður allar girðingar.

Tinna Jóhönnudóttir tók undir orð Hermanns og Geirs Jóns varðandi það að tryggja verið að allar svæðisdeildir hafi sinn fulltrúa í stjórn. Leist henni ekki á þá tillögu að allsherjarkosning fari fram á meðal allra lögreglumanna þar sem misskipting geti orðið í stjórn LL. Sagðist Tinna lítast vel á tillögur núverandi stjórnar.

Óskar Sigurpálsson kom upp og sagði að ef menn vilji ekki vera í félagi þá ættu menn að segja sig úr LL en ekki eingöngu úr svæðisdeild þar sem svæðisdeildin sé hluti af LL. Þá sagðist hann vilja að yfirlögregluþjónar verði hluti af svæðisdeildum en standi ekki utan við eins og þeir gera í dag. Talaði hann um að sundrung væri á meðal lögreglumanna og að menn verði að standa saman. Þá sagðist hann ekki lítast vel á tillögu SM, IB og ÞS.

Gylfi Þór Gíslason sagðist lítast vel á þær tillögur að fella ætti niður listakosningar til stjórnar LL.

Guðmundur Fylkisson ræddi um tillögu að iðngjaldi til LL. Sagðist hann vera hlynntur því að krónutölu þak verði sett á iðngjaldið. Þá ræddi hann um fjöld þingfulltrúa hjá svæðisdeildum og nefndi sem dæmi að lögreglumenn í sérsveit RLS sem störfuðu á Akureyri væru skráðir sem starfsmenn RLS en ekki á Akureyri. Þá benti Guðmundur á að fara þyrfti varlega í miklar breytingar þar sem við þyrftum að standa saman í haus. Miklar breytingar geti valdið sundrung.

Þórir Steingrímsson kom upp sagði að misskilnings gætti varðandi tillögur hans, SM og IB. Ræddi hann um tilveru svæðisdeildanna og einstaklingsaðildina að LL. Sagði hann að vel yrði að vera skilgreint í lögum ef nota ætti LL sem mjólkurkú fyrir svæðisdeildir.

Jón Svanberg Hjartarson velti fyrir sér umboði þeirra sem eru í stjórn LL. Sagði hann að þegar hann hafi ákveðið að draga sig úr stjórn LL hafi verið kosið án mótframboða einn fulltrúi í hans svæðisdeild og var honum stillt upp sem fulltrúa deildarinnar á lista uppstillinganefndar LL. Sá listi var ekki kosinn sem stjórn LL og þar af leiðandi annar sem ekki hafði verið kosinn af deildinni.

Hjálmar Hallgrímsson sagði að áður hafi svæðisdeildirnar sem þá voru félög hafi leyst sín mál heima í héraði og að slíkt er nú gert í hans deild. Sagði hann sjálfsagt að í stjórn LL væru fulltrúar frá hverju svæði.

Geir Jón Þórisson kom upp og lýsti furðu sinni á því að ekki sé komið fram neitt um starfskjör á þinginu þar sem samningar séu framundan. Hann kvaðst vera með veganesti frá Félagi yfirlögregluþjóna varðandi eftirlaun og fl. Þá ræddi hann um að menn yrðu að huga að eftirlaunamálum og launamálum þar sem mikils sé vænst í komandi kjarasamningum.

Þórhallur Árnason vildi koma því að svæðisdeildin sem hann tilheyrir dafni vel og þurfi ekki á framlögum frá LL. Þá vill hann að hvert svæði hafi sinn fulltrúa í stjórn LL.

Gissur Guðmundsson kom upp og tók undir orð Geirs Jóns að menn hafi ekki komið fram með tillögur til kjaranefndar. Sagði hann þó ekki rétt að engin umræða hafi farið fram um þetta. Sagði hann að erfitt væri að fá menn til starfa í lögreglunni þar sem þeir sem „moka flórinn“ séu illa launaðir. Skoraði hann á menn að koma fram með tillögur til starfskjaranefndar.

Frímann Baldursson. Svaraði Gissuri og Geir Jóni varðandi tillögur um starfskjör. Ræddi um eftirlaunaaldur, 95 ára regluna, hækkun grunnlauna og hvatti hann menn með tillögur að koma fram með þær.

Aðalsteinn Júlíusson tók undir orð Frímanns varðandi 95 ára regluna beindi því til starfskjaranefndar að unnið verði að því að menn geti hætt þegar 95 árunum er náð. Þá tók hann undir orð Tinnu að landsbyggðin verði að eiga fulltrúa í stjórn LL og að svæðisdeildirnar sjái um að kjósa sinn fulltrúa í stjórn LL.

Tinna Jóhönnudóttir kynnti tillögur frá Lögreglufélagi Suðurlands. Sagði hún í gríni að tillögurnar væru í meginatriðum að fá hærri laun fyrir minni vinnu, meira orlof og hætta fyrr. Reifaði hún svo tillögur sem þingfulltrúum Suðurlands barst frá lögreglumönnum innan svæðisins, þ.a.m. starfsaldurshækkanir.

Snorri Magnússon kom upp og sagði að hann hefði undir höndum margar tillögur sem hann hyggst leggja fram í starfskjaranefnd og reifaði þær að nokkru leiti.

Þingforseti kvað orðið laust og enginn á mælendaskrá. Þá fór hann yfir nefndir og staðsetningu þeirra á meðan þær eru að störfum. Ítrekaði hann að mönnum væri frjálst að hlíða á störf nefnda. Þingforseti vísar þingskjölum til nefnda.

· Þingskjal 5 er vísað til Fjárhagsnefndar

· þingskjal 6 er vísað til Laganefndar

· þingskjal 7 er vísað til Laganefndar

· þingskjal 7a er vísað til Laganefndar

· þingskjal 8 er vísað til Laganefndar.

Þingforseti gerir nú hlé á þingi til miðvikudagsins 30. apríl svo nefndarstörf geti hafist.

—-Hlé—

Jónas Magnússon, þingforseti, bauð mönnum góðan daginn og hóf störf þings. Tekin voru til afgreiðslu álit starfsnefnda.

Afgreiðsla nefndarálita

Laganefnd

Hermann Karlsson gerði grein fyrir störfum Laganefndar (þingskjal 9). Nefndin vill gera eftirfarandi breytingar á lögum LL:

Breytingar á 3. gr. laga LL

Viðbót við 5. mgr. greinarinnar

Landinu skal skipt upp í svæðisbundnar deildir og skal svæði hverrar deildar hljóta samþykki stjórnar LL og skilgreinast í lögum deildarinnar. Á hverju svæði starfar ein deild og henni tilheyra þeir lögreglumenn sem hafa fasta starfsstöð á viðkomandi svæði.

Breytingar á 5. gr. laga LL

5. grein

Aðild að LL / deildum

Lögreglumenn verða aðilar að LL í samræmi við 3.gr. við það að leggja inn skriflega umsókn.


Breytingatillaga

5. grein

Aðild að LL / deildum

Lögreglumenn verða aðilar að LL í samræmi við 3.gr. við það að hefja störf í lögreglu.

