Fréttir

Þing danska landssambandsins sett í dag

27 maí. 2009

logo_pf_dk.jpgÞing danska landssambandsins var sett í dag kl. 08:00 að íslenskum tíma.  Peter Ibsen formaður landssambandsins setti þingið.  Það er svolítið sérkennilegt að heyra að danska lögreglan á við sömu vandamál að stríða og sú íslenska, undirmönnun, álag og fjársvelti en talsverð fækkun hefur orðið á lögreglumönnum undanfarið í kjölfar sameininga á embættum.  Ætli þetta séu samantekin ráð hjá ráðamönnum á norðurlöndum??

 

Auk Peter Ibsen héldu ræður þeir Jens Henrik Højbjerg, ríkislögreglustjóri. Claus Oxfeldt, formaður svæðisdeildarinnar í Kaupmannahöfn og  Jesper Christensen, 1. varaborgarsjtóri Kaupmannahafnar.  Lúðrasveit lögreglunnar í Kaupmannahöfn spilaði við upphaf og endi setningarathafnarinnar.

Þing danska landssambandssins eru haldin fjórða hvert ár.  Síðasta þing var haldið í Árósum 2005.  Það þing sem nú stendur yfir er það 71. í röðinni.

„Bikarinn er fullur.  Stéttin er í upplausn.  Hún þarf fólk.  Hún þarf trú á betri tíð.  Hún þarf í raun allt.  Nú getum við ekki meir! Við höfum ekki lyst til að hlusta meira á tal um endurskipulagningu og hagræðingu.  Nú er tími.  Tími fyrir lögreglustörf“, sagði Peter Ibsen í opnunarræðunni og vísaði þá m.a. til þess að álag á lögreglumenn hefur aukist mikið með auknum verkefnum á meðan lögreglumönnum hefur fækkað.  Eins og á Íslandi hafa fjárveitingar til dönsku lögreglunnar verið í öfugu hlutfalli við aukin verkefni.

Til baka