Fréttir

Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamnings, fundargerð kjörstjórnar

16 júl. 2009

Kjörstjórn LL kom saman miðvikudaginn 15. júlí 2009 kl. 13.00.  Kjörstjórn er skipuð: Guðmundur Fylkisson formaður, Tinna Jóhönnudóttir og Vignir Elísson sem kemur inn sem varamaður.

 

Farið var yfir kjörskrá og nafnalista yfir lögreglumenn frá Ríkislögreglustjóra.

Aðstæður í þjóðfélaginu eru öðru vísi en áður.  Skv. lögum Landssambandsins þá er milliskólafólk, þ.e. í starfsnámi, atkvæðisbært. Ekkert starfsnám er í gangi í sumar og var það ákvörðun kjörstjórnar að þau væru öll atkvæðisbær.  Eins var ákveðið að skólagengnir lögreglumenn, í afleysingum, væri atkvæðisbærir og ekki verið farið að flokka þá út sem eru að bíða eftir föstum stöðum hjá öðrum embættum og eru í afleysingum á meðan eða þeir sem eru í námi.  Skv. lögum LL eru atvinnulausir lögreglumenn atkvæðisbærir og skv. lista frá Vinnumálastofnun er 1 atvinnulaus lögreglumaður, sem greiðir félagsgjald til LL.  Sá hópur lögreglumanna, aðrir en 800 og 900 hópurinn, sem er atvinnulaus og er ekki á listanum frá Vinnumálastofnun telst því ekki atkvæðisbær í þessari kosningu.

 

Niðurstaða kjörstjórnar er því að 745 eru atkvæðisbærir. (leiðrétt vegna tvítalningar)  Leitað verður eftir samstarfi við Outcome um netkosningu eins og í síðustu atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan hefjist í næstu viku og stendur til 13. ágúst.  Kjörskrá verður birt á lokuðu svæði LL, undir LAUN 09,  og miðast við 1. júní.   Hafi menn athugasemd við kjörskránna þá sendið tölvupóst á formann kjörstjórnar, g.fylkis.fml@rls.is

 

Fundi lokið kl. 14.50

 

Guðm. Fylkisson

 

Til baka