Breyting á 6. gr. laga LL

6. grein

Réttindi og skyldur félagsmanna

Fullgildir félagar hafa kosningarétt og kjörgengi til trúnaðarstarfa innan LL, þ.m.t. að taka þátt í kosningu fulltrúa síns svæðis á þing LL sem og til stjórnar, óháð aðild að svæðisdeild.

Breyting á 8. gr. laga LL

8. grein

Hlutverk deilda/trúnaðarmanna

Hlutverk deilda er:

Að vera tengiliður félagsmanna við stjórn LL og er ábyrg fyrir félagsstarfinu á sínu félagssvæði.

Að standa fyrir kosningu fulltrúa svæðisins og varamanns/varamanna í stjórn LL.

Að standa fyrir kosningu fulltrúa svæðisins á þing LL.

Að standa fyrir kosningu trúnaðarmanna í vinnustöðvun, sbr. 18. gr.

Að semja um vakta- og vinnutíma lögreglumanna og standa fyrir kosningu meðal viðkomandi lögreglumanna um vinnutímann.

Að móttaka erindi félagsmanna.

Breyting á 12. grein laga LL

Stjórn LL sendir stjórnum deilda tilkynningu um fjölda fulltrúa á þing LL hverju sinni á grundvelli félagatals fullgildra félaga LL þann 1. janúar sama ár. Hver deild skal tilnefna fulltrúa þannig að einn fulltrúi sé fyrir hverja tvo hafna tugi fullgildra félaga og jafn margir til vara, fjöldi fulltrúa einstakra deilda má þó aldrei vera meiri en sem nemur 40% allt að 50 % þingfulltrúa með atkvæðisrétt. Tilnefning þingfulltrúa skal endurspegla uppbyggingu lögreglunnar á svæði viðkomandi deildar.

Ný deild miði fulltrúatölu við tölu fullgildra félaga eins og hún var þegar deildin sótti um inngöngu í LL.

Kjörbréf, staðfest með undirskrift formanns og ritara deildarinnar skal senda skrifstofu LL eigi síðar en einni viku fyrir þing. Um kjörtímabil fulltrúa fer eftir ákvörðun viðkomandi deildar.

Fráfarandi sem og komandi stjórn LL, varastjórn, framkvæmdastjóri, tveir fulltrúar trúnaðarmanna, fulltrúar staðar- fag og áhugafélaga og aðrir starfsmenn LL eiga rétt til þingsetu með málfrelsi og tillögurétti en atkvæðisrétt hafa þessir aðilar ekki nema þeir séu kjörnir fulltrúar.

Breyting á 19. gr. laga LL

19. grein

Fjármál

Hver félagsmaður greiði gjald til LL, ákveðinn hundraðshluta af grunnlaunum sínum eða tiltekna hámarksfjárhæð. Heimilt er stjórn LL að innheimta gjaldið hjá launagreiðanda. Landssambandsþing ákveður upphæð þessa gjalds að fengnum tillögum fjárhagsnefndar.

Heimilt er stjórn LL að hækka/lækka innheimtuhlutfallið um allt að 0,2 prósentustig milli þinga ef nauðsyn ber til.

Í upphafi hvers árs greiðir LL ákveðna upphæð til hverrar deildar innan félagsins í samræmi við félagatölu miðað við áramót. Greiðsla þessi er ætluð hverri deild til að starfrækja sitt lögbundna hlutverk samkvæmt lögum LL. Upphæð þessi skal ákveðin á þingi LL hverju sinni.

Breyting á 21. gr. laga LL

21. grein

Stjórn LL

Kjörtímabil stjórnar, skoðunarmanna reikninga og annarra þeirra sem kosnir eru til trúnaðarstarfa er tvö ár.

Formaður, stjórn og varastjórn LL skal kosin í allsherjar póstkosningu meðal félagsmanna LL sama ár og þing er haldið og skal kosningu vera lokið þrem vikum fyrir þing. Ný stjórn tekur við að afloknu þingi.

Kjörgengir í stjórn eru þeir sem eru fullgildir félagar í LL. Stjórnina skipa 9 menn og 6 til vara. Formaður, 8 meðstjórnendur og 6 varastjórnendur. Koma þeir til starfa í forföllum aðalmanna.

Formaður LL skal kosinn í allsherjar póstkosningu meðal félagsmanna LL sama ár og þing er haldið og skal kosningu vera lokið þremur vikur fyrir þing. Þeir sem gefa kost á sér í kjör formanns skulu láta kjörstjórn LL vita fyrir lok janúar sama ár og kosið er. Formaður og ný stjórn taka við að afloknu þingi.

Berist aðeins eitt framboð til formanns telst hann sjálfkjörinn.

Kjörgengir í stjórn eru þeir sem eru fullgildir félagar í LL. Stjórnina skipa 16 menn þ.e. formaður og 15 stjórnarmenn. Formaður er óbundinn svæðisdeild og telst oddamaður. Varamenn koma til starfa í forföllum aðalmanna.

Stjórnin skiptir með sér verkum og kýs í hlutverk varaformanns, ritara og gjaldkera. Heimilt er að sami aðili sinni tveimur hlutverkum. Framkvæmdastjórn skipa formaður og tveir stjórnarmenn sem kosnir eru af stjórninni.

Aðrir þeir sem kosnir eru til trúnaðarstarfa innan LL skulu kosnir á þingi LL.

Breyting á 25. gr. laga LL

25. grein

Fundir stjórnar og framkvæmdastjórnar

Stjórnarfundi skal halda a.m.k. fjórum sinnum á ári og oftar ef þurfa þykir. Á einn þessara funda skal boða stjórn og varastjórn og fara þá viðstaddir með jafnan atkvæðisrétt. Ennfremur ef þrír stjórnarmenn æskja þess og skulu þeir þá geta um fundarefni. Boða skal stjórnarfund með minnst einnar viku fyrirvara. Þó má boða stjórnarfund með styttri fyrirvara ef nauðsyn krefur.

Breyting á 26. gr. laga LL

26. grein

Uppstillingarnefnd

Stjórn LL skal í síðasta lagi í janúar það ár sem þing fer fram, tilnefna 5 menn í uppstillingarnefnd. Nefndin skal fyrir janúarlok leggja fram til kjörstjórnar framboð til stjórnar og varastjórnar í samræmi við 21 gr. þ.e. formanns, 8 meðstjórnenda og 6 til vara. Skriflegt samþykki frambjóðenda skal fylgja með.

Uppstillingarnefndin skal stilla upp á eftirfarandi hátt, samkvæmt núverandi svæðisskipan héraðsdómstóla:

Höfuðborgarsvæðið 7 menn

Reykjanes 2 menn

Suðurland 1 maður

Austurland 1 maður

Norðausturland 1 maður

Norðvesturland 1 maður

Vestfirðir 1 maður

Vesturland 1 maður

Við starf sitt skal uppstillingarnefndin hafa samráð við stjórnir svæðisdeilda og leitast við að uppstillingin í heild sinni endurspegli uppbyggingu lögreglunnar.


