Fréttir

Hvað gerir bankinn fyrir þig?

25 nóv. 2008

Opinn fundur verður á vegum BSRB á morgun miðvikudag 26. nóvember kl. 16:30 – 18:00 í BSRB – húsinu Grettisgötu 89

Á fundinum munu fulltrúar viðskiptabankanna kynna úrræði sem þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á til að mæta áföllum heimilanna vegna efnahagsástandsins.

Framsögu hafa Helgi Bragason frá Kaupþingi, Atli Örn Jónsson frá Byr, auk fulltrúa frá Glitni og Landsbanka (enn óvíst hverjir það verða). Fundarstjóri er Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB.

Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir spurningar úr sal.

Til baka