Fréttir

Ljós í Svíþjóð?

4 júl. 2009

Þann 15. júní s.l. hitti sendinefnd á vegum EUROCOP, Beatrice Ask, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, á fundi í Stokkhólmi (EUROCOP eru heildarsamtök lögreglumanna í Evrópu með um 500.000 félagsmann – LL er aðili að EUROCOP) . 

Efni fundarins voru „efnahagskreppan í Evrópu og lögreglan til framtíðar“.

Eins og flestum er kunnugt um tók Svíþjóð við forystu innan Evrópusambandsins (ESB) þann 1. júlí s.l. og mun gegna henni út þetta ár.  Eitt af megináherslumálum Svíþjóðar, í forystuhlutverki sínu innan ESB er að beita sér gegn afleiðingum efnahagskreppunnar, sem nú skekur heimsbyggðina.

Á fundinum lagði sendinefnd EUROCOP áherslu á efnahagskreppuna og málefni lögreglu í tengslum við hana. 

Það sem vekur sérstaka athygli er að dómsmálaráðherra Svíþjóðar sagði m.a. á fundinum að það væri nauðsynlegt að tala við lögreglumenn í þessu sambandi „We have to talk to our police officers.“  Að auki sagði hún að hennar skilningur væri sá að þau, innan Evrópusambandsins yrðu að huga meira að þörfum lögreglu, „I think I have understood that we in the Council have to care more for the practical needs of our police officers.“

Hægt er að lesa um fundinn hér og eru lögreglumenn hvattir til að kynna sér vel málefni EUROCOP á heimasíðu samtakanna www.eurocop-police.org.

Til baka