Breytingatillaga

26. grein

Stjórnarkjör

Svæðisdeildir skulu sjá um kosningu manna í stjórn LL og skal það gert sama ár og þing er haldið. Stjórnir svæðisdeilda skulu fyrir 20. janúar auglýsa eftir þeim sem vilja gefa kost á sér í stjórn LL frá viðkomandi félagssvæði. Ef fleiri gefa kost á sér en viðkomandi svæði á rétt til skal valið fara fram með kosningu. Fyrir 1. mars skal allsherjarkosningu lokið í hverri svæðisdeild og skulu þeir sem hlutu kosningu vera fullgildir í stjórn LL næstu 2 árin.

Stjórn LL verði, auk formanns, skipuð fulltrúum félagssvæða samkvæmt eftirfarandi hlutfallsskiptingu:

Höfuðborgarsvæðið 7 menn

Reykjanes 2 menn

Suðurland 1 maður

Austurland 1 maður

Norðausturland 1 maður

Norðvesturland 1 maður

Vestfirðir 1 maður

Vesturland 1 maður

Breyting á 28. gr. laga LL

Greinin falli brott.

28. grein

Framkvæmd stjórnarkjörs

Þá þegar er kjörstjórn LL hefur borist framboð uppstillingarnefndar skv. 26. gr. skal hún leggja fram framboð hennar og jafnframt auglýsa eftir öðrum framboðum. Frestur til að skila inn öðrum framboðum til kjörstjórnar skal vera til 1. mars sama ár. Framboð skal miðast við 15 einstaklinga í samræmi við 26. gr. og skilgreinast þannig: Formaður, 8 meðstjórnendur og 6 menn í varastjórn.

Kjör stjórnar fer fram með allsherjaratkvæðagreiðslu/póstkosningu. Kjörstjórn skal senda félagsmönnum kjörgögn, kosning skal standa yfir í a.m.k. 15 daga. Kjör til stjórnar LL er listakosning.

Berist aðeins framboð uppstillingarnefndar telst það sjálfkjörið.

Breyting á 29. gr. laga LL

Breyting á 2. mgr.

Allsherjaratkvæðagreiðsla, póstkosning eða netkosning skal fara fram um kjarasamning sem verða má eftir undirritun samninganefndar.

Með þessari tillögu er opnað fyrir kosningu með rafrænum hætti þegar og ef sá möguleiki verður fyrir hendi.

Hermann leggur fram álit Laganefndar og verður álitið þingskjal 9.

Umræður um álit Laganefndar

Þingforseti opnar á umræður um álit Laganefndar.

Guðmundir Fylkisson veltir upp spurningu um það hver sé varamaður formanns þar sem 21 gr. segi að formaður sé kosinn sér og því ekki einn af 15 aðalmönnum.

Jón Halldór Sigurðsson lýsti yfir ánægju sinni með tillögur að breytingum á 19. gr. varðandi greiðslur LL til svæðisdeilda.

Þórir Steingrímsson sagði að Laganefndin hafi unnið gott starf en þó vildi hann ítreka það sem hann ásamt öðrum lagði fram í þingskjali 8. Hann varaði eindregið við því að þingið samþykkti það sem varðar stjórnarkjör og greiðslur LL svæðisdeilda. Sagði Þórir að þingið og félagsmenn yrðu að fá að vita í hvað þeir fjármunir fara sem veittir eru til svæðisdeilda. Sagði hann að það væri ekki hlutverk LL að halda uppi svæðisdeildum og varaði við að LL yrði notað sem einhver mjólkurkú. Þá ræddi hann um aðild lögreglumanna að svæðisdeildum og LL. Þá ræddi hann um framkvæmd kjörs til stjórnar LL og sagðist ekki hafa heyrt annarsstaðar en á þingi LL að landsbyggðinni væri stillt upp á móti höfuðborgarsvæðinu. Sagði Þórir að með tillögum nefndarinnar um kjör til stjórnar væri verið að ganga eitt skref afturábak.

Guðjón Garðarsson sagðist vera því fylgjandi að svæðisdeildirnar hafi fé en hann sagðist ekki vera því fylgjandi að einhver ákveðin krónutala fari til svæðisdeildanna þar sem deildirnar séu mis virkar og að á sumum stöðum safnist upp fé á meðan aðrar noti sitt. Taldi hann að menn ættu vera varkárir í að fara út í breytingar á samningsréttargjaldinu.

Óskar Sigurpálsson kvaðst ekki skilja „þetta helvítis lýðræðiskjaftæði í Þórir Steingrímssyni“ og tal hans um lýðræðislega kosningu. Sagði hann að ekki sé hægt að neyða hvern sem er til að fara í félagsmál. Menn bjóði sig fram og ef framboð verði fleiri en sæti í boði verði kosið. Almennt talið sagði Óskar að honum litist vel á framkomnar lagabreytingatillögur.

—-Kaffihlé—-

Aðalsteinn Júlíusson tók til máls og sagðist ekki vera sammála því að leggja frekari fjárálögur á LL.

Sveinn Ingiberg Magnússon ræddi um kjör til stjórnar LL. Sagði hann að lýðræðið kæmi fram í því að fram fari „kjördæmakosning“ til stjórnar. Þá ræddi hann um kjör formanns og sagði að skv. tillögunum væri hann kosinn sér og hver og einn gæti því kosið sér formann. Taldi Sveinn að LL væri nú að feta sig áfram í átt á lýðræði og sagði þetta vera vænlegasta kostinn.

Óskar Þór Guðmundsson kom upp og sagði að ekki væri þörf á því að svæðisdeildirnar fái þessa fjármuni frá LL.

Hermann Karlsson óskaði eftir því að tillögum Laganefndar verði aftur vísað til nefndarinnar. Engar athugasemdir bárust við þá tillögu.

Þingforseti bar tillöguna undir atkvæði og var hún samþykkt samhljóða og var þingskjali 9 vísað í Laganefnd.

Starfskjaranefnd

Þórir Ingvarsson gerði grein fyrir störfum Starfskjaranefndar (þingskjal 10) Eftirfarandi voru helstu áhersluatriði Starfskjaranefndar:

Grunnlaun:

Að gerð verði sú krafa að grunnlaun lögreglumanna verði hækkuð verulega. Að launakjör lögreglumanna verði í samræmi við ábyrgð, skyldur og þá áhættu sem starfinu fylgir.

Aukavinna:

Að gerð verði sú krafa að greitt verði sérstakt álag fyrir aukavinnu sem unnin er um nætur, helgar og á sérstökum frídögum.

Starfslokaaldur:

Að gerð verði sú krafa að starfslokaaldur lögreglumanna verði strax lækkaður í 63 ár og hann síðan lækkaður í áföngum niður í 60 ár.

95 ára reglan:

Að gerð verði sú krafa að þeir sem láti af störfum samkvæmt 95 ára reglunni njóti samræmis í eftirlaunum við þá sem hætta við starfslokaaldur (nú 65 ára).

Menntun:

Að gerð verði sú krafa að lögreglumenn fái framhaldsnám metið til launa, hvort sem það er nám í Lögregluskóla ríkisins eða annað nám sem nýst getur í starfi.

