Fréttir

Um lífeyrismál (séreignasparnað)

18 okt. 2008

Stjórn LL hefur verið að vinna í því að safna upplýsingum um hvað verði um séreignalífeyrissparnað félagsmanna.

Eftirfarandi upplýsingar, um séreignalífeyrissparnað, hafa borist starfsmannaskrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, frá launasviði fjársýslu ríkisins:

  1. Semja þarf við banka viðkomandi (hafi þeir séreignasparnað í bönkum) um allar breytingar.  Hér er sérstaklega átt við: Ekki er leyfilegt að enda séreignasparnað nema að uppsögn sé staðfest af viðkomandi vörsluaðila (þ.e. frá þeim sama og samningur var gerður við).  Um allar breytingar á séreignasparnaði svo sem hlutfall sparnaðar, hlé á sparnaði o.s.frv. þarf að sema um við vörsluaðila.
  2. Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn hafa staðfest að allar greiðslur vegna séreignalífeyrissparnaðar fara inn á biðreikninga um næstu mánaðamót (01.11.2008) sem þýðir að greiðslur sem fara inn verða tryggðar.

Frekari upplýsingar verða birtar á heimasíðu LL um leið og þær fást.

Til baka