Fréttir

Málþing um starfsanda

5 okt. 2009

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og félag forstöðumanna ríkisstofnana standa fyrir málþingi á Grand Hótel í Reykjavík fimmtudaginn 15. október n.k. frá kl. 08:30 – 10:00.

Yfirskrift málþingsins er:

„Hvernig getum við varðveitt góðan starfsanda á tímum niðurskurðar og skerðinga á kjörum starfsmanna?“

Fyrirlestrar og holl ráð verða flutt af:

  • Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, dósent við viðskiptadeild Háskóla Íslands; 
  • Arndísi Ósk Jónsdóttur, Msc. í vinnusálfræði og forstöðumanni mannauðsráðgjafar ParX;
  • Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins og
  • Ernu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðsmála hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi.

 

„Hvernig getum við varðveitt góðan starfsanda á tímum niðurskurðar og skerðinga á kjörum starfsmanna?  

Fimmtudaginn 15. október kl. 8:30 – 10:00 á Grand hótel í Reykjavík.  
Annað málþing haustsins í samstarfi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félags forstöðumanna ríkisstofnana.


Fyrirlestrar og  holl ráð; Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Arndís Ósk Jónsdóttir, Stefán Eiríksson og Erna Einarsdóttir.  


Skráning:
https://www.stjornsyslustofnun.hi.is/page/starfsandi  

Verð: kr. 3.900.- og er morgunverður innifalinn.  

 

Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þessa viðfangsefnis frammi fyrir þeim áskorunum sem stjórnendur standa í þeim niðurskurði og skipulagsbreytingum sem framundan eru í rekstri opinberra stofnana, bæði ríkis og raunar sveitarfélaga einnig.  Á málþinginu munu fræðimenn, fagfólk og reyndir stjórnendur fara yfir hagnýtar aðferðir og holl ráð sem stjórnendur geta nýtt sér við aðstæður dagsins í dag, þ.e. hvað stjórnendur geti gert til að stuðla að góðum starfsanda á erfiðum tímum og hvað stofnanir geti gert til að skapa menningu þar sem stutt er við starfsmenn á erfiðum tímum?  

Fyrirlestrar:  


Árelía Eydís Guðmundsdóttir, er dósent við viðskiptadeild Háskóla Íslands, en hún er höfundur bóka um köllun í starfi, virkjunar vonar og heppni í eigin lífi og um sveigjanleika fyrirtækja auk þess sem hún kennir um stjórnun, skipulagsheildir forystu og þekkingarstjórnun.


Arndís Ósk Jónsdóttir, MSc. í vinnusálfræði er kennari í mannauðsstjórnun í MPA-námi í opinberri stjórnsýslu og forstöðumaður mannauðsráðgjafar ParX viðskiptaráðgjafar IBM.  

 

Á eftir þeirra erindum gefa holl ráð frá eigin reynslu þau Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sem tekist hefur á við umfangsmikil breytinga- og skipulagsverkefni á liðnum árum og Erna Einarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi, en segja má að sú stofnun hafi verið í stöðugu umbreytinga- og sparnaðarferli frá stofnun hins sameinaða sjúkrahúss árið 2000.  


Fundarstjóri verður Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.”

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til baka