Fréttir

Aukin framlög til löggæslumála?

2 okt. 2009

Í frétt á mbl.is í gær kemur fram að til standi að auka fjárveitingu til löggæslu og öryggismála um allt að 95 milljónir króna miðað við fjárlög yfirstandandi árs og að þar vegi þyngst 150 mkr. sérstök fjárveiting til eflingar almennrar löggæslu.

 

Í fréttinni kemur fram að með þessu sé verið að forðast frekari fækkun lögreglumanna og til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegar uppsagnir um næstu áramót.  Þá eigi einnig að nota þessa fjárveitingu til að ráða, sem kostur sé, nýútskrifaða lögreglumenn, sem nú eru á atvinnuleysisskrá. 

Á móti þessu vegi hinsvegar 40 mkr. hagræðingarkrafa sem gerð sé til lögregluembætta á landinu.

Nánari fregnir af fjárlögum komandi árs og hvernig þau þróast, í meðferð Alþingis, verða fluttar hér, eftir því sem þær berast og verða aðgengilegar þ.a. hægt sé að setja þær í samhengi við liðin ár.

Til baka