Líkamsrækt:

Að gerð verði sú krafa að lögreglumönnum verði gert kleift að stunda líkamsrækt í vinnutíma, á kostnað vinnuveitanda.

Ásamt þessu sagði Þórir að sérstaklega hafi verið rætt um álagsgreiðslur til þeirra sem eru í sérstökum störfum innan lögreglunnar. Sagði hann þó að Starfskjaranefnd hafi ekki komist að niðurstöðu í málinu þar sem þeirra álit var að allir lögreglumenn ynnu undir álagi og því erfitt að taka einhvern ákveðinn hóp út.

Umræður um álit Starfskjaranefndar

Magnús Einarsson tók við störfum þingforseta og bauð Jónasi Magnússyni orðið.

Jónas Magnússon ræddi um breytingu á starfsloka aldri og að það væri ekki einfalt mál að færa starfsaldur niður þar sem það kalli á breytingar á landslögum. Sagði hann að á sínum tíma hafi verið unnið með yfirvöldum samhliða kjarasamningsgerð og að ferlið væri mjög flókið.

Þröstur Hjörleifsson sagði að í næstu kjarasamningum ætti að semja til skamms tíma. Sagðist hann vera þeirrar skoðunar að LL ætti að segja sig úr BSRB og nota þá fjármuni sem sparast til að ráða menn sem hafa þekkingu til þess að semja fyrir lögreglumenn. Samningagerð eigi ekki að snúast um að skila inn áunnum réttindum fyrir hækkanir. Þá sagði hann að rödd lögreglumanna á landsbyggðinni ætti að láta rödd sína heyrast. Þröstur ræddi einnig um kjör til stjórnar LL og að ekki ætti að fella niður allar girðingar í kjöri til stjórnar. Þá sagði Þröstur að honum líkaði tillögur Starfskjaranefndar og að kröftugar kröfur verði að leggja fram. Talaði hann um að lögreglumenn yrðu að fá nýtt starfsmat eins og kennarar fengu og að nýta ætti það í kjarasamningsviðræðum. Hann sagði að vinna ætti að því að þeir lögreglumenn sem séu á 95 ára reglunni fái viðunandi starfslok.

Hlé gert á umræðum um álit Starfskjaranefndar.

Kynning á Tazer rafbyssu sem varnartæki

Þingforseti bauð Kristófer Helgason velkominn en hann kynnti fyrir þingfulltrúum nýtt varnartæki, Tazer rafbyssu við góðar undirtektir hjá þingfulltrúum.

Umræður um álit Starfskjaranefndar, framhald

Þingforseti hefur störf þingsins aftur eftir kynningu Kristófers og matarhlé og opnar á umræðu um þingskjal 10 frá Starfskjaranefnd.

Hjálmar Hallgrímsson sagði að það hlyti að verða markmið lögreglumanna að fá fram hækkun grunnlauna og benti á að nota ætti áhættuþáttinn í starfi lögreglumanns sem eina af ástæðum þess að fá fram hærri grunnlaun. Þá nefndi hann einnig þær kvaðir sem settar eru á lögreglumenn s.s. hömlur í aukastörfum og nefndi sem dæmi að dómarar hafi fengið gríðarlega hækkun á launum. Þá ræddi hann um aukavinnu, s.s. fasta yfirvinnu. Þá vill hann raða aukavinnu upp í þrjá flokka: aukavinnu á daginn, aukavinnu á nætur og aukavinnu á almennum frídögum. Talaði Hjálmar einnig um töku aukavinnu hjá lögreglumönnum og um það hvort lögreglumenn fengju 7. daginn í fríi eins og samningar segja til um. Sagði hann að ekki ætti að skipa mönnum að vinna aukavinnu án þess að menn fengju eitthvað fyrir það.

Kristján Örn Kristjánsson ræddi um viðmiðunarhópana. Sagði hann að lögreglumenn eigi ekki samleið með þeim hópum sem okkur er still upp með hjá BSRB. Sagði hann að við ættum að öllu jöfnu að vera settir á hærra plan en hinir hóparnir. Varðandi réttindamál lögreglumanna sagði Kristján að stjórn LL yrði að mynda sér skýra stefnu í því að „útrýma“ ófaglærðum lögreglumönnum innan lögreglunnar. Sagði hann að á meðan þessir hópur væri við störf þá sé erfitt að fá eitthvað fram í launakröfum. Þá ræddi Kristján um eftirlaun lögreglumanna. Þá sagði Kristján að sumir yfirmenn brjóti á vinnutímareglum og lögreglumenn fái ekkert í staðinn fyrir þá vinnu. Kristján ræddi einnig um ákvæði 9. kafla um staðgengla. Sagði hann að menn fái á sumum stöðum ekki laun staðgengils þó svo að þeir gegni stöðu yfirmanns þegar hans nýtur ekki við. Vill hann að menn fái laun í samræmi við ábyrgð.

Guðmundir Fylkisson sagði að honum finnist tillögur Starfskjaranefndar heldur rýrar og að það vanti utan á beinin. Sagði hann að ef menn fái ekki í gegn um þrepaskiptingu aukavinnu eigi að skoða hvort menn eigi að fá frítöku í staðinn. Þá óskaði hann eftir upplýsingum um þá vinnu sem fram fór innan BSRB varðandi álagsgreiðslur.

Hjálmar Hallgrímsson skýrði frá því að staðgenglar væru hjá hans embætti. Það væri bindið í kjarasamninga og væri því alveg skýrt. Þá ræddi hann um ástandið á Suðurnesjum og kallaði eftir að menn létu í sér heyra, s.s. lögreglumenn frá höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Snorri Magnússon kvaðst vera ánægður með skjalið frá Starfskjaranefnd. Sagði hann að þó væri meir sem þyrfti að taka á. Sagði hann að gott væri að fá þetta skjal inni þá erfiðu vinnu sem fyrir höndum er. Sagði hann að menn fái ekkert ef ekki er beðið um neitt.

Enginn tók frekar til máls og var þingskjal 10 borið undir atkvæði. Þingskjal 10 var samþykkt samhljóða.

Laganefnd, framhald

Hermann Karlsson gerir grein fyrir breytingum á þingskjali 9 og mun þetta verða endanleg útgáfa frá Laganefnd. Þingið samþykkti að breytingar voru gerðar á skjalinu án þess að það hlyti nýtt númer.

Breytingar á 3. gr. laga LL

Viðbót við 5. mgr. greinarinnar

Landinu skal skipt upp í svæðisbundnar deildir og skal svæði hverrar deildar hljóta samþykki stjórnar LL og skilgreinast í lögum deildarinnar. Á hverju svæði starfar ein deild. Svæðinu tilheyra þeir lögreglumenn sem hafa fasta starfsstöð.

Breyting á 19. gr. laga LL

19. grein

Fjármál

Hver félagsmaður greiði gjald til LL, ákveðinn hundraðshluta af grunnlaunum sínum eða tiltekna hámarksfjárhæð. Heimilt er stjórn LL að innheimta gjaldið hjá launagreiðanda. Landssambandsþing ákveður upphæð þessa gjalds að fengnum tillögum fjárhagsnefndar.

