Fréttir

Viðtal við forsætisráðherra í kjölfar mótmæla á gamlársdag

10 jan. 2009

Í fréttum Stöðvar 2, þriðjudaginn 6. janúar s.l. var viðtal við Geir H. Haarde, forsætisráðherra, vegna mótmælanna við Hótel Borg á gamlársdag 2008 hvar fram fór útsending Stöðvar 2 á hinni árlegu Kryddsíld.  Óþarfi er að fjalla frekar um það sem þar gerðist enda hægt að sjá það í öllum fjölmiðlum landsins og í blogheimum.

Í viðtalinu sagði forsætisráðherra m.a:  

„Það er auðvitað hörmulegt að, að, að, menn skuli fara með ofbeldi og trufla svona útsendingu og skemma tæki og jafnvel valda einstökum starfsmönnum þarna, hótelsins og Stöðvar 2 líkamstjóni.  Það er ekki hægt að réttlæta slíkt.”

Athygli vekur að forsætisráðherra minnist ekki einu orði á það, í viðtalinu, að lögreglumaður skuli hafa verið kinnbeinsbrotinn af einhverjum þeirra aðila sem þátt tóku í mótmælunum.

Hægt er að sjá viðtalið við forsætisráðherra hér.

Opið bréf formanns LL, vegna ofangreinds viðtals við forsætisráðherra, birtist á bls. 23 í Morgunblaðinu 13. janúar.

 

 

Til baka