Fréttir

Fundur á Ingólfstorgi, mánudaginn 24. nóvember.

20 nóv. 2008

ÖBÍ, BSRB, Landssamtökin Þroskahjálp og Félag eldri borgara í Reykjavík standa fyrir útifundi mánudaginn 24. nóvember á Ingólfstorgi, sem hefst  kl. 16:30. Yfirskrift fundarins er Verjum velferðina.

Ræðumenn eru Gerður A. Árnadóttir formaður Þroskahjálpar, Árni Stefán Jónsson varaformaður BSRB og formaður SFR, Halldór Sævar Guðbergsson formaður ÖBÍ, Margrét Margeirsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Fundarstjóri er Björg Eva Erlendsdóttir. Í lok fundarins verður borin upp ályktun.

Til baka