Heimilt er stjórn LL að hækka/lækka innheimtuhlutfallið um allt að 0,2 prósentustig milli þinga ef nauðsyn ber til.

3. málsgreinin í fyrri tillögum fellur út.

Atkvæðagreiðsla um álit tillögur Laganefndar

Enginn kvaddi sér hljóðs og bar þingforseti lagabreytingatillögurnar undir atkvæði. Niðurstaða atkvæðagreiðslu var svohljóðandi:

3. gr. samþykkt samhljóða.

5. gr. samþykkt samhljóða.

6. gr. samþykkt samhljóða.

8. gr. samþykkt samhljóða.

12. gr. samþykkt samhljóða.

19. gr. samþykkt með 24 atkvæðum á móti 3 atkvæði.

21. gr. samþykkt með 28 atkvæðum á móti 1 atkvæði.

25. gr. samþykkt samhljóða.

26. gr. samþykkt með 26 atkvæðum á móti 1 atkvæði.

29. gr. samþykkt samhljóða.

Þingskjal 9 samþykkt samhljóða.

Upp kom að líklega hafi gleymst að bera breytingatillögu á 28. gr. undir atkvæði. Þingforseti bar því þá breytingatillögu undir atkvæði.

28. gr. samþykkt samhljóða

Þingskjal 9 var aftur borið undir atkvæði og var það samþykkt samhljóða.

Allsherjarnefnd

Þórir Steingrímsson fór yfir störf nefndarinnar. Sagði Þórir að þeir hafi reynt að takmarka það sem þeir höfðu framað færa þar sem að nógu var að taka. Eftir störf nefndarinnar varð til eftirfarandi ályktun (Þingskjal 11):

Ályktun XXIX. þings LL að Munaðarnesi 29.04.-01.05. 2008.

XXIX. þing Landssambands lögreglumanna í Munaðarnesi 29. apríl – 1. maí 2008 fagnar áfangaskýrslu nefndar um mat á breytingum á nýskipan lögreglu og væntir að málum verði fylgt reglulega eftir með skýrslum sem þessari og niðurstöður þeirra verði notaðar í fullri samvinnu stjórnenda og starfsmanna. Þannig hefur lögreglan í landinu meiri burði í að bæta traust almennings á störfum sínum. Traust almennings til lögreglu er mikið. Þing LL lýsir ánægju með niðurstöður könnunar á trausti almennings til lögreglunnar. Traust eykst milli kannanna og sýnir það hug almennings á störfum lögreglu sem oft þarf að leysa úr vandasömum málum.

Þá fagnar þingið stefnu RLS í starfsmannamálum, s.s. gerð jafnréttisáætlunar, starfsmannaviðtölum o.þ.h. sem einstök lögregluembætti eru þegar farin að vinna eftir. Kallað er eftir gegnsæi, þ.e. að starfsmenn verði betur upplýstir um stöðu sína innan embættanna. Þingið hvetur lögreglumenn og yfirmenn löggæslumála til að beita sér fyrir að trúnaðarmannakerfi verði komið á innan starfsstöðva allra lögregluembætta til að bæta kjör, starfsumhverfi og aðstöðu lögreglumanna.

Þó telur þingið að persónubundin þekking sé ekki nægilega metin að verðleikum innan lögreglu. Sérþekking lögreglumanna á sérstökum málaflokkum er misjöfn. Til að halda í þekkingu þarf að bæta launakjör þeirra sem velja sér starf í lögreglu sem ævistarf og efla þekkingu sína. Bregðast mætti við flótta reynsluríkra lögreglumanna úr stéttinni með því að tekjutengja sérfræðiþekkingu þeirra. Huga ber að því hvort leggja beri lögfræðimenntun lögreglustjóra til jafns við stjórnunarreynslu innan lögreglu og stjórnunarmenntun við val á lögreglustjórum. Yrði það í samræmi við þróun annars staðar á Norðurlöndunum.

Umræður um álit Alsherjanefndar

Enginn kvaddi sér hljóðs varðandi þingskjal 11 og bar þingforseti það undir atkvæði.

Þingskjal 11 samþykkt samhljóða.

Umræða um fjárhagsáætlun og ákvörðun um gjald til LL næstu tveggja ára.

Aðalsteinn Júlíusson kom fram fyrir hönd Fjárhagsnefndar og kynnti tillögur nefndarinnar (Þingskjal 5a)

Nefndin geir tvær tillögur sem felast annarsvegar í sér að lögreglumenn greiði að hámarki 75.000 kr. til LL á ársgrundvelli. Þá gera þeir tillögu um að formanni LL verði gert kleift að að starfa að lágmarki að starfa í a.m.k. 59% starfi hjá LL og að hann geti minnkað við sig í vinnu hjá sínum embætti sem samsvarar því og að laun hans skerðist ekki nema því sem nemur skertu vinnuframlagi.

Þá gerir nefndin breytingatillögu á fjárhagsáætlun næstu tveggja ára sem felst í því að launakostnaður stjórnar verði nýttur í launakostnað formanns, þ.e. að fella niður launagreiðslur til framkvæmdastjórnar. Einnig gera þeir tillögu um að auka framlag til NBNP samstarfi lögreglukvenna verði aukinn í 400 þúsund krónur, þ.e. hækkun um 50 þúsund krónur. Þá vilja þeir að framlag til lífeyrisdeildar verði hækkaður um 50 þúsund krónur. Til að mæta þessari aukningu vilja þeir lækka kostnaðarliðinn gjafir og styrkir um 100 þúsund krónur, úr 500 þúsund í 400 þúsund.

Lagt er til að gjald til LL verði óbreytt.

Geir Jón kom upp og þakkaði fyrir það að nefndin hafi lækkað kostnað yfirlögregluþjóna til LL. Þá vill Geir Jón að formanni LL verði gert kleyft að halda fullum launum og missi ekki neitt af sínum áunnu réttindum á meðan hann gegnir störfum formanns þó svo að hann sé í 50% starfi.

Jónas Magnússon, þingforseti, kom upp og sagðist hafa góða reynslu af því að vera í 50% starfi annars vegar hjá LL og hinsvegar hjá lögreglunni í Reykjavík.

Hermann Karlsson velti því upp hvort Fjárhagsnefndin hafi reiknað út hve mikil skerðing yrði í innkomu til LL með því að setja ákveðið þak á greiðslum félagsmanna til LL. Þá ræddi hann um störf í framkvæmdastjórn og launagreiðslur til framkvæmdastjórnar.

Aðalsteinn sagði að líklega myndi vera skerðing um 800 þúsund krónur með því að setja þak á greiðslur félagsmanna til LL.

Enginn annar kvaddi sér hljóðs og var skjal 5a borin undir atkvæði.

Tillaga 1 sem lýtur að hámarksgreiðslu upp á 75.000 krónur á ársgrundvelli var samþykkt með 24 greiddum atkvæðum gegn 2 atkvæðum.

Tillaga 2 sem lýtur að launagreiðslum til formanns var samþykkt með 20 atkvæðum gegn 3 atkvæðum.

