Fréttir

Lögreglan nýtur mikils trausts almennings

10 des. 2008

Í skoðanakönnun sem framkvæmd var dagana 2. – 5. desember s.l. af MMR (Markaðs- og miðlarannsóknum ehf), kom fram að Háskóli Íslands, fréttastofa sjónvarps (RÚV) og lögreglan njóta afgerandi trausts meðal almennings.

Í frétt um könnunina, sem birtist á bls. 10 í Morgunblaðinu í dag, miðvikudaginn 10. desember segir að um og yfir 76% aðspurðra segjast bera mikið traust til Háskóla Íslands, fréttastofu sjónvarps (RÚV) og lögreglunnar.

Í sömu könnun kom fram að einungis 19% svarenda bera mikið traust til ríkisstjórnarinnar og rétt um 18% bera mikið traust til Alþingis.

Niðurstöður þessarar könnunar eru í samræmi við niðurstöður hliðstæðra kannana, sem framkvæmdar hafa verið undanfarin ár.

Til baka