Fréttir

Fækkun umdæma

26 sep. 2009

Frétt af mbl.is

skjaldarmerki.gifDómsmálaráðherra hefur fallist á tillögur starfshóps þess efnis að sameina lögregluumdæmi svo þau verði sex að tölu frá næstu áramótum. Jafnframt hefur ráðherra kynnt sýslumönnum hugmynd um fækkun umdæma úr 24 í sjö, en útibú verða þó víðsvegar um landið. Samþykki Alþingi tillögur ráðherra er gert ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um næstu áramót.

Með stækkuðum umdæmum eiga embættin að vera betur í stakk búin til að takast á við fyrirhugaðan niðurskurð. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er það m.a. til umræðu að skilja þætti frá ríkislögreglustjóra í ljósi sterkari eininga lögreglunnar. Meðal annars er horft til sérsveitarinnar.

Til baka