Þingskjal 5a var síðan samþykkt með 19 greiddum atkvæðum. Ekkert atkvæði var greitt á móti skjalinu.

Önnur mál

Guðmundur Fylkisson bar upp ályktunartillögu sem hann sjálfur stendur að ásamt þeim Dagný Hjörvarsdóttur, Jens Gunnarssyni og Þórhalli Árnasyni. Tillagan sem lítur að starfsmönnum íslensku friðargæslunnar. Tillagan er svohljóðandi ásamt greinargerð (Þingskjal 12):

„XXIX Þing Landssambands lögreglumanna, haldið í Munaðarnesi 29-30. Apríl 2008 hvetur Íslensku Friðargæsluna til að hafa samstarf við Landssamband lögreglumanna og Ríkislögreglustjóraembættið varðandi borgaraleg lögregluverkefni sem Íslenska Friðargæslan tekur þátt í.“

Á hverju ári taka nokkrir lögreglumenn þátt í verkefnum fyrir Íslensku Friðargæsluna á erlendri grundu. Hingað til hefur lítið sem ekkert samstarf verið haft við Landssamband Lögreglumanna og Ríkislögreglustjóraembættið við val á lögreglumönnum í verkefni, við að upplýsa lögreglumenn um hvaða verkefni eru í boði og síðan við tengsl við þá lögreglumenn sem starfa tímabundið á erlendri grundu. Hjá Landssambandi Lögreglumanna og eins hjá Ríkislögreglustjóraembættinu liggja fyrir upplýsingar um lögreglumenn sem hafa sitthvað fram að færa við kennslu, þjálfun og ráðgjöf. Eins er það svo að æskilegt er að nýta þá reynslu sem menn öðlast við friðargæslustörf þannig að gagnsemin af þátttökunni sé gagnkvæm. Starf á erlendri grundu, fjarri fjölskyldu og vinum, í langan tíma tekur á og nauðsynlegt fyrir þá sem þar eru að hafa trausta tengingu til heimalands. Einhverjar þjóðir hafa það sem reglu að lögreglumenn við friðargæslustörf á erlendri grundu fá heimsókn frá sínum vinnustað heimafyrir og fulltrúa stéttarfélags.

Þá bar Guðmundur einni upp ályktunartillögu varðandi orðuveitingar. Tillagan er svohljóðandi ásamt greinargerð (Þingskjal 13):

„XXIV þing Landssambands lögreglumanna haldið í Munaðarnesi 29-30. apríl 2008 samþykkir að fela stjórn Landssambandsins eða eftir atvikum Orðunefnd að koma á laggirnir heiðursmerki sem Landssambandið veiti í öðrum tilvikum en tengdum félagsmálum lögreglumanna. Merki þetta megi afhenta lögreglumönnum og eftir atvikum öðrum en lögreglumönnum.“

Á sínum tíma varð Orðunefnd sett á laggirnar til að veita Heiðursmerki fyrir störf að félagsmálum. Orður hafa verið veittar öðrum en lögreglumönnum og hefur það verið gagnrýnt. Rétt er að bregðast við þessu með því að setja á laggirnar annars konar heiðursmerki.

Óskar Þór Guðmundsson kom upp og bar upp eftirfarandi ályktunartillögu um Tazer sem valdbeitingartæki lögreglu. Tillagan ásamt greinargerð er eftirfarandi (Þingskjal 14):

„29. þing Landsambands lögreglumanna krefst þess að öllum útivinnandi lögreglumönnum verði útvegað Tazer valdbeitingartæki sem allra fyrst.“

Að mati þingsins er það með öllu ólíðandi að slysatíðni lögreglumanna á Íslandi sé hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Tazer valdbeitingartækið er sennilega mest rannsakaða valdbeitingartækið sem notað er af lögreglu í dag og því er ekki þörf á því, að mati þingsins, að tefja málið með frekari skoðunum. Á meðan á þessu ferli stendur eru lögreglumenn að slasast við skyldustörf sín nær daglega.

Jón Halldór Sigursson kom upp og kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með að breytingatillaga á 19. gr. laga LL hafi verið samþykkt. Sagði Jón að svæðisdeildirnar þurfi á fjármunum að halda frá LL þar sem starf svæðisdeildarinnar sé mikið og oft vanti fjármuni til sinna lögboðinni skyldu. Þá sagði hann að hann væri ósáttur við það að Lögreglufélag Suðurnesja hafi ekki fengið stuðning frá öðrum svæðisdeildum í baráttu þeirra við breytingu á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Magnús Einarsson tók til máls og sagði í tilefni að tillögu Guðmundar Fylkissonar varðandi orður. Sagði hann að fyrir mörgum árum hafi verið samþykkt á landsþingi að veita orður. Sagði hann ef LL vilji heiðra menn fyrir önnur störf en þau er lúta að félagsmálum þá megi nota þær orður sem nú þegar eru til. Sagði hann að á meðan hann var í orðunefndinni hafi ekki vafist fyrir þeim að ef þeir vildu heiðra einhvern fyrir einhver störf þá var þeim veitt orða LL. Sagði hann að orður LL væri góður möguleiki ef veita á þeim sem hafa unnið góð störf. Sagði Magnús að ekki væri þörf á að greiða atkvæðu um þingskjal 13 þar sem orða er nú þegar til.

Jónas Magnússon. þingforseti, sagði til gamans að orða LL hafi orðið til í brunagaddi í Helsingi í Finnlandi.

Höskuldur Erlingsson kom upp og vildi aðeins ræða úthlutunarreglur í líknar- og sjúkrasjóði LL. Vildi hann beina því til úthlutunarnefndarinnar að styrkir yrðu sveigjanlegri miðað við tilefni. Þá ræddi hann aðeins um nýju kylfuna en embættin ráða því sjálf hvort þeim eldri verði skipt út. Vill hann sjá breytingu á því.

Karl Hjartarson ræddi um vinnuaðstöðu lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu þá sérstaklega aðstöðu lögreglumanna á lögreglustöðinni í Mosfellsbæ. Sagði hann meðal annars frá því að Vinnueftirlit ríkisins hafi komið og skoðað aðstæður í lögreglustöðinni og gert þar allmargar athugasemdir. Sagði hann að öllu fögru hafi verið lofað varðandi lagfæringar en ekkert hafi gerst. Vill hann að búnaðar og tækjanefndin verði vakandi yfir þessum atriðum.

Guðmundur Fylkisson kom upp og mótmælti Magnúsi Einarssyni og sagði að þörf væri á öðru heiðursmerki.

Aðalsteinn Júlíusson sagði að almennt mætti heyrast meira frá lögreglumönnum í fjölmiðlum um hin ýmsu mál. Las hann upp úr grein sem hann skrifaði sjálfur samanburð álaunakjörum sínum og annarra starfsstétta. Þá vildi hann að gaumgæfilega yrði skoðað að lögregla taki upp Tazer í sinni vinnu sem valdbeitingartæki.

