Fréttir

Þakkir til lögreglumanna!

23 jan. 2009

LL hefur borist fjöldi þakkarskeyta og símhringinga, frá fólki utan úr bæ vegna ástandsins sem skapast hefur í miðborg Reykjavíkur undanfarna daga og vikur, í hverjum lögreglumönnum er hrósað fyrir framgöngu sína undanfarnar vikur.  Jafnframt hefur verið harmað og fordæmt það ofbeldi sem lögreglumenn hafa verið beittir þar sem þeir hafa verið við skyldustörf sín á vettvangi.

 

Hér fyrir neðan er sýnishorn af einu slíku skeyti:

 

„Yfirlýsing frá:  Samstarfshópi um Vinnuvernd á Íslandi.

 Við hörmum þá hrygglegu árásir, á persónu einstakra starfsmanna lögreglunnar sem átt hafa sér stað, undanfarna sólarhringa.

 Við fordæmum einelti, bolun, kynferðislegt ofbeldi, andlegar sem og líkamlegar árásir, á sérhverja vinnandi manneskju, hvaða starfi sem hún gegnir.

 Byggjum upp nýtt Ísland. – Lyftum mennskunni  í æðra veldi.

 Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir, talsmaður S.V.Í 

Sigurður Nikulás Einarsson, S.V.Í

Arna Sveinsdóttir, S.V.Í“

Til baka