Fréttir

Styrkir úr Líknar- og hjálparsjóði LL

8 des. 2008

Á hátíðarstjórnarfundi Landssambands Lögreglumanna þann 1. desember s.l, sem markaði 40 ára afmæli sambandsins var úthlutað styrk að upphæð kr. 709.000,- til Mæðrastyrksnefndar.  Styrkur þessi nemur kr. 1.000,- á hvern starfandi lögreglumann í landinu.

Ragnhildur Guðmundsdóttir og Margrét Sigurðardóttir, frá Mæðrastyrksnefnd, tóku við gjöfinni frá þeim Óskari Sigurpálssyni, Gissuri Guðmundssyni og Geir Jóni Þórissyni en þeir sitja allir í stjórn sjóðsins.

 

Þá var einnig, nokkru fyrir hátíðarfundinn, veittur styrkur úr sjóðnum til Svanfríðar B. Jónsdóttur, 9 ára, og fjölskyldu hennar en með þessu vilja lögreglumenn styðja við bakið á Svanfríði og hennar fólki en þessi unga hetja glímir við erfið veikindi.

Svanfríður er með Neurofibromatosis týpu 1 (NF1) en sjúkdómurinn lýsir sér þannig að æxli myndast í taugaslíðrum. Hún er líka með ADHD en lætur það ekki slá sig út af laginu. Svanfríður er lífsglöð stelpa en henni finnst gaman að spila tölvuleiki, horfa á teiknimyndir, fara í bíó og leika við vini sína.

Til baka