Þórir Steingrímsson ræddi um vinnuverndarátak sem komið var af stað af öryggisnefndinni hjá embætti lögreglustóra höfuðborgarsvæðisins. Sagði hann að borin hafi verið upp ýmiss atriði varðandi aðbúnað lögreglumanna í öryggisnefndinni. Þá talaði hann um áhættumat innan starfsstöðva og að nauðsynlegt sé að það fari fram. Ræddi hann ýmiss atriði sem öryggisnefndin hafði tekið á hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Þá skoraði hann á alla lögreglumenn að taka þátt í vinnuverndarátakinu.

Gylfi Gíslason kvaðst vera sammála Magnúsi Einarssyni um að ekki þyrfti fleiri orður. Þá kom Gylfi aðeins inn á úthlutanir í líknar- og sjúkrasjóði og styrkveitingar vaðandi aðstoð frá sálfræðingi. Þá ræddi hann aðeins um félagsfána lögreglufélaga.

Snorri Magnússon tók undir orð Aðalsteins um að lögreglumenn láti í sér heyra í fjölmiðlum. Hvatti hann menn eindregið um að koma fram og tjá sig um kjaramál og aðbúnað lögreglumanna. Þá kom Snorri inn á starf öryggisnefndarinnar hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Talaði hann um aðbúnað lögreglumanna sem störfuðu Hlemm-megin á Hverfisgötu en þar inni var mikil hitasvækja á sumrin. Var hitinn svo mikill að Vinnueftirlit hótaði að loka aðstöðinni. Fagnaði hann tillögu Guðmundar Fylkissonar og fl. um friðargæsluna. Sagðist hann þekkja þetta af eigin raun.

Þórir Ingvarsson kom upp og kvað tillögu Óskar Þórs um Tazer sem valdbeitingartæki mjög góða. Hann vildi þó að henni yrði breytt á þá vegu að allir lögreglumenn fái slíkt tæki. Þá ræddi hann um fjárhagsvanda embætta og skilningsleysi stjórnvalda. Vildi hann fá aukið fjármagn inn í lögregluna.

Aðalsteinn Júlíusson skoraði á menn að kaupa það sem Líknarsjóðurinn hefur upp á að bjóða til þess að styrkja sjóðinn.

Geir Jón Þórisson lýsti yfir ánægju sinni með orð Aðalsteins Júlíussonar. Þá sagði hann liðna tíð að tal um trúnaðarmenn færu í taugarnar á yfirmönnum. Sagði hann trúnaðarmenn vera nauðsynlega. Þá ræddi hann um öryggisnefndina hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og að erindi um aðbúnað þurfi að berast rétta boðleið. Þá ræddi hann aðeins um nýskipan í lögreglumálum. Þá sagði hann að það væri skelfilegt ástand á Suðurnesjum og að slíkt kæmu okkur öllum við. Sagðist hann sjálfur hafa lýst yfir áhyggjum sínum um þetta við ráðherra. Þá ræddi hann um þann sparnað sem blasti við almennu deildinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fyrir liggur spara þarf um 160 milljónir. Þá þakkaði hann fyrir mjög gott þing.

Þingforseti gerði nú stutt kaffihlé.

—-Kaffihlé—

Strax eftir kaffihlé kom Aðalsteinn Júlíusson upp og vakti athygli á því að Gissur Guðmundsson ætti afmæli í dag. Risið var úr sætum og hann hylltur.

Óskar Þór Guðmundsson þakkaði Þóri Ingvarssyni ábendinguna um að allir lögreglumenn fái Tazer og óskaði eftir því að orðið útivinnandi verði strikað út úr tillögu sinni (þingskjali 14). Tillagan verður því svohljóðandi:

„29. þing Landsambands lögreglumanna krefst þess að öllum lögreglumönnum verði útvegað Tazer valdbeitingartæki sem allra fyrst.“

Þá ræddi Óskar um það hvernig mætti spara 90 milljónir á því að breyta stöðu ljósabúnaðar á lögreglubifreiðum og kenna lögreglumönnum vistakstur.

Jón Halldór Sigurðsson kom upp og tók fyrir dæmi um leigu á bifreiðum frá almennri bílaleigu og bílaleigu ríkislögreglustjóra. Í þessu dæmi var munurinn um 1 milljón þar sem leigutaxti frá ríkislögreglustjóra var hærri. Sagði hann að Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra væri ekki að standa sig. Taldi hann að þetta rekstrarform á bílarekstri lögreglunnar afar óhentugt. Þá ræddi hann um sparnað þann sem blasir við almennri deild hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og þann vanda sem nú er uppi hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Hlynur Snorrason tók undir orð Þóris Ingvarssonar um að fjármagn vanti inn í lögregluna. Þá sagði hlynur að honum lítist vel á þær tillögur sem Starfskjaranefnd setti fram. Þá ræddi hann um fatamál lögreglunnar og samskipti sín við Hexa þar sem honum var neitað um að fá afhentan fatnað vegna deilna um kostnað vegna gengisbreytinga.

Þórir Ingvarsson las upp tillögu að ályktun frá honum sjálfum ásamt Snorra Magnússyni og Kristjáni Erni Kristjánssyni (Þingskjal 15). Tillagan ásamt greinargerð er eftirfarandi:

„XXIX þing Landssambands lögreglumanna haldið í Munaðarnesi 29. Apríl til 1. Maí 2008 ályktar að nú þegar verði farið í það að endurskoða fjárveitingar til lögregluembætta í samræmi við sanna fjárþörf embættanna.“

Greinargerð

Lögreglumenn eru sammála um að fjárveitingar sem ætlaðar eru lögregluembættunum eru í engu samræmi við þær skyldur sem á þau eru lagðar.

Minni fjárheimildir en raunverulega þarf til reksturs lögreglu til að halda uppi viðunandi þjónustu- og öryggisstigi gagnvart þegnum landsins ógna öryggi borgaranna og skapa falskt öryggi.

Þingi styður baráttu lögreglustjórans á Suðurnesjum fyrir leiðréttingu á fjárveitingu til þessa annars stærsta lögregluembættis landsins.

Þá sagði Þórir að nauðsynlegt sé að allir lögreglumenn standi saman í þeirri baráttu sem framundan er.

Dagný Hjörvarsdóttir talaði um manneglu í lögreglunni og að það ógni öryggi lögreglumanna. Þá ræddi hún aðeins um hugmyndir um varalið lögreglu. Sagði hún þessa hugmynd skrýtna þar sem í raun sé ekkert aðallið vegna skorts á lögreglumönnum. Þá ræddi hún hugmyndir um Timecare kerfið sem hugmyndir eru upp um að taka upp á höfuðborgarsvæðinu. Þá viðraði hún hugmyndir um að lögreglan hefði blaðafulltrúa sem kæmi fyrir hönd lögreglunnar. Hún talaði einnig um góða framkvæmd svæðisdeildar Suðurnesja á fundi um fjárhagsvanda embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Jónas Magnússon, þingforseti bar undir atkvæði þau þingskjöl sem borin voru upp undir liðnum önnur mál. Niðurstaðan var eftirfarandi:

Þingskjal 12 var samþykkt samhljóða

Þingskjal 13 var fellt með 5 atkvæðum gegn 4.

