Fréttir

Dómsmálaráðherra (Noregs) segir lögreglu (þar í landi) ekki í krísu

10 jan. 2009

Við lestur greinar, á vef Landssambands norskra lögreglumanna, „Politiets Fellesforbund“ (www.pf.no) fær maður á tilfinninguna að þar í landi sé löggæslumálum líkt á komið og hér á landi.  Í grein, sem ber yfirskriftina „Justisministeren avviser politikrise“, sem gæti, í íslenskri þýðingu hljóðað eins og fyrirsögn þessarar greinar, segir af málefnum lögreglu í Noregi, undirmönnun, þeirri staðreynd að lögregla þarf oft að neita borgurunum um aðstoð vegna mannfæðar og álags, ofurtrú á línu-, köku- og súluritum (statistikk) o.fl.

Ég hvet íslenska lögreglumenn til að kynna sér efni greinarinnar og einnig þeirra athugasemda, sem gerðar hafa verið við hana.  Þá er og rétt að hvetja lögreglumenn, almennt, til að fylgjast með því sem fram kemur á síðu PF. 

Heimasíðu PF, sem og annarra systursamtaka okkar á Norðurlöndunum og víðar, má nálgast með því að smella á hlekkinn „Tenglar“ hér til vinstri á síðunni.

Umrædda grein á vef PF má lesa hér.

Til baka