Fréttir

Kjarasamningar aðildarfélaga BSRB framlengdir

3 júl. 2009

Nú undir kvöld voru kjarasamningar aðildarfélaga BSRB framlengdir – með fyrirvara um samþykki félagsmanna – til 30. nóvember 2010, með sérstöku framlengingarsamkomulagi, sem gert var við samninganefnd ríkisins (SNR).

 

Framlengingarsamkomulagið var gert í anda „Stöðugleikasáttamála“ aðila vinnumarkaðarins, sem undirritað var í liðinni viku, sem og í ljósi þeirra gríðarlegu efnahagsþrenginga, sem íslenska þjóðin glímir nú við og mikils tekjufalls ríkissjóðs.

Í frétt á mbl.is má lesa um samninginn.

Nánar má lesa um „Stöðugleikasáttmálann“ sem og sáttmálann í heild sinni hér.

Framlengingarsamkomulagið verður birt í heild sinni, sem og uppfærðar launatöflur, hér á lokuðu svæði félagsmanna, um leið og hann berst LL í rafrænu formi.  Þá mun einnig verða fjallað um hann þar á sama tíma.

Kosning, á meðal félagsmanna, fer fram með sama hætti og s.l. haust þegar núgildandi kjarasamningur var síðast framlengdur þ.e. rafrænt.  Nokkur tími er til stefnu því niðurstaða kosninganna þarf ekki að liggja fyrir fyrr en 14. ágúst n.k.  Allar nánari upplýsingar um kosninguna verða birtar síðar.  Áríðandi er að félagsmenn uppfæri heimilisföng sín, á skrifstofu LL hið allra fyrsta þ.a. að upplýsingar um kosninguna og framkvæmd hennar berist á rétta staði!

Félagsmenn LL eru hvattir til að lesa eftirfarandi pistla, sem birtir hafa verið hér á heimasíðu LL undanfarna daga:

„Má búast við frekari niðurskurði til löggæslumála?“ – birt þann 26. júní s.l;

„Má búast við frekari niðurskurði til löggæslumála? – Svar: JÁ!“ – birt þann 29. júní s.l;

„Nú sýður á baklandinu á Íslandi!“ – birt þann 30. júní s.l.

Til baka