Þingskjal 14 var samþykkt samhljóða

Ekki fleiri voru á mælendaskrá og lokaði þingforseti liðnum önnur mál.

Tillögur stjórnar LL um nefndir 2008 – 2010

Snorri Magnússon kynnti tillögur uppstillinganefndar í nefndir og ráð LL. Eftirfarandi eru tillögur nefndarinnar (Þingskjal 16):

Orðunefnd

Jónas Magnússon formaður

Höskuldur B. Erlingsson

Jóhann M. Hafliðason

Skúli Björnsson

Brynhildur Björnsdóttir

Varamenn:

Skúli Jónsson

Þorgrímur Óli Sigurðsson

Styrktar- og sjúkrasjóður

Sveinn Ingiberg Magnússon

Kristján Ingi Kristjánsson

Haraldur Sigurðsson

Starfsmenntunarsjóður

Óskar Sigurpálsson

Eiríkur Hreinn Helgason

Jónatan Guðnason

Hrafn Árnason

Guðjón St. Garðarsson

Erna Sigfúsdóttir

Líknar- og hjálparsjóður

Geir Jón Þórisson formaður

Gissur Guðmundsson

Óskar Sigurpálsson

Skoðunarmenn reikninga

Kristján Kristjánsson

Hilmar Th. Björgvinsson

Varamaður:

Hafliði Þórðarson

Orlofsnefnd

Kristinn Sigurðsson

Friðrik Brynjarsson

Bonnie Laufey Dupuis

Heiðar Bjarndal

Berglind Eyjólfsdóttir

Trúnaðarmannanefnd

Þórir Steingrímsson

Frímann Baldursson

Guðjón St. Garðarsson

Til vara

Harald Unnar Haraldsson

Fata- og tækjanefnd

Guðmundur Fylkisson

Ágúst Sigurjónsson

Páll Bergmann

Kjörstjórn

Jón Halldór Sigurðsson

Guðmundur Fylkisson

Tinna Jóhönnudóttir

Varamenn

Ragnar Kristjánsson

Sigurbergur Theódórsson

Vignir Elísson

Samstarfsnefnd

Fulltrúar úr framkvæmdastjórn LL

Fulltrúi LL í fræðslu- og starfsþróunarsjóð

Skipað af stjórn

Fulltrúar LL í félagsmiðstöðinni Grettisgötu 89

Skipað af stjórn

Fulltrúi LL í valnefnd LSR

Skipað af stjórn

Fulltrúi LL í skólanefnd LSR

Skipað af stjórn

Fulltrúi LL í stjórn stjórnunarnáms við LSR

Skipað af stjórn

Fulltrúi LL í fata- og tækjanefnd RLS

Óskar Sigurpálsson

Berglind gerði athugasemd við það að engin kona væri í fata- og tækjanefndinni. Sagði hún nauðsynlegt að kona yrði í nefndinni.

Snorri Magnússon gerir tillögu um að kona komi inn í nefndina og óskaði hann eftir framboðum. Jóhanna Heiður Gestsdóttir bauð sig fram og fer inn í nefndina sem fjórði maður.

Engin mótframboð bárust í nefndir og var hver nefnd fyrir sig samþykkt án breytinga fyrir utan viðbótina í fata- og tækjanefnd.

Þingskjal 16 var samþykkt samhljóða.

Þingforseti kynnti nýja stjórn LL og stóðu þeir upp sem viðstaddir voru af stjórninni. Var þeim fagnað með lófataki.

Frímann Baldursson vildi þakka fráfarandi stjórn fyrir þeirra störf, hún skilar góðu búi, Frímann bað þingfulltrúa að rísa úr sætum og klappa fyrir fráfarandi stjórn. Þingheimur varð við því.

Hermann Karlsson þakkaði kærlega fyrir sig en hann hefur verið í stjórn LL undanfarin 12 ár. Sagði hann frá deilum sem upp hafa komið á fyrri þingum en jafnframt að þingin hafi verið að öllu jöfnu góðar samkomur og nauðsynlegar. Þá þakkaði hann starfsfólki skrifstofu kærlega samstarfið sem og öðrum stjórnarmönnum.

Sveinn Ingiberg Magnússon þakkaði mönnum fyrir gott þing og sagði að þetta þing væri ekki síður friðarþing heldur en það síðasta. Þá þakkaði hann starfsfólki skrifstofu LL og bað þingheim að rísa úr sætum og gefa þeim gott klapp. Þá þakkaði hann samstarfsmönnum sínum í stjórn LL kærlega samstafið og sagðist sakna þeirra. Hann óskaði nýkjörinni stjórn LL til hamingju með kjörið. Þá þakkaði hann fyrir traustið sem honum hefur verið sýnt sem formanni og stjórnarmanni í LL.

Gissur Guðmundsson gaf nýkjörinni stjórn LL nokkur góð heilræði í veganesti næstu tvö árin. Sagði hann að gefa ætti öllum nýjum mönnum í félagsmálum tækifæri og að ekki ætti að dæma þá fyrirfram heldur af verkum þeirra. Þakkaði hann fráfarandi stjórn samstarfið og óskaði nýrri stjórn velfarnaðar.

Jónas Magnússon, þingforseti, þakkaði fyrir sig og samstarfsfólkinu fyrir samstarfið og bauð Snorra Magnússyni orðið.

Ræða Snorra Magnússonar og þingslit.

Snorri byrjaði ræðu sína á því að lýsa yfir því að fyrir hann væri það mikið gleðiefni að taka við stjórnartaumum Landssambandsins og að yfir 70% lögreglumanna standi á bak við þá stjórn sem er að taka við. Þá sagði hann að Landssambandið væri fyrir félagana en ekki félagarnir fyrir það og að LL verði aldrei sterkara en veikasti hlekkur þess. Slagkraftur stjórnar Landssambandsins verður aldrei meiri og sterkari en það sem hinn almenni félagsmaður er tilbúinn að leggja á sig í baráttu fyrir bættum kjörum sínum og hærri launum.

Snorri talaði um að mikið þurfti að bætast við grunnlaun lögreglumanna til að ásættanlegt verði. Þá ræddi hann um umfjöllun um störf lögreglu vegna aðgerða vörubifreiðastjóra og að þörf væri á vel þjálfuðum og vel launuðum lögreglumönnum.

Snorri boðaði að Landssamband lögreglumanna myndi á komandi tímum láta í sér heyra jafnt inn á við sem út á við, að upplýsingar séu upphaf alls.

Í lok þakkaði Snorri Steinari og Stefaníu, starfsmönnum skrifstofu, og Jónasi Magnússyni og Magnúsi Einarssyni fyrir störf þeirra við undirbúning og stjórnun á þinginu og boðaði lögreglumenn í 1. maí göngu. Snorri sleit svo 29. þingi LL.

Þingi slitið kl. 17:12

Fundargerð rituðu:

___________________________________

Frímann Birgir Baldursson, ritari þings

__________________________________

Guðmundur Fylkisson, vararitari þings

Til baka