Fréttir

Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2009 komið fram!

13 okt. 2009

Þá hefur frumvarp til fjáraukalaga, fyrir árið 2009, verið lagt fram.  Í þeim er hægt að sjá þann viðbótarniðurskurð, sem lögregluembættum landsins var gert að taka á sig síðari hluta þessa árs. 

Upplýsingarnar úr frumvarpinu, sem eru á bls. 31 – 36, hafa verið settar fram í töflu hér neðar þ.a. auðveldara sé, fyrir lesendur þessarar fréttar, á átta sig á þeim.  

Rétt er að taka það fram hér að frumvarpið gæti átt eftir að taka breytingum í meðförum Alþingis og þá má gera ráð fyrir að útfærsla niðurskurðarins verði með misjöfnum hætti á milli embætta. 

 

Neðangreindar upplýsingar, sem hægt er að lesa hér, eru fengnar af vef Alþingis:  

 

Fjárlagaliður Heiti embættis Niðurskurðarkrafa (mkr.)
06-303 Ríkislögreglustjórinn

– 23,6

06-305 Lögregluskóli ríkisins

– 4,2

06-310 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu

– 57,1

06-312 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

0

06-412 Sýslumaðurinn á Akranesi

– 3,4

06-413 Sýslumaðurinn í Borgarnesi

– 3,0

06-414 Sýslumaður Snæfellinga

– 3,3

06-418 Sýslumaðurinn á Ísafirði

– 5,9

06-420 Sýslumaðurinn á Blönduósi

– 3,5

06-421 Sýslumaðurinn á Sauðárkróki

– 2,7

06-424 Sýslumaðurinn á Akureyri

– 9,0

06-425 Sýslumaðurinn á Húsavík

– 3,3

06-426 Sýslumaðurinn á Seyðisfirði

– 3,3

06-428 Sýslumaðurinn á Eskifirði

– 4,6

06-431 Sýslumaðurinn á Hvolsvelli

– 3,2

06-432 Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum

– 3,0

06-433 Sýslumaðurinn á Selfossi

– 6,4

SAMTALS

– 139,5

 

 

 

 

 

 

 

Til baka